Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.01.2015, Qupperneq 44

Læknablaðið - 01.01.2015, Qupperneq 44
44 LÆKNAblaðið 2015/101 Fá eða engin sakamál hafa fengið viðlíka athygli meðal þjóðarinnar og Guðmund- ar- og Geirfinnsmálin. Rannsókn þeirra stóð í nokkur ár, en Guðmundur Einars- son hvarf í janúar 1974 og og Geirfinnur Einarsson í nóvember sama ár. Loka- niðurstaða fékkst með dómi Hæstaréttar árið 1980 er sex manns voru sakfelld. Fyrir morð á Guðmundi Einarssyni hlutu dóm Sævar Marinó Ciesielski, Kristján Viðar Viðarsson, Tryggvi Rúnar Leifsson og Albert Klahn Skaftason. Fyrir morð á Geirfinni Einarssyni hlutu dóm Sævar, Kristján Viðar, Guðjón Skarphéðinsson og Erla Bolladóttir. Strax meðan á rann- sóknunum stóð og allar götur síðan hef- ur verið rætt um að margt hafi misfarist, saklausir einstaklingar drógust inn í þær, og allt frá dómsniðurstöðu hefur sá grunur leynst með þjóðinni að saklaust fólk hafi verið dæmt. Þetta varð til þess að árið 2011 tók þá- verandi innanríkisráðherra, Ögmundur Jónasson, þá ákvörðun að skipa starfshóp er fara skyldi yfir málin í heild sinni en sérstaklega þá þætti er snertu rannsókn málanna og framkvæmd þeirra á sínum tíma. Starfshópnum var jafnframt falið að taka til athugunar þau gögn sem komið hafa fram á síðustu árum. Starfshópinn skipuðu Arndís Soffía Sigurðardóttir, lögfræðingur og lögreglumaður, for- maður hópsins. Haraldur Steinþórsson lögfræðingur og Jón Friðrik Sigurðsson prófessor. Með starfshópnum starfaði Gísli H. Guðjónsson prófessor og Valgerður María Sigurðardóttir lögfræðingur hjá innanríkisráðuneytinu. Skýrsla starfshópsins, sem er mjög ítar- leg uppá tæpar 500 blaðsíður, hefur legið fyrir frá því mars 2013 og kemur á óvart hversu litla umræðu hún hefur vakið, en viðmælandi Læknablaðsins, prófessor Jón Friðrik Sigurðsson, segir frekar lítið hafa verið fjallað um skýrsluna opinberlega. „Einhverjir lýstu ánægju með hana en gagnrýnisraddir hafa ekki komið fram,“ segir hann. Mun umfangsmeira en búist var við Að sögn Jóns Friðriks var upphaflega gert ráð fyrir að verkefnið yrði nokkurra mán- aða vinna fyrir starfshópinn, en það kom fljótt í ljós að gögnin voru ekki aðgengileg og mikil vinna fór í að afla upplýsinga um hvar þau væri að finna, fá leyfi til að skoða þau, safna þeim saman og greina. „Allir brugðust á endanum mjög vel við og við fengum aðgang að öllum skjölum sem við óskuðum eftir, en það tók langan tíma og þetta var mikið magn af gögnum. Við þurftum að leita víða og sumt fannst ekki, eins og til dæmis minnispunktar lögreglu- manna sem yfirheyrðu sakborningana á sínum tíma. Lögregluskýrslur voru ekki alltaf skrifaðar eftir hverja yfirheyrslu, heldur að loknum yfirheyrslum, jafnvel eftir nokkra daga, en við göngum útfrá því að minnispunktar hafi verið skrifaðir. Á þessum tíma voru hljóðbönd ekki notuð við yfirheyrslur. Meðal gagna í málunum voru geðheilbrigðisskýrslur sem gerðar voru af geðlæknum um fimm sakborning- anna á meðan þeir voru vistaðir í gæslu- varðhaldi. Þær komu að góðu gagni við mat á sálrænu ástandi sakborninganna og áreiðanleika framburðar þeirra.” Jón Friðrik leggur áherslu á að í öllum gögnum málsins sé tilfinnanlegur skortur á yfirheyrsluskýrslum, „Við vitum af öðrum gögnum að yfirheyrslur stóðu oft klukkutímum saman, stundum á nóttunni og stundum var farið með þau út úr húsi til að skoða einhverja staði sem sakborn- ingar höfðu nefnt. Skýrslur um margar þessara yfirheyrslna og vettvangsferða finnast hvergi og engir minnispunktar heldur. Við höfum hins vegar engar vís- bendingar um að reynt hafi verið að eyða gögnum af ásettu ráði. Þetta er kannski fremur til marks um hversu illa var staðið að rannsókninni og svo kannski í fram- haldinu hversu skjalavörslu var ábótavant. Okkur var vísað fram og til baka í leit að gögnum og stundum vissi enginn hvar til- tekin gögn voru geymd. Skráningu gagna nokkra áratugi aftur í tímann er verulega áfátt svo ekki sé meira sagt. Jafnvel gögn í svo þekktu máli voru ekki skráð nema að hluta og þess vegna var vinna okkar miklu tímafrekari en við áætluðum í upp- hafi því það fór langur tími í safna gögn- unum og skrá þau.” En það voru ekki bara skjalleg gögn sem starfshópurinn notaði, „Við ræddum við alla sakborningana sem eru á lífi og einnig við nokkra rannsakendur málsins. Það kom okkur að sumu leyti á óvart að flestir rannsakendanna voru tilbúnir að ræða við okkur því við höfðum engar heimildir til að boða þá í viðtöl. Allir komu af fúsum og frjálsum vilja. Sumir þeirra höfðu ennþá mjög ákveðnar skoð- anir á rannsókn málanna og lokaniður- stöðu og sumir þeirra greinilega mjög ósammála niðurstöðu okkar eins og hún liggur nú fyrir. Þeir voru sumir ennþá sannfærðir um þessir einstaklingar hefðu verið sekir og að ekkert benti til annars. Við ræddum einnig við fyrrum fangaverði Síðumúlafangelsisins þar sem sakborning- arnir voru hafðir í einangrun mánuðum saman.“ Allir þeir rannsakendur og fangaverðir er komu til viðtals við starfshópinn gáfu mikilvægar upplýsingar og sumir þeirra staðfestu margt af því sem kom fram í gögnum málanna. Jón Friðrik nefnir sem dæmi staðfestingu á ýmsu sem Sævar skrifaði um einangrunarvistina í Síðu- múlafangelsinu er hann var vistaður í Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg árið 1977. „Sumt af því sem hann skrifaði er mjög reyfarakennt og ekki í samræmi við hugmyndir okkar um fangavist í íslensk- um fangelsum. Með því að bera saman Minnisvafi og falskar játningar ■ ■ ■ Hávar Sigurjónsson U M f J Ö l l U n O G G R E i n a R
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.