Læknablaðið - 01.03.2014, Blaðsíða 34
162 LÆKNAblaðið 2014/100
S A G A L Æ K N I S F R Æ Ð I N N A R
þegar með því að fá klíníska kennara inn í tíma,
einkum í meinafræði og lyfjafræði. Í hinum full-
komna heimi var gert ráð fyrir því að kennarar frá
fleiri en einni kennslugrein væru saman í tímum.
Til þess var ekki nægjanlegur kennslukraftur við
læknadeild HÍ.
Þá var reynt að skipa svokallaðar líffærablokkir
þar sem kennarar komu saman og lögðu línur frá
upphafi náms til útskriftar. Það reyndist ógerlegt
í skipulagningu en umræðan varð þó til þess að
mikilvægi grunngreina fyrir heildarnám í deild-
inni komst á skrið. Þá var farin sú leið að raða sam-
an fyrirlestrum miðlægt eftir fyrirlestraskrám einstakra kennslu-
greina og treyst á það að þannig myndu stúdentar ná betur að sjá
tengsl kennslugreina og samþátta efnið. Reynt var að raða saman
á kennsludaga/vikur þeim fyrirlestrum einstakra kennslugreina
sem augljóslega áttu saman. Þannig var til dæmis raðað saman
fyrirlestrum um hormóna og kirtilvef í lífefnafræði, lífeðlisfræði,
vefjafræði og líffærafræði. Þetta gekk til að byrja með en krafðist
mikillar skipulagningar og riðlaðist svo fljótlega og var endanlega
aflagt á 1.-3. námsári með breytingum í blokkir sem komu inn
1998. Enn eimir þó eftir af þessari tilraun í sérhæfðri meinafræði
og lyfjafræði á 3. ári.
Það er niðurstaðan eftir þessa tilraun að með þá úrvalsstúdenta
sem í deildinni eru sé þeim enginn sérstakur greiði gerður með
þessu miðlæga fyrirkomulagi. Þeir eru fullfærir um samþáttun og
að skapa sér yfirsýn með leiðsögn sinna kennara! Þar við bætist að
læknar sem jafnframt sinna sjúklingum hafa víðast verið í forsvari
fyrir kennslu í grunngreinum og lagt þannig áreynslulaust inn
klínískar áherslur í grunngreinakennslu frá upphafi náms.
Samskiptafræði
Í tillögum sem lagðar voru fram 1987 og 1988 var gert ráð fyrir
nýrri línu sem ýmist kallaðist læknislist, samskiptafræði eða
atferlisfræði. Hér var um að ræða siðfræði, sálarfræði, heimspeki,
viðhorf lækna til sjálf sín og sjúklinga, viðtalstækni, saga læknis-
fræðinnar og fleira. Í fyrstu var tíminn sem ætlaður var fyrir þessa
kennslu nokkrir fyrirlestrar. Vægi þessa var síðan aukið til muna
og skipulagt sjálfstætt námskeið sem kennt var í fyrsta skipti há-
skólaárið 2003-2004. Bryndís Benediktsdóttir hefur haft umsjón
með skipulagningu námskeiðsins frá upphafi.
Kennslan fer fyrst og fremst fram á 1. og 2. ári og síðan tengist
þessi þáttur við hinar hefðbundnu klínísku greinar á síðari árum
læknanámsins. Áhersla er lögð á færnimiðaða kennslu. Á fyrsta
ári er fjallað um það að vera læknir (læknanemi), sem og siðfræði,
undir forystu Stefáns Hjörleifssonar heimilislæknis og doktors í
siðfræði í Bergen. Þá er fjallað um sérstöðu fagsins, heilbrigðis-
kerfið og almannatryggingar, mikilvægi teymisvinnu og farið í
undirstöðuatriði sálfræði, samskipta og samtalstækni. Fjallað er
um fagmennsku, lög og reglugerðir. Verklegar æfingar eru í litlum
hópum í samtalstækni og nemendur fá að fylgja læknum til að
kynnast starfinu.
Á öðru ári er farið nánar í samskipti læknis og sjúklings, fjallað
um uppbyggingu samtalsins, samtalstækni heldur áfram í litlum
hópum, nú með hjálp myndavéla, og síðar bæði á heilsugæslu-
stöðvum og á sjúkrahúsi. Þá hefst verkleg kennsla í líkamsskoðun
í færnibúðum. Kennslan á 1. og 2. ári fer fram í nánum tengslum
við námskeið í sálarfræði.
Kennsluaðferðir hafa verið fjölbreytilegar: umræðutímar, verk-
efni, fyrirlestrar, færnibúðir í líkamsskoðun, verklegar samtalsæf-
ingar í 4-5 manna hópum, verklegt á heilsugæslustöð, verklegt
á sjúkrahúsi. Lestur bókmennta undir handleiðslu bókmennta-
fræðinga er notaður til að dýpka skilning bæði á læknisstarfinu
og líðan sjúklinga.
Námsmat er skriflegt próf á 1. ári en stöðvapróf á 2. ári þar sem
metin er praktísk frammistaða í samtalstækni, líkamsskoðun og
skilað er ritgerð í siðfræði.
Á þennan hátt hefur verið mætt hugmyndum um að læknanemar
komist snemma í tæri við sjúklinga og að formleg samskipti séu
byggð upp í náinni samvinnu við sálarfræði, siðfræði og umræðu
um fagmennsku. Þetta hefur síðan á síðustu árum verið að þokast
inn á þriðja árið og mætir þar klínísku greinunum sem byrja á 3.
og 4. ári.
„Læknar tala eins og þeir skrifa“
Læknum er mikilvægt að geta sagt skýrt og rétt frá, kynna sitt mál
í fyrirlestrum af ýmsu tagi, við kennslu, í viðtölum við sjúklinga
eða við kynningu á rannsóknaniðurstöðum. Þessu hafði ekki verið
sinnt. Þekkt eru nærtæk dæmi um að verðandi læknar hafi farið
í gegnum læknanám, kandídatsár og sérnám í lyflæknisfræði án
þess að þurfa nokkurn tíma að halda fyrirlestur um faglegt efni!
Það kom fljótt í ljós að þetta var ekki rétta aðferðin. Með æ
fleiri rannsóknum og kynningu á niðurstöðum, flutningi erinda
og kynningu á eigin verkefnum hafa þessir hæfileikar lækna-
nema verið virkjaðir á áreynslulausan (næstum) hátt og í réttum
tengslum við dagleg störf. Þá hefur verkefnið Ástráður, þar sem
læknanemar fara í framhaldsskóla með kynfræðslu, líka aukið á
kynningarhæfni, auk þess að vera frábært framtak læknanema og
eykur nánd við samfélagið sem þeir koma til með að þjóna. Verk-
Halldóra Kristín Magnúsdóttir, Þóra
Elísabet Kristjánsdóttir og Guðrún
Eiríksdóttir.