Læknablaðið - 01.03.2015, Blaðsíða 45
LÆKNAblaðið 2015/101 165
U M F J Ö L L U N O G G R E I N A R
hreyfiseðla (Fysiskt aktivitet på recept,
FaR) í Vestur-Svíþjóð. Við fengum styrk
frá heilbrigðisráðuneytinu til að hrinda af
stað tilraunaverkefni á 5 heilsugæslustöðv-
um á höfuðborgarsvæðinu. Við þróuðum
aðferðir og verkferla og höfðum til viðmið-
unar reynslu nágranna okkar á Norður-
löndum fyrst og fremst Svía. Markmið
okkar var ekki að sanna eða afsanna að
hreyfing væri gagnleg heldur að þróa og
prófa verkfæri sem væri nothæft, einfalt,
hagkvæmt og hefði góða meðferðarheldni.
Heilbrigðisráðherra, Kristján Þór Júlíus-
son, hefur sýnt málinu mikinn áhuga og
í framhaldi af þessu tilraunaverkefni var
ákveðið að koma á hreyfiseðlum, ávísun
á hreyfingu, sem úrræði í öllu heilbrigðis-
kerfinu á Íslandi. Skipaður var stýrihópur
á vegum heilbrigðisráðuneytisins sem hef-
ur yfirumsjón með verkefninu fyrir hönd
ráðuneytisins en í honum sitja Valgerður
Gunnarsdóttir úr heilbrigðisráðuneytinu,
Hannes Hrafnkelsson heilsugæslulæknir
fyrir hönd heilsugæslunnar og Guðlaug
Björnsdóttir frá Sjúkratryggingum Íslands.
Verkefnisstjórn skipa sjúkraþjálfararnir
Auður og Héðinn og ég. Unnið er eftir
þriggja ára innleiðingaráætlun sem tekur
yfir árin 2014-2016. Samkvæmt henni var
gert ráð fyrir innleiðingu hreyfiseðla í
heilsugæslunni og á heilbrigðisstofnunum
á landsbyggðinni 2014. Fyrsta fasa þeirrar
innleiðingar lauk í desember síðastliðnum.
Árið 2015 er ráðgert að innleiða hreyfis-
eðla hjá þeim sjálfstætt starfandi læknum
á stofum sem hafa áhuga á að nýta sér
úrræðið og að lokum er ráðgerð innleiðing
á stóru sjúkrahúsunum, Landspítala og
Sjúkrahúsinu á Akureyri. Á árinu 2016
er gert ráð fyrir frekari eftirfylgd og
úrfærslu og þróun. Markmiðið er að þeim
tíma loknum að hreyfiseðlar hafi náð
vissri fótfestu og verði sjálfsagður hluti af
úrræðum í íslensku heilbrigðiskerfi,“ segir
Jón Steinar.
„Við höfum mætt miklum áhuga meðal
lækna og annarra fagstétta á þessu verk-
efni. Það er hins vegar alveg ljóst að svona
meðferðarúrræði nær ekki fótfestu á
einu eða tveimur árum. Þetta tekur sinn
tíma og ég þekki það af eigin reynslu að
hreyfing sem meðferð færist smám saman
framar í huga læknisins í meðferðar-
möguleikunum við ýmsum algengum
sjúkdómum. Bæði mun það taka tíma
fyrir læknana að vera vakandi fyrir þessu
úrræði og það tekur líka sinn tíma fyrir
sjúklinga og almenning að átta sig á því að
heilbrigðisþjónustan geti ávísað hreyfingu
sem meðferð með þessum hætti.“
Breyting á hugarfari og lífsstíl
Jón Steinar segir að þrátt fyrir að lækn-
arnir hafi tekið hreyfiseðlunum mjög vel
þá sé mjög mismunandi hversu mikið
þeir nota úrræðið og einnig er það mis-
munandi á milli einstakra heilsugæslu-
stöðva. „Að ávísa hreyfiseðli er vissulega
tímafrekara en mörg önnur úrræði sem
læknar hafa úr að velja. Þegar vel gengur
og sjúklingurinn uppgötvar hve mikið
„Markmið okkar var ekki að sanna eða afsanna að hreyfing væri gagnleg heldur að þróa og prófa verkfæri sem væri nothæft, einfalt, hagkvæmt og hefði góða meðferðarheldni,“ segir
Jón Steinar Jónsson heilsugæslulæknir sem stýrt hefur verkefni um innleiðingu hreyfiseðla.