Læknablaðið - 01.03.2015, Blaðsíða 11
LÆKNAblaðið 2015/101 131
Inngangur
Á seinni hluta síðustu aldar var í heiminum mikil
aukning á algengi astma og annarra ofnæmissjúk-
dóma eins og ofnæmiskvefs og ofnæmistengds ex-
ems.1,2 Þessi öfugþróun var algengust í þjóðfélögum
þar sem lífskjör og velmegun höfðu batnað mest eftir
lok seinni heimsstyrjaldar. Talið er að þessi aukning
stafi að einhverju eða öllu leyti af breyttum lifnaðar-
háttum sem fylgdu velmeguninni.3 Íslensk rannsókn
sem gerð var um síðustu aldamót sýndi að 9% 10-11
ára skólabarna voru með astmaeinkenni og 17% með
einkenni ofnæmiskvefs, sem var mjög sambærilegt
við algengið í nágrannalöndum okkar.4 Þrálátur hósti
er algengur meðal barna og lætur nærri að um 7-10%
barna hafi slík einkenni, en astmi er ein algengasta
orsök hans.5
Tengsl meltingarfæraeinkenna og öndunarfæra-
sjúkdóma hafa lengi verið þekkt en árið 1892 taldi
William Osler að samband væri á milli meltingarfæra
og astma. Einkenni um magavélindabakflæðissjúk-
dóm eru algeng hjá þeim sem hafa astma. Í nýlegri yfir-
litsgrein um rannsóknir á börnum og unglingum 0-20
ára með astma, reyndust 43-87% þeirra hafa bakflæði,
metið með sýrustigsmælingu í vélinda.6 Í annarri eldri
yfirlitsgrein um börn með astma voru 19-80% þeirra
með bakflæði, metið ýmist með sýrustigsmælingu
eða magavélindaspeglun.7 Astmi er að sama skapi
algengari hjá þeim sem hafa bakflæði8 og bakflæði
er einnig algengara hjá þeim börnum og fullorðnum
sem hafa langvinnar bólgur í nefi og afholum þess.8,9
Sömuleiðis er bakflæði algengt hjá þeim börnum sem
hafa langvinnan hósta.10,11 Í stórri franskri rannsókn á
¹Læknadeild Háskóla
Íslands, ²Lyflækningadeild
Landspítalans,3 Barna-
spítala Hringsins.
inngangur: Astmi og nefbólgur eru algengir sjúkdómar sem orsakast oft
af ofnæmi, en verða þó ekki nærri alltaf skýrðir með því. Vélindabakflæði
er einnig algengt vandamál sem er stundum talið valda bæði bólgum í
nefi og astma. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna hvert væri sam-
band einkenna um vélindabakflæði og öndunarfæraeinkenna hjá 7-10 ára
börnum í Reykjavík.
Efniviður og aðferðir: Árin 2008-2009 voru sendir út 2895 stuttir spurn-
ingalistar til 7-10 ára barna í grunnskólum Reykjavíkur til þess að skima
fyrir fæðuofnæmi, sem hluti af fjölþjóðarannsókn á fæðuofnæmi. Svör
bárust fyrir 2346 börn (81%). Úr þeim hópi voru 176 börn (7,5%) valin sem
svöruðu spurningu um óþægindi af mat játandi og 317 börn sem svöruðu
spurningunni neitandi. Þessir hópar svöruðu ítarlegum spurningalista,
meðal annars um einkenni frá nefi, berkjum og um bakflæði. borin var
saman fylgni einkenna frá nefi og berkjum annars vegar og bakflæði hins
vegar.
niðurstöður: Sterk fylgni var milli surgs í brjósti á síðasta ári og uppkasta
(p<0,001), ógleði (p<0,001) og brjóstsviða (p<0,001) á síðustu 6 mán-
uðum. Einnig var fylgni milli astma og ógleði (p<0,05), og astma og brjóst-
sviða (p<0,001) og milli nefeinkenna annars vegar og uppkasta (p<0,01),
ógleði (p<0,01), brjóstsviða (p<0,01) og súrs bragðs í munni (p<0,001)
hins vegar.
Ályktun: Rannsóknin sýnir sterkt samband milli bakflæðiseinkenna
annars vegar og nefeinkenna, surgs og astma hins vegar þó að enn sé
óljóst hvers eðlis þetta samband er. Hafa ber bakflæðissjúkdóm í huga ef
astmi og nefeinkenni skýrast ekki af öðrum ástæðum.
Ágrip
Fyrirspurnir:
Michael Clausen
mc@landspitali.is
Greinin barst
20. ágúst 2014,
samþykkt til birtingar
10. febrúar 2015.
Höfundur hefur
útfyllt eyðublað um
hagsmunatengsl.
Öndunar- og meltingarfæraeinkenni
hjá 7-10 ára börnum í Reykjavík
Michael Clausen1,2,3 læknir, Þórarinn Gíslason1,2 læknir, Svala Aðalsteinsdóttir¹ læknir, Davíð Gíslason1,2 læknir
0-17 ára börnum voru 10% þeirra með einkenni um bak-
flæði og 6% með bakflæðissjúkdóm.12 Í norskri rannsókn
á börnum 7-16 ára voru 9% barnanna með einkenni um
bakflæði.13 Í viðamikilli bandarískri rannsókn kom í ljós
að foreldrar 3-9 ára barna gáfu upp brjóstsviða hjá 1,8%
þeirra, magaverki hjá 7,2% og nábít hjá 2,3%, vikuna fyr-
ir rannsóknina. Hjá börnum 10-17 ára voru samsvarandi
tölur 3,5%, 3,0%, og 1,4% fyrir brjóstsviða, magaverki og
nábít en börnin sjálf töldu sig hafa heldur meiri einkenni
og gáfu upp tölurnar 5,2%, 5,0% og 8,2%.14
Magavélindabakflæði er skilgreint sem bakflæði
á magainnihaldi upp í vélindað, en magavélindabak-
flæðissjúkdómur þegar viðkomandi fær einkenni eða
vandamál tengt bakflæðinu.15 Bakflæði er mjög algengt
hjá ungum börnum. Það orsakast af því að ungbörn hafa
stutt vélinda og þau eru mest í liggjandi stöðu, en einnig
vegna seinkunar á magatæmingu og aukins kviðarhols-
þrýstings.16 Það lætur nærri að helmingur þriggja mán-
aða kornabarna sé daglega með bakflæði, sem síðan fer
minnkandi en er þó til staðar hjá um 5% 10-12 mánaða
gamalla barna.17 Ekki er litið á þetta sem sjúklegt ástand
þegar börnin eru að öðru leyti einkennalaus og þrífast
eðlilega.
Einkenni bakflæðissjúkdómsins eru nokkuð mis-
munandi eftir aldri. Hjá ungum börnum eru uppköst
algengasta einkennið en nábítur, brjóstsviði, ógleði og
uppköst eru algengari hjá eldri börnum.18 Einnig geta
einkenni frá barka og nefi verið orsökuð af magavél-
indabakflæði.8,9 Þessi einkenni staðfesta þó ekki að við-
komandi sé með bakflæði og útiloka ekki heldur að sá
sem er einkennalaus af dæmigerðum einkennum sé
R A N N S Ó K N
Strattera er nú samþykkt til að
hefja meðferð við ADHD hjá fullorðnum
Heimildir:
1. www.serlyfjaskra.is. 2. Michelson D et al. Biol Psychiatry 2003; 53(2): 112–20.
3. Young JL et al. Clin Neuropharmacol 2011; 34(2): 51– 60. 4. Adler LA et al. J Clin Psycho Pharmacol 2009; 29(1): 44–50.
5. Adler LA et al. J Clin Psychiatry 2005; 66(3): 294 –9. 6. Adler LA et al. J Atten Diord 2008; 12(3): 248–53.
7. Wehmeier et al. Child Adolesc Phsychiatry Mental Health 2009; 3(1): 5.
– Eina lyfjameðferðin fyrir fullorðna með ADHD sem tilheyrir ekki
flokki örvandi lyfja1
– Dregur úr helstu einkennum ADHD og veitir stöðuga stjórn á
einkennum allan daginn yfir lengri tíma, borið saman við lyfleysu2-7
– Tekið einu sinni á dag1
– Staðfestar upplýsingar varðandi öryggi og þol sýna að Strattera er
góð meðferð fyrir sjúklinga sem þjást einnig af félagsfælni og áfengissýki1
Stöðug stjórn á
einkennum beinir
athyglinni frá ADHD
Strattera
LIL141201