Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.03.2015, Blaðsíða 29

Læknablaðið - 01.03.2015, Blaðsíða 29
LÆKNAblaðið 2015/101 149 R A N N S Ó K N lega marktækur munur á því hvort meintur gerandi væri móðir eða faðir. Frásögn af reynslu af öllum formum andlegs ofbeldis var töl- fræðilega marktæk við upplifun af vanrækslu. Þeir sem sögðu frá vanrækslu voru nær 13 sinnum líklegri til að segja frá höfnun í æsku og nær 10 sinnum líklegri til að finnast að þeim hafi verið mismunað í systkinahópi borið saman við aðra viðmælendur. Þetta er í samræmi við rannsóknir sem sýna að í meira en helm- ingi tilfella á sér stað annað ofbeldi samhliða vanrækslu, og þá oftast andlegt ofbeldi.18,19 Viðmælandur sem töldu sig hafa verið vanræktir í æsku voru 8,5 sinnum líklegri til að telja sig hafa fengið slæmt eða ásættanlegt uppeldi borið saman við þá sem töldu sig ekki hafa upplifað van- rækslu. Sterk tengsl eru milli mats viðmælenda á gæðum uppeldis í æsku og uppgefinni reynslu þeirra af andlegu ofbeldi. Líkindi á því að viðmælendur mætu uppeldi sitt sem ásættanlegt eða slæmt jukust eftir því sem reynsla þeirra var fjölbreyttari af mismunandi formum og umfangi andlegs ofbeldis (mynd 2). Þó sú rannsókn sem hér er kynnt geti ekki lagt mat á áhrif uppgefinnar reynslu af ofbeldi á heilsu og líðan þátttakenda, sýna niðurstöður rannsókna að neikvæð áhrif ofbeldis á heilsu og hegðun þolenda er í beinu sambandi við umfang ofbeldis sem þeir verða fyrir.8,9,29 Vert er að hafa í huga að einstaka atburður hefur venjulega ekki afgerandi áhrif á þroska barns og framtíð þess og því er mikilvægt að skoða einnig félagslegar aðstæður þess.15 Uppeldisaðferðir geta haft skaðleg áhrif á heilsu í æsku og fram á fullorðinsár (2,3,7–16,29) en þeim má breyta, meðal annars með fræðslu, félagslegum stuðningi og lagasetningu.16,20 Mikilvægt er að vernda börn fyrir neikvæðum áhrifum uppeldisaðferða sem fela í sér ofbeldi, þar með talið andlegt ofbeldi og vanrækslu. Snemmtæk íhlutun, sem felur meðal annars í sér almenna for- eldrafræðslu og stuðning við fjölskyldur, vinnur gegn neikvæðum afleiðingum óhagstæðra uppeldisskilyrða barna og er þjóðhags- lega hagkvæm.30 Mæðravernd og ung- og smábarnavernd í heilsu- gæslu og mismunandi skólastig geta verið heppilegur vettvangur fyrir slíka fræðslu og aðgerðir til að verja börn gegn ofbeldi og afleiðingum þess. Mikilvægt er að hafa samráð við börn og ung- linga í slíkri vinnu. Þakkir Þakkir fá þátttakendur sem deildu reynslu sinni um uppeldi sitt og reynslu af andlegu ofbeldi og vanrækslu, Björg Helgadóttir og Stefán Hrafn Jónsson fyrir aðstoð við tölfræðilega úrvinnslu, og Jónína Margrét Guðnadóttir og Sigríður Egilsdóttir fyrir yfirlestur og málfræðilega ráðgjöf. Heimildir 1. Einarsdóttir J, Ólafsdóttir STh, Gunnlaugsson G. Heimilisofbeldi gegn börnum á Íslandi: Höggva-hýða- hirta-hæða-hóta-hafna-hrista-hræða. Miðstöð heilsu- verndar barna og Umboðsmaður barna, Reykjavík 2004. 2. Belsky J, de Haan M. Annual Research Review: Parenting and children’s brain development: the end of the beginn- ing. J Child Psychol Psychiatry 2011; 52: 409-28. 3. Euser AS, Evans BE, Greaves-Lord K, Huizink AC, Franken IHA. Parental rearing behavior prospectively predicts adolescents’ risky decision-making and feedback- related electrical brain activity. Dev Sci 2013; 16: 409-27. 4. Hanson JL, Hair N, Shen DG, Shi F, Gilmore JH, Wolfe BL, et al. Family poverty affects the rate of human infant brain growth. PloS One 2013; 8: e80954. 5. Felitti MD, Anda RF, Nordenberg D, Williamson DF, Spitz AM, Edwards V, et al. Relationship of childhood abuse and household dysfunction to many of the leading causes of death in adults: The Adverse Childhood Experiences (ACE) Study. Am J Prev Med 1998; 14: 245-58. 6. Garbarino J. The Emotionally Battered Child. In: C Henry Kempe: A 50 Year Legacy to the Field of Child Abuse and Neglect. Krugman RD and Korbin JE. (eds.). Springer 2013: 57-61. 7. Gould F, Clarke J, Heim C, Harvey PD, Majer M, Nemeroff CB. The effects of child abuse and neglect on cognitive functioning in adulthood. J Psychiatr Res 2012; 46: 500-6. 8. Leeb RT, Lewis T, Zolotor AJ. A review of physical and mental health consequences of child abuse and neglect and implications for practice. Am J Lifestyle Med 2011; 5: 454-68. 9. Norman RE, Byambaa M, De R, Butchart A, Scott J, Vos T. The long-term health consequences of child physical abuse, emotional abuse, and neglect: a systematic review and meta-analysis. PLoS Med 2012; 9: e1001349. 10. Hoeve M, Dubas JS, Gerris JRM, van der Laan PH, Smeenk W. Maternal and paternal parenting styles: Unique and combined links to adolescent and early adult delinquency. J Adolesc 2011; 34: 813-27. 11. Schimmenti A, Bifulco A. Linking lack of care in childhood to anxiety disorders in emerging adulthood: the role of attachment styles. Child Adolesc Ment Health 2015; 20: 41-8. 12. Tomoda A, Sheu Y-S, Rabi K, Suzuki H, Navalta CP, Polcari A, et al. Exposure to parental verbal abuse is associated with increased gray matter volume in superior temporal gyrus. NeuroImage 2011; 54: S280-S286. 13. Wang M-T, Kenny S. Longitudinal links between fathers’ and mothers’ harsh verbal discipline and adolescents’ conduct problems and depressive symptoms. Child Dev 2014; 85: 908-23. 14. Lennertz L, Grabe HJ, Ruhrmann S, Rampacher F, Vogeley A, Schulze-Rauschenbach S, et al. Perceived parental rearing in subjects with obsessive–compulsive disorder and their siblings. Acta Psychiatr Scand 2010; 121: 280-8. 15. Young R, Lennie S, Minnis H. Children’s perceptions of parental emotional neglect and control and psychopatho- logy. J Child Psychol Psychiatry 2011; 52: 889-97. 16. Gilbert R, Widom CS, Browne K, Fergusson D, Webb E, Janson S. Burden and consequences of child maltreatment in high-income countries. Lancet 2009; 373: 68-81. 17. Baker AJL. Adult recall of childhood psychological mal- treatment: Definitional strategies and challenges. Child Youth Serv Rev 2009; 31: 703-14. 18. Mennen FE, Kim K, Sang J, Trickett PK. Child neglect: Definition and identification of youth’s experiences in official reports of maltreatment. Child Abuse Negl 2010; 34: 647-58. 19. Stoltenborgh M, Bakermans-Kranenburg MJ, van IJzen- doorn MH. The neglect of child neglect: a meta-analytic review of the prevalence of neglect. Soc Psychiatry Psychiatr Epidemiol 2013; 48: 345-55. 20. Butchart A, Harvey AP, Mian M, Furniss T. Preventing child maltreatment: a guide to taking action and generat- ing evidence. WHO, Genf 2006. 21. Arnardóttir L. Réttindi barna á Íslandi: Ofbeldi og for- varnir. Unicef, Reykjavík 2013. 22. Stoltenborgh M, Bakermans-Kranenburg MJ, Alink LRA, van IJzendoorn MH. The universality of childhood em- otional abuse: a meta-analysis of worldwide prevalence. J Aggress Maltreatment Trauma 2012; 21: 870-90. 23. Barnaverndarstofa. Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndarnefnda og fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu árin 2012 og 2013. Barnaverndarstofa, Reykjavík 2014: 15. 24. Gunnlaugsson G, Einarsdóttir J. Reynsla fullorðinna Íslendinga af líkamlegum refsingum og ofbeldi í æsku. Læknablaðið 2013; 99: 235-9. 25. Gunnlaugsson G, Einarsdóttir J. Að hemja hundrað flær á hörðu skinni … Ofbeldi og refsingar barna. In: Jóhannesson GÞ, Björnsdóttir H, (Eds). Þjóðarspegillinn 2010. Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands, Reykjavík 2010: 51-8. 26. Hardt J, Rutter M. Validity of adult retrospective reports of adverse childhood experiences: review of the evidence. J Child Psychol Psychiatry 2004; 45: 260-73. 27. Taylor TK, Biglan A. Behavioral family interventions for improving child-rearing: A review of the literature for clinicians and policy makers. Clin Child Fam Psychol Rev 1998; 1: 41-60. 28. Blanchflower DG, Oswald AJ. Well-being over time in Britain and the USA. J Public Econ 2004; 88: 1359-86. 29. Annerbäck E-M, Sahlqvist L, Svedin CG, Wingren G, Gustafsson PA. Child physical abuse and concurrence of other types of child abuse in Sweden—Associations with health and risk behaviors. Child Abuse Negl 2012; 36: 585- 95. 30. Heckman JJ. Giving kids a fair chance. Mit Press, Cambridge MA 2013.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.