Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.03.2015, Blaðsíða 54

Læknablaðið - 01.03.2015, Blaðsíða 54
174 LÆKNAblaðið 2015/101 Frá stjórn Félags áhugamanna um sögu læknisfræðinnar Dagana 12.-16. ágúst 2015 verður norræna þingið um sögu læknisfræðinnar haldið hér á landi. Þetta þing, sem er hið 25. í röðinni, er haldið annað hvert ár og var síðast á Íslandi árið 2005. Það þing heppnaðist mjög vel og varð mikil lyftistöng fyrir félagið okkar. Rétt er að geta þess að þó að þingið sé norrænt þá koma gestir víðar að á það. Eins og hefð er fyrir, þegar þingið er haldið hér á landi, leggjum við land undir fót og förum með þinggesti í dagsferð. Förinni er nú heitið til Vestmannaeyja þar sem við hlýðum á fyrirlestra um baráttuna við ungbarnadauðann í Vestmannaeyjum og fjöllum um áhrif eldgosa á söguna. Þá gefst einnig tækifæri til að skoða landslag og gosminjar í Vestmannaeyjum. Stjórn FÁSL hvetur áhugasama samlanda til að koma á þingið og ennþá er mögulegt að senda inn ágrip til flutnings. Skráðir meðlimir í FÁSL fá ráðstefnugjald á lægra verði. Allar frekari upplýsingar koma fram á heimasíðu þingsins og slóðin á hana er: https://events.artegis.com/event/sagalaek2015 Þeir sem vilja leita frekari upplýsinga um skráninguna og þingið eru beðnir að senda póst á: conferences@icelandtravel.is Óttar Guðmundsson, formaður FÁSL Barnalæknir á Þroska- og hegðunarstöð Heilsugæslunnar Laust er til umsóknar starf sérfræðings í barnalækningum eða barna- og unglingageðlæknis við Þroska- og hegðunarstöð. Um er að ræða allt að 100% starfshlutfall eftir nánara samkomulagi. Æskilegt er að viðkomandi getið hafið störf sem fyrst eða eftir nánara samkomulagi. Þroska- og hegðunarstöð er miðlæg sérhæfð starfseining innan Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Stöðin er mönnuð þverfaglegum starfshópi sem sinnir m.a. greiningu, ráðgjöf, meðferð, fræðslu, rannsóknum, framþróun og starfsþjálfun í tengslum við börn sem hafa frávik í þroska, hegðun og/eða líðan. Markhópur starfseminnar eru börn að 18 ára aldri og foreldrar þeirra. Helstu verkefni og ábyrgð Starf barnalæknis/barna- og unglingageðlæknis felst einkum í greiningu, ráðgjöf og meðferð barna með þroska- og hegðunarvanda í þverfaglegu samstarfi við aðra sérfræðinga stöðvarinnar. Boðið er upp á fjölbreytt starf í örvandi starfsumhverfi og góðum starfsanda. Hæfnikröfur Leitað er að umsækjanda sem er sérfræðingur í barnalækningum eða barna- og unglingageðlækningum. Til greina kemur að ráða sér- fræðing í heimilislækningum með áhuga á greiningu og meðferð vegna þroska- og hegðunarfrávika barna eða lækni í sérfræðinámi í áður- nefndum sérgreinum. Mikilvægur eiginleiki er færni í mannlegum samskiptum og áhugi og vilji til að starfa í þverfaglegu teymi. Frekari upplýsingar um starfið Laun eru samkvæmt kjarasamningi Læknafélags Íslands og fjármálaráðherra fyrir hönd ríkissjóðs. Umsókn skal fylgja ítarleg náms- og starfsferilsskrá. Jafnframt skal leggja fram staðfestar upplýsingar um læknismenntun og fyrri störf, ásamt staðfestu afriti af opinberu starfsleyfi. Umsækjendum sem uppfylla hæfnikröfur verður boðið í viðtal og byggir ráðning á frammistöðu í viðtali, umsögnum og innsendum gögnum. Gögn sem ekki er hægt að senda rafrænt skulu berast Svövu Þorkelsdóttur, mannauðsstjóra Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, Álfabakka 16, 109 Reykjavík. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Tekið er mið af jafnréttisstefnu Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins við ráðningu í störfin. Umsókn getur gilt í 6 mánuði. Sækja skal um störfin á starfatorg.is eða á vef Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins undir „laus störf“. Umsóknarfrestur er til og með 9. mars. 2015 Nánari upplýsingar um starfið veitir Gyða Haraldsdóttir forstöðumaður Þroska- og hegðunarstöðvar í síma 585-1350 eða gyda.haraldsdottir@heilsugaeslan.is HH Þroska- og hegðunarstöð Heilsugæslunnar Þönglabakkia 1, 109 Reykjavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.