Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.01.2015, Side 60

Læknablaðið - 01.01.2015, Side 60
Ö l D U n G a D E i l D afmælishátíð 20 ára Læknafélags reykjavíkur 1929 Jón Sigurðsson svæfingalæknir sendi öldungasíðunni þessar skemmtilegu myndir en þær eru úr fórum afa hans, Jóns Kristjánssonar læknis (1881-1937). Læknafélag Reykjavíkur var stofnað 18. október 1909. Eftirtaldir 9 læknar voru stofnendur: Guðmund- ur Björnsson, Guðmundur Hannesson, Guðmundur Magnússon, Jón Rósenkranz, Júlíus Halldórsson, Matthías Einarsson, Sigurður Magnússon, Sæmundur Bjarnhéðinsson og Þórður Thoroddsen. Fyrsti for- maður félagsins var Guðmundur Magnússon 1909-1911 og einnig 1915-16. Haustið 1929 var efnt til samsætis í tilefni af 20 ára afmæli félagsins. Fjölrituð var vegleg dagskrá fyrir samsætið. Í henni var að finna matseðil á frönsku og lagaskrá tónleika er gestir nutu. Síðast en ekki síst voru í skránni skopmyndir af 11 læknum. Af þeim voru 8 formenn, þar af þrír stofnendur félagsins. Auk formanna voru myndir af þremur stofnendum. Ekki eru myndir af þremur látnum stofnendum: Guðmundi Magnússyni, Jóni Rósenkranz og Júlíusi Halldórssyni (allir látnir 1924) og af Andrési Fjeldsted formanni 1918-19 sem lést 1923. Nöfn Guðmundar Björnssonar landlæknis á forsíðu, Sigurðar Magnússonar og Þórðar Thoroddsen eru „upplýstar ágiskanir“. Myndirnar teiknaði hinn vinsæli skopteiknari Tryggvi Magnússon sem þekktastur var fyrir myndir sínar í Speglinum. Hin kunna „kínverska“ undirskrift hans er á myndunum. Myndunum fylgja vísur eða máltæki. Ekki sést hver orti vísurnar. Mynd og vísa á forsíðu tengist sennilega umdeildri ráðningu Sigvalda Kaldalóns í Keflavíkurhérað um þessar mundir. PÁ Guðmundur Björnsson landlæknir, stofnandi Hár er þessi hiti orðinn. Hvað mun valda? Er það banvæn innanólga eða Suðurnesjabólga? Gunnlaugur Claessen formaður 1920-1922 Ef gengurðu fram á fínan mann og finnst þú minni, þá reyndu að gægjast gegnum hann hvað geymist inni. Matthías Einarsson stofnandi og formaður 1922-1924 Ef þú hefur bogið bak og bein þín eru slöpp Matthías þér tekur tak og treystir með þinni eigin löpp. Ólafur Þorsteinsson formaður 1924-1926 Húsráð: Ef við hendur hjólasveina hangir auraklessa sítrónu má sjálfsagt reyna svolítið að pressa. Halldór Hansen formaður 1926-1928 Post festum: Þegar veislan úti er ætti hver að gá að sér. Vina(r) læknis vitja má. Þú verður skárri eftirá. Níels Dungal formaður 1928-1929 Hvort sem hann hnarreistur gengur á götunum, gólfunum slítur í samkvæmis- fötunum, eða hann rannsakar riðukind þá rennur upp stöðugt hin sama mynd. Sigurður Magnússon stofnandi Hvernig sem ég hlusta og ber hjartað ekki slær. Dauðaþögn og deyfð er hér. Dóuð þér kannske í gær? Þórður Thoroddsen stofnandi Hendir seinn hvatan? Guðmundur Hannesson stofnandi og formaður 1911-1915 Veginn og mældur verður þú og vísitalan skráð. Gott er að hafa hlýðin hjú og herforingja ráð. Sæmundur Bjarnhéðinsson stofnandi og formaður 1916-1918 Áður í lifur átti bú alidýr í laumi. Sullungarnir sækja nú Sæmund heim í draumi. Jón Hjaltalín Sigurðsson formaður 1919-1920 Daginn á hann ekki frí og þá heim hann nær vikuskýrslur vantar í vont er að ná í þær. 60 LÆKNAblaðið 2015/101 & Victoza (líraglútíð) leiðir til allt að:1 1,5% lækkunar á HbA1c frá 8,4 % HbA1c til 6,9 % HbA1c 3,7 kg þyngdartaps Magi Victoza seinkar magatæmingu og veitir því aukna mettunartilnningu. 2,3 Briskirtill Victoza virkjar betafrumurnar sem losa insúlín þegar blóðsykur er hár. 2,3 Lifur Victoza hamlar seytingu glúkagons og dregur úr útskilnaði glúkósa frá lifur. 2,3 Matarlyst Victoza dregur úr matarlyst, sem leiðir til minnkaðrar fæðuneyslu. 2 líraglútíð

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.