Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.03.2014, Qupperneq 25

Læknablaðið - 01.03.2014, Qupperneq 25
LÆKNAblaðið 2014/100 153 Í T i l E F n i 1 0 0 Á R a Ó S l i T i n n a R Ú T G Á F U l æ k n a b l a ð S i n S En hvernig var ástand mála þegar háskólinn var stofnaður? Bjarni Snæbjörnsson (f. 1889) læknir í Hafnarfirði útskrifaðist sem kandídat frá læknaskólanum 1914. Hann segir: „Flest bar merki fortíðarinnar í starfi þeirra fáu lækna sem hér voru og tæki þeirra og lyf voru af skornum skammti og af litlu úrvali.“ En menn höfðu háleit markmið og dreymdi um glæsta fram- tíð þessa nýja skóla enda var mikil áhersla lögð á að þarna skyldi rísa vísindastofnun. Páll Kolka (f. 1895) segir í Vísindin efla alla dáð: „Læknadeild háskólans var eins og fríð og gáfuð heimasæta eftir- sóknarverð í augum okkar ungu mannanna en ótrúlega snauð af þessa heims auði því að hún átti varla nokkra spjör sem sæmileg gat talist.“ Kennarar skólans En hvernig stofnun var læknadeild Háskóla Íslands á liðinni öld? Þegar ævisögur íslenskra lækna eru lesnar kemur í ljós að álit manna á deildinni mótast af prófessorum og kennurum hennar. Læknadeildin ber fyrst og fremst mark þeirra manna sem þar kenndu og réðu ríkjum. Kristján Sveinsson (f. 1900) augnlæknir ber kennurum sínum vel söguna enda kenndu þá við skólann Guðmundarnir þrír, Guð- mundur Björnsson (f. 1864), Guðmundur Hannesson (f. 1866) og Guðmundur Magnússon (f. 1863), sem allir þóttu miklir afreks- menn í læknisfræði. Greinilegt er á lestri endurminninga og við- tala að þessir þrír Guðmundar hafa verið í dýrlingatölu meðal stúdenta. Allir voru þeir Húnvetningar, sem og Þórður Sveins- son (f. 1874) yfirlæknir á Kleppi sem kenndi réttarlæknisfræði og sálsýkifræði og Sæmundur Bjarnhéðinsson (f. 1863) sem kenndi lyfjafræði og hafði sýningar á holdsveiki. Aldrei síðan hafa Hún- vetningar verið svo áhrifamikilir meðal íslenskra lækna. Þessir fimm menn voru í miklum metum meðal stúdenta. Erlingur Þorsteinsson (f. 1911) læknir segir svo um Guðmund Thoroddsen (f. 1887) prófessor: „Hann var skemmtilegasti kennari sem ég hef haft, alltaf jafn kátur og fyndinn auk þess sem hann var vel lærður og afbragðs kennari.“ Aðrir kennarar sem menn ræða hlýlega um eru Gunnlaugur Claessen röntgenlæknir, Ólafur Þorsteinsson háls- nef og eyrna- læknir og fleiri. Lárus Einarsson (f. 1902) læknir er Sigurði Samúelssyni (f. 1911) prófessor minnisstæðastur. Lárus var aukakennari í vefjafræði og lífeðlisfræði. En aðstaðan sem Lárusi var boðin hérlendis var svo ömurleg að eðlilegt var að maður með hans menntun ílentist ekki hér. Danir voru fljótir að krækja í hann, segir Sigurður, en Lárus flutti til Danmerkur og gat sér ágætan orðstír. Níels Dungal (f. 1897) prófessor naut mikils álits, bæði meðal kollega sinna og læknanema, sem og í samfélaginu. Hann var mjög áberandi og skrifaði bæði greinar í blöð og gaf út tímarit (Heilbrigð- ismál) og bækur um margvísleg efni. Níels Dungal byrjaði árið 1926 í Kirkjustræti 12 þar sem allt var þá í niðurníðslu. Dungal þótti fyndinn og skemmtilegur og fóru af honum margar gamansögur. Dungal var kraftaverkamaður sem lét byggja yfir starfsemi sína og var á mörgum sviðum á undan sinni samtíð. Páll Gíslason (f. 1924) segir: „Níels fór stundum offari og fullyrti meira en hann gat staðið við.“ Ólafur Ólafsson (f. 1928) læknir lýkur lofsorði á Níels og segir að breska læknablaðið hafi skrifað leiðara um tóbaksrann- sóknir hans árið 1953, sem var óvenjulegur og fáheyrður heiður fyrir íslenska lækna. En „sumir kollegar hér heima skelltu tungu í góm“. Læknar bera venjulega Helga Tómassyni (f. 1896) vel söguna í endurminningum sínum og ljúka lofsorði á kennslu hans og áhuga á faginu. Páll Gíslason hefur á orði hversu mikla virðingu hann hafi alltaf sýnt sjúklingum sínum. Þegar líður á öldina ber mest á Jóni Steffensen (f. 1905) prófessor sem smám saman varð persónugervingur læknadeildar. Björn Guðbrandsson (f. 1917) segir: „Jón Steffensen tók kennsl- una mjög alvarlega en kenndi líffærafræðina á dauðan hátt enda var ekki öllum gefið að læra hjá honum. Sumir féllu aftur og aftur Ljósmyndari óþekktur, mynd- in er tekin milli 1910-1920 sennilega á Akureyri. Guð- mundur Hannesson læknir og sonur hans. Myndirnar með greininni eru allar fengnar frá Ljósmyndasafni Reykjavíkur.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.