Læknablaðið - 01.01.2015, Síða 45
LÆKNAblaðið 2015/101 45
dagbækur fangelsisins og minnispunkta
Sævars áttuðum við okkur á því að þetta
voru trúverðugar lýsingar sem voru síðan
staðfestar í ákveðnum atriðum af fanga-
vörðum. Það eru því miklar líkur á því
að Sævar hafi sagt satt og rétt frá. Athug-
anir starfshópsins staðfestu því sumar af
lýsingum Sævars og sem dæmi má nefna
lýsti Sævar því að um tíma hefði ljós verið
látið loga stöðugt, allan sólarhringinn, í
fangaklefanum í Síðumúla. Einn af fanga-
vörðunum staðfesti í viðtali við okkur að
þetta væri rétt, hann hefði verið beðinn
um að taka slökkvarann í klefanum úr
sambandi.”
Aðspurður um að sakborningar hafi
verið beittir líkamlegu ofbeldi sagði Jón
Friðrik, „Við vitum ekki til þess að lög-
reglumennirnir hafi beitt sakborningana
ofbeldi. Harðræðisskýrslan svokallaða lýs-
ir hins vegar ofbeldi einstaka fangavarða
gagnvart sakborningum en þó verður að
halda því til haga að samkvæmt niður-
stöðu Hæstaréttar er einungis viðurkennt
eitt slíkt tilfelli þar sem yfirfangavörður
Síðumúlafangelsisins sló Sævar utanundir
við yfirheyrslur. Það kemur líka fram af
lestri fangelsisdagbókanna að fangaverðir
Síðumúlafangelsisins, og þá sérstaklega
yfirfangavörðurinn, voru beinlínis þátt-
takendur í rannsókn málanna, en dag-
bækur Síðumúlafangelsisins eru mjög góð
heimild um hvernig staðið var að rann-
sókninni. Slíkt væri talið mjög alvarlegt
brot á verkaskiptingu lögreglumanna og
fangavarða í dag.“
Minnisvafaheilkennið og falskar játningar
Eins og kunnugt er skrifuðu tveir sak-
borninganna, Guðjón Skarphéðinsson
og Tryggvi Rúnar Leifsson, dagbækur í
einangrunarvistinni í Síðumúlafangelsinu,
sem Jón Friðrik segir að hafi komið að
góðum notum við rannsókn starfshópsins.
„Sannleiksgildi þeirra er hægt að staðfesta
með samanburði við dagbækur fangelsins.
Þeir skrifuðu gjarnan í dagbækurnar hver
heimsótti þá í klefann, lögreglumenn,
prestar, lögfræðingar og hvað var að
gerast í rannsókn málanna. Þetta er hægt
að staðfesta með samanburði og er nánast
undantekningarlaust rétt. Það er því varla
hægt að draga í efa að dagbækurnar voru
skrifaðar á þessum tíma en ekki eftir á.
Það var mjög fróðlegt að skoða dagbók
Guðjóns, en af henni höfðum við hvað
mest gagn varðandi niðurstöðu okkar,
því hann lýsir því einstaklega vel hvernig
hann sannfærir sjálfan sig smám saman
um að hann hafi framið glæp sem hann
man ekkert eftir að hafa framið. Í upphafi
furðaði hann sig á því hvers vegna hann
dróst inn í þetta mál en smátt og smátt,
eftir því sem leið á einangrunina og yfir-
heyrslunum fjölgaði, velti hann því fyrir
sér hvers vegna hann mundi ekkert eftir
því að hafa framið glæpinn. Við tökum
mjög skýra og afdráttarlausa afstöðu til
játningar Guðjóns og teljum hana ótvírætt
falska. Við höfum hins vegar ekki alveg
jafn skýra mynd af hugarástandi og af-
stöðu hinna sakborninganna. Við getum
rökstutt að játningar þeirra hafi verið
óáreiðanlegar en göngum skrefinu lengra
varðandi játningu Guðjóns.”
Um játningarnar almennt segir Jón
Friðrik: „Strangt til tekið er varla hægt
að kalla þetta játningar. Sakborningarnir
samþykktu tilgátur lögreglumannanna og
reyndu að fylla út í eyður sem þeir stilltu
U M f J Ö l l U n O G G R E i n a R
„Lögreglumennirnir
virðast ekki hafa
gert sér neina grein
fyrir því hvað það
er sem ræður því að
einangrunarfangar
játa eða neita sök
og þarna voru gerð
grundvallarmistök,”
segir prófessor Jón
Friðrik Sigurðsson
um rannsókn Guð-
mundar- og Geir-
finnsmálanna.