Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.03.2014, Side 59

Læknablaðið - 01.03.2014, Side 59
LÆKNAblaðið 2014/100 187 U M F J Ö l l U n O G G R E i n a R viðmið sem við eiga. Engar siðferðislegar kröfur eða lög og reglur í neinu landi eða á heimsvísu mega draga úr eða afnema neina þá verndun þátttakenda sem sett er fram í yfirlýsingu þessari. 11 Haga skal læknisfræðilegum rannsóknum svo að sem minnstar líkur séu á mögulegum umhverfisskaða. 12 Læknisfræðilegar rannsóknir á mönnum mega þeir einir gera sem hafa viðeigandi siðfræðilega og vísindalega menntun, þjálfun og hæfni. Rannsóknir á sjúklingum eða heilbrigðum sjálfboðaliðum eru háðar því að umsjón annist hæfur læknir eða annar hæfur heilbrigðisstarfsmaður. 13 Hópum sem ekki er nægilega sinnt í læknisfræðilegum rann- sóknum ætti að tryggja viðeigandi aðgang að þátttöku í þeim. 14 Læknar sem sameina læknisfræðilega rannsókn og læknis- fræðilega umönnun ættu aðeins að leita þátttöku sjúklinga sinna í rannsókninni að því marki sem réttlætanlegt er af hugsanlegu gildi hennar fyrir forvarnir, greiningu eða lækningar og aðeins ef læknirinn hefur góðar ástæður til þess að trúa því að þátttaka í rannsókninni muni ekki hafa neikvæð áhrif á heilsu sjúkling- anna sem taka þátt. 15 Tryggja verður viðeigandi bætur og meðhöndlun fyrir þátttak- endur sem hlotið hafa skaða af þátttöku sinni í rannsókninni. Áhætta, byrðar og ávinningur 16 Í læknisstörfum og í læknisfræðilegum rannsóknum fela flestar íhlutanir í sér áhættu og byrðar. Læknisfræðilega rannsókn á mönnum má aðeins gera ef mikil- vægi markmiðsins vegur þyngra en áhætta og byrði fyrir þátt- takandann. 17 Undanfari allra læknisfræðilegra rannsókna á mönnum skal vera vandað mat á fyrirsjáanlegri áhættu og byrðum fyrir einstaklinga og hópa sem þátt eiga í rannsókninni, borið saman við fyrirsjáan- legan ávinning fyrir þátttakendur og aðra einstaklinga eða hópa sem búa við það ástand sem verið er að rannsaka. Innleiða skal úrræði til að lágmarka áhættu. Rannsakandi skal stöðugt fylgjast með, meta og skrá áhættu. 18 Læknar mega ekki taka þátt í læknisfræðilegum rannsóknum á mönnum, nema þeir séu fullvissir um að áhættan hafi verið nægilega vel metin og að hægt sé að hafa hemil á henni á full- nægjandi hátt. Þegar í ljós kemur að áhættan vegur þyngra en hugsanlegur ávinningur, eða þegar endanleg sönnun liggur fyrir um afger- andi niðurstöðu, verða læknar að meta hvort eigi að halda áfram, breyta rannsókninni eða stöðva hana þá þegar. Varnarlaus þýði og einstaklingar 19 Sumir hópar og einstaklingar standa sérstaklega illa að vígi og eiga frekar á hættu að fara halloka eða hljóta meiri skaða en aðrir. Allir viðkvæmir hópar og einstaklingar ættu að hljóta sérlega ígrundaða vernd. 20 Læknisfræðileg rannsókn með viðkvæman hóp er aðeins rétt- lætanleg ef rannsóknin svarar heilbrigðisþörfum eða forgangs- áherslum þýðisins og ekki er hægt að framkvæma rannsóknina með hóp sem stendur betur að vígi. Að auki ætti hópurinn sem um ræðir að hafa hag af þekkingunni, aðferðum eða íhlutunum sem hljótast af rannsókninni. Vísindalegar kröfur og rannsóknaráætlanir 21 Læknisfræðilegar rannsóknir á mönnum verða að samrýmast viðteknum vísindalegum meginreglum, hvíla á ítarlegri þekk- ingu á vísindaritum og á öðrum viðeigandi heimildum, vera byggðar á viðeigandi tilraunum á rannsóknarstofu og, þar sem við á, tilraunum á dýrum. Virða ber velferð dýra sem notuð eru í rannsóknum. 22 Hönnun og framkvæmd hverrar rannsóknar á mönnum skal vera skilmerkilega útskýrð og sýnt fram á réttmæti hennar í rann- sóknaráætlun. Í þeirri áætlun skal vera yfirlýsing um siðferðisleg álitaefni sem tengjast rannsókninni og þess skal getið hvernig fjallað hefur ver- ið um meginreglurnar sem settar eru fram í þessari yfirlýsingu. Í áætlun skulu vera upplýsingar um fjármögnun og bakhjarla, tengsl við stofnanir, hugsanlega hagsmunaárekstra, hvaða hvatar þátttakendum eru boðnir og upplýsingar um ráðstafanir til þess að meðhöndla og/eða bæta þátttakendum skaða sem verður af völdum þátttöku í rannsókninni. Í klínískum rannsóknum verður rannsóknaráætlun einnig að lýsa viðeigandi ráðstöfunum sem taka við eftir rannsóknina.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.