Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.03.2014, Side 32

Læknablaðið - 01.03.2014, Side 32
160 LÆKNAblaðið 2014/100 S A G A L Æ K N I S F R Æ Ð I N N A R við að koma sandkorni fyrir í skel, sem síðan framleiddi sína eigin perlu. Það væri frumskylda læknadeilda að eyðileggja ekki þá ungu, áhugasömu og frjóu hugi ungmenna sem veldust til náms í læknadeild og að leggja aðaláherslu á nám og menntun. „Kennsla“, sennilega í merkingunni „fyrirlestrar“, væri einungis eitt af tækj- unum til að ná fram þeim markmiðum. Í þessu andrúmslofti (1986) fór af stað umræðuhópur prófessor- anna Ásmundar Brekkan, Helga Valdimarssonar, og Þórðar Harð- arsonar, og nýliðanna Sigurðar Guðmundssonar, Guðmundar Þor- geirssonar og Kristjáns Erlendssonar. Menn voru sammála um að gera þyrfti breytingar en velja þyrfti úr hugmyndum og aðlaga það sem væri praktískt og framkvæmanlegt í lítilli deild, í litlu landi. Í nóvember 1986 ritar deildarforseti, Ásmundur Brekkan, minn- isblað: „Endurskoðun námsefnis og námsmarkmiða við lækna- deild Háskóla Íslands.“ Þar rekur hann forsendur og tilfærir skil- greiningu vandans. Hann tiltekur síbreytilegar forsendur, fjallar um náms – og kennslutilhögun, áhrif ákvarðana stjórnvalda á þró- un heilbrigðismála, fjallar um nýframkvæmda söfnun á gögnum um kennslu í deildinni og fyrirliggjandi marklýsingar einstakra kennslugreina. Hann vitnar til leiðarljóss frá World Federation for Medical Education (WFME) og leggur fram vinnuáætlun og vinnu- tilhögun. Þar stóð að frumtillögur kæmu fram vorið 1987 og að ráðinn yrði sérstakur starfsmaður til að hrinda þeim í framkvæmd. Á deildarfundi í maí 1987 voru síðan fyrstu tillögur að endur- skoðun námsins lagðar fram og settar í umsagnarferli. Frumdrög sömdu Sigurður Guðmundsson, Kristján Erlendssson og Guð- mundur Þorgeirsson. Þeir Sigurður og Kristján þróuðu tillögurnar áfram, eftir umræðu sumarsins, meðan þeir biðu á flugvellinum í Glasgow eftir flugvél til Dublin í september, þar sem AMDE/ AMEE (Association of Medical Deans in Europe/Association for Medical Education in Europe) héldu stóran fund um læknanema- kennslu. Í anda þess fundar voru settar fram endanlegar tillögur og hugmyndir um hvernig hrinda mætti þeim í framkvæmd. Þau markmið ásamt tillögum voru samþykkt á deildarfundi í nóvem- ber 1987 (rammi 1 og 2). Mikil samstaða reyndist meðal fundarmanna um að breytinga væri þörf, en einkum í öðrum kennslugreinum. Alltof mikil og ómarkviss kennsla færi fram í ákveðinni grein, en „mín grein“ fengi hvergi nógan tíma! Stúdentar voru gjarnan bornir fyrir þessu mati (og eru raunar enn!). Í tilteknum skóla í tilteknu landi væri til dæmis „mín kennslugrein“ kennd á þrisvar sinnum lengri tíma en tíðkaðist hér! Þessi rök eru jú vel þekkt í öðrum læknaskólum, þar á meðal þeim tiltekna skóla í tilteknu landi, sem vitnað er til að ofan! Í þessu sambandi er rétt að geta þess að stúdentar hafa á því tímabili sem fjallað er um hér, ætíð verið mikilvægir þátttakendur í breytingum og einkum mati á árangri breytinganna. Þeir hafa formlega setu í kennsluráði (áður kennslunefnd), deildarráði og á deildarfundum og verið ófeimnir við að koma sínum skoðunum að. Á deildarfundinum 1987 voru gerðar athugasemdir við það að „lowest form of life“ (tveir stundakennarar og lektor) skyldu Rammi 1. Markmið 1987. 1. Að aðhæfa nám í læknadeild breyttum þjóðfélagslegum aðstæðum og rækta skilning, áhuga og samúð með sjúklingnum og vandamálum hans. 2. Styrkja faglega undirstöðu læknanema og auka skilning þeirra á tengslum milli læknisfræðilegra grundvallaratriða og vandamála sjúklingsins. 3. Hvetja til og vekja áhuga á auknu sjálfsnámi, ýta undir sjálfstæða þekkingarleit og auka áhuga á nýrri þekkingarleit með eigin rannsóknum. 4. Skipuleggja nám betur með aukinni samhæfingu, skipulögðum upprifjunum í stað stjórnlausra endurtekninga og spara þannig tíma er nýtist stúdentum til náms að eigin vali innan þess ramma er getið er í næsta lið. 5. Ekki skal stefnt að því að sá er útskrifist starfi sjálfstætt án framhaldsnáms. Hann skuli hins vegar þannig undirbúinn að hann geti valið að annast sjúklinga, stunda rannsóknarstörf eða kennslu eða einhverja blöndu af þessu öllu. Rammi 2. Atriði sem höfð eru til hliðsjónar við gerð tillagna um endurskipan (1987). 1. Stefnt skal að aukinni samhæfingu (intergration) námsgreina og samvinnu í kennslu (sveigjanlegt fyrirkomulag). 2. Miða skal kennsluáætlun í auknum mæli við umhverfisþætti (hér er bæði átt við, að tekið sé fullt tillit til áhrifa umhverfis á sjúkdóma og sjúklinginn og að læknanám sé sniðið að þörfum umhverfisins. Þetta skal þó aldrei gert á kostnað kennslu í vísindalegum aðferðum eða þekkingu á líffræðilegum atriðum, sem allt læknisstarf byggir á). 3. Stefna skal að samtvinnun klínísks náms stúdenta og kandídata (Læknadeild sjái um þjálfun kandídata (postgraduate training). Læknadeild taki í auknum mæli þátt í og hafi forystu um framhaldmenntun sérfræðinga). 4. Stöðugt þarf að endurskoða námsefni, fella niður og samhæfa, til þess að bæta megi við nýju námsefni án þess að lengja námið. 5. Móta þarf/breyta viðhorfi stúdenta til læknanámsins (kveikja þarf áhuga á sjálfsnámi, leggja áherslu á virðingu þeirra fyrir fræðigreininni, sjúklingnum og gera þá sér meðvitaða um eigin ábyrgð). 6. Kenna þarf samstarf við aðrar heilbrigðisstéttir og að bera fulla virðingu fyrir þeim (leggja þarf áherslu á teymisvinnu og að læknar eru ekki sjálfkrafa foringjar eða stjórnendur teymisins). 7. Leggja þarf áherslu á stöðugt mat á feril hvers nemanda til viðbótar við hefðbundin próf (komið verði á kerfi „tutora“, reglulegar umsagnir eftir klínískar rotationir og kennsluhluta). 8. Stúdentar og kandídatar veiti kennurum aðhald með reglubundnum umsögnum. 9. Meta þarf reglulega og á skipulegan hátt gæði (frammistöðu) Læknadeildar (miða þarf við erlendan staðal, external accredition). 10. Aukinn skal þáttur aðstoðarmanna við kennslu („teaching assitants“. Superkandídatar, kandíatar, eldri stúdentar). 11. Viðurkenna þarf mikilvægi kennslu innan Læknadeilar (tryggja þarf sanngjarnt mat á kennslutíma samanborið við rannsóknir og ritstörf þegar stöður eru veittar (kennsla er „carrier merit“)). 12. Ekki er stefnt að því að Læknadeild útskrifi fullfæra lækna án postgraduate náms (útskrift úr deildinni tryggi nægilega yfirsýn í læknisfræði til að velja framhaldsnám, s.s. t.d. vísindavinnu, sjúklingaumsjá, stjórnunarstörf eða blöndu af þessu). Ákvarða þarf markmið með læknakennslu hérlendis (ekki skal stefnt að fullu postgraduate námi hérlendis í öllum greinum við núverandi aðstæður. Ákveða þarf hvar nema skal staðar í einstökum greinum, hvaða greinar skal/má kenna að fullu). 14. Kennurum deildarinnar verði tryggður verndaður tími til vísindastarfa og kennsluundirbúnings. 15. Kennslunefnd fái aukið framkvæmdavald og hlutverk kennslustjóra aukið í stöðugri endurskoðun námsskipan. 13.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.