Læknablaðið - 01.03.2015, Blaðsíða 3
LÆKNAblaðið 2015/101 123
læknablaðið
the icelandic medical journal
www.laeknabladid.is
Hlíðasmára 8
201 Kópavogi
sími 564 4104
Útgefandi
Læknafélag Íslands
Læknafélag Reykjavíkur
Ritstjórn
Engilbert Sigurðsson,
ritstjóri og ábyrgðarmaður
Gerður Gröndal
Hannes Hrafnkelsson
Magnús Gottfreðsson
Sigurbergur Kárason
Tómas Guðbjartsson
Þórdís Jóna Hrafnkelsdóttir
Tölfræðilegur ráðgjafi
Thor Aspelund
Ritstjórnarfulltrúi
Védís Skarphéðinsdóttir
vedis@lis.is
Blaðamaður og
ljósmyndari
Hávar Sigurjónsson
havar@lis.is
Auglýsingastjóri og ritari
Sigdís Þóra Sigþórsdóttir
sigdis@lis.is
Umbrot
Sævar Guðbjörnsson
saevar@lis.is
Upplag
1800
Áskrift
12.400,- m. vsk.
Lausasala
1240,- m. vsk.
Prentun, bókband
og pökkun
Prenttækni ehf.
Vesturvör 11
200 Kópavogi
© Læknablaðið
Læknablaðið áskilur sér rétt til að birta
og geyma efni blaðsins á rafrænu
formi, svo sem á netinu. Blað þetta má
eigi afrita með neinum hætti, hvorki að
hluta né í heild, án leyfis.
Fræðigreinar Læknablaðsins eru
skráðar (höfundar, greinarheiti og
útdrættir) í eftirtalda gagnagrunna:
Medline (National Library of Medicine),
Science Citation Index (SciSearch),
Journal Citation Reports/Science
Edition og Scopus.
The scientific contents of the Icelandic
Medical Journal are indexed and abst-
racted in Medline (National Library
of Medicine), Science Citation Index
(SciSearch), Journal Citation Reports/
Science Edition and Scopus.
ISSN: 0023-7213
Ein af lífseigustu og áhrifaríkustu aðferðum mynd-
listarinnar byggist á að hliðra veruleikanum með ein-
hverjum hætti. Að taka kunnugleg fyrirbæri, setja í nýtt
samhengi og fá okkur áhorfendur til að sjá þau í nýju
ljósi. Með þessu býr listamaðurinn til nýja merkingu eða
afhjúpar einhvern sannleika sem
var okkur áður hulinn. Rakel
McMahon (f. 1983) gerir þetta
með mjög skemmtilegum hætti
í röð nýrra málverka sem hún
kallar View of Motivation. Þar
sækir hún myndefnið á fótbolta-
völlinn og velur þau augnablik
sem leikmenn í karlafótbolta tjá
tilfinningar sínar á þann máta
sem er öllum áhorfendum sýni-
legur. Með líkamstjáningunni má
sjá hvort þeir eru sigri hrósandi
eftir að hafa skorað mark eða
dauðsvekktir yfir að hafa brennt
af. Fótboltamennirnir hika ekki við að faðmast, stökkva
í fang hvers annars og kúldrast saman í kös þegar svo
ber undir. Rakel frystir þessi augnablik í málverkum
sínum og staðsetur fjarri fótboltavellinum, inni í lokuðum
vistarverum. Þá hagræðir hún klæðaburði mannanna
þannig að þeir eru fáklæddari en ella – þótt hún haldi
sportsokkunum yfirleitt til haga. Nánd fótboltamannanna
fær með þessari sviðsetningu óneitanlega kynferðislegan
en jafnframt kómískan undirtón. Listakonan leikur sér að
því að taka til skoðunar eðli og eiginleika karlmennsk-
unnar og varpa fram spurn-
ingum um staðalímynd karla
og samskipti þeirra. Hún gerir
góðlátlegt grín að því samfélagi
sem hefur áskapað karlmönnum
svo afmarkaðan ramma sem
fótboltavöllurinn er þar sem
þeir geta sýnt félögum sínum
líkamlega nánd og borið tilfinn-
ingar sínar utan á sér. Rakel
lærði myndlist í Listaháskóla
Íslands og í kjölfarið bætti hún
við sig menntun í listkennslu við
sama skóla. Þá hefur hún lagt
stund á kynjafræði við Háskóla
Íslands. Hún situr í stjórn Nýlistasafnsins og er einn þeirra
listamanna sem starfa með Hverfisgalleríi. Fyrr á árinu
hélt hún einkasýningu í galleríinu á málverkaseríunni sem
verkið á forsíðu Læknablaðsins er hluti af.
Markús Þór andrésson
L I S T A M A Ð U R M Á N A Ð A R I N S
Pradaxa (dabigatran) er ætlað til meðferðar gegn heilaslagi og segareki í slagæðum
hjá fullorðnum sjúklingum með gáttatif sem ekki tengist hjartalokum ásamt einum
eða fleiri áhættuþáttum, til að mynda að hafa áður fengið heilaslag eða tímabundna
blóðþurrð í heila; aldur ≥ 75 ára; hjartabilun (NYHA flokkur ≥ II); sykursýki; háþrýstingur.
HEILASLAG TENGT GÁTTATIFI
Áhætta sem hægt er að minnka verulega með
Pradaxa® (dabigatran), 150 mg 2 sinnum á dag1,2
Pradaxa (dabigatran) 150 mg
minnkar hættu á:
• heilaslagi eða segareki í slagæðum
um 35% samanborið við warfarín
(p<0,001)1,2
• heilaslagi vegna blóðþurrðar um 24%
samanborið við warfarín (p=0,03)1,2
Heilaslag eða
segarek í slagæðum
Heilaslag vegna blóðþurrðar
/heilaslag sem ekki
er nánar tiltekið
%
s
jú
kl
in
g
a
/á
r
2,0
0,2
0,0
0,4
0,6
0,8
1,0
1,2
1,4
1,6
1,8
warfarín
(INR 2,0-3,0)
dabigatran
150 mg
tvisvar á dag
warfarín
(INR 2,0-3,0)
dabigatran
150 mg
tvisvar á dag
1,11%
1,71%
0,92%
1,21%
N = 6076N = 6022 N = 6076N = 6022
Hætta á dauðsfalli vegna æðasjúkdóms
er 15% minni
samanborið við warfarín (p=0,04)1,2
Hætta á dauðsfalli (heildaráhætta)
er 12% minni
samanborið við warfarín (p=0,051)1,2
Myndin er unnin af Boehringer Ingelheim Danmark A/S á grundvelli.
Connolly SJ et al. N Engl J Med 2010;363:1875-1876 (appendix)
Heimildir:
1. Connolly SJ et al. N Engl J Med 2009;361:1139-1151
2. Connolly SJ et al. N Engl J Med 2010;363:1875-1876.
IS
P
R
A
-1
4-
01
-3
1,
A
U
G
14
Frestur til að sækja um vikudvöl í sumar í orlofs-
húsum Læknafélags Íslands rennur út 20. apríl.
Bókunarvefur orlofssjóðs er inni á lis.is og þar eru
allar frekari upplýsingar. Árið um kring er hægt
að nýta þá orlofskosti sem í boði eru og bóka þá
jafnharðan.
Þrennt nýtt er á döfinni fyrir sumarið:
Í fyrsta lagi hús í Svignaskarði sem orlofssjóður
er að reisa og verður tekið í gagnið með vorinu.
Það verður þá fjórða húsið sem sjóðurinn á uppi í
Borgarfirði. Húsið er eins og nýju húsin í Brekku-
skógi, bara ögn rýmra.
Í öðru lagi verður leigður nýr bústaður í Úlfs-
staðaskógi á Héraði, 55 fm hús með góðu svefn-
lofti. Í miðju gamla Austurlandskjördæmi er allt
til alls, hreindýr, fuglar, fiskar og meira að segja
ormur í Lagarfljóti, og tekur enga stund að renna
niður á firði í góð söfn, til dæmis stríðsminjasafn
á Reyðarfirði.
Og í þriðja lagi leigir félagið tveggja hæða hús,
Hjallaveg 16, á Suðureyri við Súgandafjörð. Húsið
er í hjarta bæjarins og rúmar 12 manns í gistingu.
Suðureyri er vistvænt þorp og þaðan er skammt í
allar höfuðáttir: á fengsæl mið, í Galtarvita, í Mel-
rakkasetur Íslands í Súðavík og í Simbahöllina á
Þingeyri.
Sumir í
sumarbústað?