Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.03.2014, Qupperneq 11

Læknablaðið - 01.03.2014, Qupperneq 11
LÆKNAblaðið 2014/100 139 Inngangur Offita barna hefur aukist mikið víðsvegar í heiminum á undanförnum áratugum1 og eru Íslendingar þar engir eftirbátar annarra þjóða.2 Offita hjá börnum getur haft alvarlegar líkamlegar og tilfinningatengdar afleið- ingar, bæði til skemmri og lengri tíma, og rannsóknir hafa sýnt hærri tíðni ýmiskonar heilsutengds vanda meðal of feitra barna en meðal barna í kjörþyngd. Þar má til dæmis nefna ýmsa áhættuþætti hjarta- og æða- sjúkdóma og sykursýki II, eins og hækkuð þríglýseríð, fastandi insúlín og blóðþrýstingur, en einnig aukin tíðni ýmiss sálfélagslegs vanda eins og þunglyndis, kvíða og lélegrar sjálfsmyndar.3-6 Því eru ríkar ástæður fyrir að takast á við offitu barna. Mikilvægt er að bjóða upp á áhrifaríka meðferð en síðustu áratugi hefur aukin áhersla verið lögð á að meðferðarúrræði sem boðið er upp á almennt á vegum heilbrigðisþjónustunnar séu gagnreynd.7 Til gagn- reyndrar meðferðar (empirically supported treatment) telst hver sú meðferð sem sýnt hefur verið fram á með vísindalegum vinnubrögðum að bæti heilsu sjúklinga8 en til þess að teljast til gagnreyndrar meðferðar verður meðferð að hafa sýnt árangur umfram lyfleysu, lyf eða aðra meðferð. Tvö óháð rannsóknarteymi þurfa að hafa rannsakað árangur af meðferðinni, rannsóknir þurfa að hafa verið gerðar eftir handbók um meðferðina og 1Department of Pediatrics, University of Colorado Denver, 2BUP døgn – en- het for ungdom, Elverum, Sykehuset Innlandet, Norge, 3heilbrigðisvísinda- sviði, 4menntavísindasviði Háskóla Íslands, 5Land- spítala, 6Barnaspítala Hringsins, Landspítala. inngangur: Offita barna hefur aukist á undanförnum áratugum. Brýn þörf er á gagnreyndu meðferðarformi til að sporna gegn þessari þróun og meðal annarra hefur fjölskyldumiðuð atferlismeðferð Epsteins mikið verið rannsökuð, en kallað hefur verið eftir rannsóknum í klínískum aðstæðum. Markmið þessarar rannsóknar var að kanna skammtíma- og eftir- fylgdarárangur fjölskyldumiðaðrar atferlismeðferðar Epsteins í klínískum aðstæðum á Íslandi. Efniviður og aðferðir: Úrtakið samanstóð af 84 of feitum börnum á aldr- inum 8-13 ára og einu foreldri hvers barns. Sextíu og ein fjölskylda lauk 12 vikna meðferð sem dreifðist yfir 18 vikur og var þeim þátttakendum fylgt eftir í tvö ár eftir að meðferð lauk. Fyrir og eftir meðferð var mæld hæð og þyngd barna, hreyfing, dagleg neysla ávaxta og grænmetis, blóð- þrýstingur og ýmis blóðgildi. Lagðir voru fyrir börnin sjálfsmatslistar til að meta andlega líðan og félagsfærni. Hæð og þyngd foreldra var mæld fyrir og eftir meðferð og einnig svöruðu foreldrar sjálfsmatslista fyrir þunglyndi. niðurstöður: Staðlaður líkamsþyngdarstuðull barnanna lækkaði marktækt frá upphafi til loka meðferðar (F(2,60)=110,31, p<0,001) og var árangri viðhaldið við eins (F(2,60)=1,33, p=0,253) og tveggja ára (F(2,60)= 3,19, p=0,079) eftirfylgd. Blóðþrýstingur lækkaði á meðferðartímabilinu (efri mörk: t(59)=-2,01, p<0,05, neðri mörk: t(59)=-4,00, p<0,001) og lækkun varð á insúlín- (t(22)=6,1, p<0,05), þríglýseríð- (t(22)=0,31, p<0,05) og heildarkólesterólgildum í undirúrtaki (t(22)=0,35, p<0,05). Við meðferð dró úr þunglyndis- (F(1,59)=6,67, p<0,05) og kvíðaein- kennum barnanna (F(1,57)= 4,54, p<0,05) og sjálfsmynd þeirra styrktist (F(1,59)=19,2, p<0,001). Lækkun varð á líkamsþyngdarstuðli foreldra á meðferðartímabilinu (F(1,59)= 71,54, p<0,001) en hann hækkaði aftur við eins árs eftirfylgd (F(1,59)=41,87, p<0,001). Þá dró úr þunglyndiseinkenn- um foreldra við meðferðina (F(1,60)= 12,93, p<0,01). Ályktun: Fjölskyldumeðferð Epsteins hafði fjölþætt jákvæð áhrif á þyngd- arstöðu, andlega og líkamlega líðan bæði til skemmri og til lengri tíma í úrtaki of feitra íslenskra barna. ÁGRIp Fyrirspurnir: Þrúður Gunnarsdóttir thrudur.gunnarsdottir@ ucdenver.edu það þarf að hafa komið skýrt fram hvað er einkennandi fyrir það þýði sem rannsóknir hafa beinst að.9 Ein meðferð með sérlega þéttan rannsóknagrunn er fjölskyldumiðuð atferlismeðferð Epsteins og félaga fyrir of feit börn. Sú meðferð hefur verið í þróun í rúmlega 30 ár og liggur mikill fjöldi rannsókna að baki.10, 11 Sýnt hefur verið fram á gagnsemi meðferðarinnar bæði til skemmri tíma og til lengri tíma11 en stórum hópi þátt- takenda (n=185) úr þessari meðferð var fylgt eftir í 10 ár eftir að meðferð lauk og sýndu niðurstöður að árangur var betri í fjölskyldumeðferð en meðal samanburðar- hóps.12,13 Flestar þeirra rannsókna sem framkvæmdar hafa verið á meðferðinni hafa farið fram undir stjórn eins rannsóknarhóps (Epsteins og félaga) í tilraunaað- stæðum á rannsóknarstofu háskóla, þar sem stór hluti þeirra barna sem koma til greina til þátttöku er útilok- aður vegna ýmisskonar annarra líkamlegra (til dæmis fötlun) og/eða andlegra kvilla (til dæmis þunglyndi, kvíði, hegðunarvandi).14,15 Í slíkum aðstæðum er áhersla á innra réttmæti (að meðferðin virki í afmörkuðum aðstæðum) tekin fram yfir áherslu á ytra réttmæti (að meðferð gagnist fjölþættum hópi, eða jafnvel þýði þeirra barna sem á meðferð þurfa að halda). Fáar rannsóknir á þessari meðferð hafa verið gerðar í klínískum aðstæð- Greinin barst 15. september 2013, samþykkt til birtingar 30. janúar 2014. Engin hagsmunatengsl gefin upp. Fjölskyldumiðuð atferlismeðferð fyrir of feit börn – Samantekt á niðurstöðum meðferðar og langtímaniðurstöðum við tveggja ára eftirfylgd Þrúður Gunnarsdóttir1 læknir, Svavar Már Einarsson2 sálfræðingur, Urður Njarðvík3 sálfræðingur, Anna Sigríður Ólafsdóttir4,6 næringarfræðingur, Agnes Björg Gunnarsdóttir5 læknir, Tryggvi Helgason6 læknir, Ragnar Bjarnason3,6 læknir R A N N S Ó K N NÝ ÁBENDING Strattera er nú eina lyfið sem samþykkt er til að hefja meðferð við ADHD hjá fullorðnum Heimildir: 1. www.serlyfjaskra.is. 2. Michelson D et al. Biol Psychiatry 2003; 53(2): 112–20. 3. Young JL et al. Clin Neuropharmacol 2011; 34(2): 51– 60. 4. Adler LA et al. J Clin Psycho Pharmacol 2009; 29(1): 44–50. 5. Adler LA et al. J Clin Psychiatry 2005; 66(3): 294 –9. 6. Adler LA et al. J Atten Diord 2008; 12(3): 248–53. – Fyrsta og eina lyfjameðferðin fyrir fullorðna með ADHD sem tilheyrir ekki flokki örvandi lyfja1 – Dregur úr helstu einkennum ADHD og veitir stöðuga stjórn á einkennum allan daginn yfir lengri tíma, borið saman við lyfleysu2-6 – Tekið einu sinni á dag1 – Hefur staðfestar upplýsingar varðandi öryggi og þol sem sýna að Strattera er góð meðferð fyrir sjúklinga sem þjást einnig af félagsfælni og áfengissýki1 Með stöðugri stjórn á einkennum vekur ADHD minni athygli Strattera LIL130801
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.