Læknablaðið - 01.03.2015, Blaðsíða 26
146 LÆKNAblaðið 2015/101
R A N N S Ó K N
algengi líkamlegs ofbeldis gegn börnum á Íslandi.24 Hér verða
kynntar niðurstöður, byggðar á sama úrtaki úr þjóðskrá, um al-
gengi andlegs ofbeldis og vanrækslu og áhrif þess á mat á gæðum
uppeldis.
Efniviður og aðferðir
Spyrlar á vegum Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands hringdu
í 1500 manna slembiúrtak 18 ára og eldri úr þjóðskrá á tímabilinu
19. október til 10. nóvember 2010.24 Alls tóku 977 þátt í könnuninni
(65,1%) en hún var hluti af svokölluðum spurningavagni Félags-
vísindastofnunar.
Fyrst var spurt hvort viðmælandi hefði fengið gott, ásættanlegt
eða slæmt uppeldi. Þá fylgdu spurningar um reynslu af 6 formum
líkamlegs ofbeldis (24) og 8 formum andlegs ofbeldis (tafla I). Þau
form andlegs ofbeldis sem spurt var um falla undir alþjóðlegar
skilgreiningar hugtaksins20 eða komu fram í eigindlegri rann-
sókn.25 Í hverri spurningu gat viðmælandinn valið á milli 5 val-
kosta, það er aldrei, einu sinni, nokkrum sinnum, oft eða mjög oft, og
voru svörunum gefin stig eftir umfangi reynslunnar (0 til 4). Spurt
var um geranda, það er hvort faðir, móðir eða einhver annar for-
sjáraðili hafi beitt ofbeldinu. Að lokum voru viðmælendur spurðir:
„Upplifðir þú einhvern tíma þá tilfinningu þegar þú varst barn að
þú værir vanrækt(ur) af foreldrum þínum eða forráðamönnum?“
með svarmöguleikunum já eða nei. Ef svarið var já var gefinn
kostur á því að lýsa vanrækslunni nánar.
Meðalaldur viðmælenda var 46,3 ár (miðgildi 46,0; spönn 18-
94). Elsti viðmælandinn var fæddur árið 1916 og þeir yngstu árið
1992. Bakgrunni viðmælenda hafa áður verið verið gerð skil,24
en hann endurspeglar íslenska þjóð hvað varðar kyn, hjúskapar-
stöðu, búsetu, menntun og tekjur. Svarhlutfall í aldurshópnum 60
ára og eldri var þó heldur lægra en í hinum aldurshópunum (61%
borið saman við 65-67% í öðrum aldurshópum).
Við tölfræðilega úrvinnslu var notast við SPSS (v20,0 fyrir Win-
dows) og JMP v6 fyrir Macintosh. Lýsandi tölfræði var notuð og
marktektarprófið kí-kvaðrat notað til að meta hvort tölfræðilega
marktækur munur (p<0,05) væri á hlutföllum mismunandi hópa.
Línuleg aðhvarfsgreining var notuð til að meta áhrif bakgrunns-
breyta. Líkindahlutfall (OR) var reiknað með lógistískri aðhvarfs-
greiningu með 95% öryggisbili (CI).
Rannsóknin var tilkynnt til Persónuverndar. Ekki er um per-
sónugreinanleg gögn að ræða og vilji til að svara spurningunum
var tekinn sem upplýst samþykki um þátttöku.
Niðurstöður
Svör um reynslu af andlegu ofbeldi
Af 977 einstaklingum sem tóku þátt í rannsókninni svöruðu 11
(1%) spurningu um reynslu af andlegu ofbeldi annaðhvort „veit
það ekki“ eða neituðu að svara. Af 966 viðmælendum gáfu 663
(69%) upp að þeir hefðu að minnsta kosti einu sinni verið beittir
einu eða fleiri af 8 tilgreindum formum andlegs ofbeldis. Af þeim
sögðust 247 (37%) hafa reynslu af einu formi, 304 (46%) af 2-3 form-
um og 112 (17%) af 4-8 formum andlegs ofbeldis, þar af 7 þeirra af
7-8 formum slíks ofbeldis.
Enginn marktækur munur var á bakgrunni viðmælenda sem
sögðu að þeir hefðu reynslu af andlegu ofbeldi og þeirra sem
sögðu ekki frá slíkri reynslu, nema hvað varðar aldur (tafla II) og
kyn. Meðalaldur þeirra sem gáfu upp reynslu af andlegu ofbeldi
var 42,8 ár (miðgildi 42) en 53,9 ár (miðgildi 55) hjá þeim sem
sögðust ekki hafa slíka reynslu (p=0,0001). Rúmlega 4/5 þeirra sem
voru yngri en 30 ára sögðust hafa reynslu af andlegu ofbeldi borið
saman við rétt um 2/5 þeirra sem voru 70 ára og eldri. Þeir sem
voru yngri en 30 ára voru 2,9 sinnum líklegri til að gefa upp að
þeir hefðu verið beittir andlegu ofbeldi borið saman við þá sem
voru eldri (95% CI 1,9-4,3).
Sérstaklega var spurt um 8 form andlegs ofbeldis (tafla III).
Algengasta svarið var að hafa verið hræddur með einhverju (32%),
til dæmis með Grýlu eða lögreglu. Yngri viðmælendur gáfu upp
meiri reynslu en þeir eldri af því að hafa verið hræddir (p<0,0001),
Tafla I. Spurningar til þátttakanda (n=966) um reynslu af andlegu ofbeldi í
æsku.*
Spurning Fjöldi svara, n
Manstu til þess þegar þú varst að alast upp að foreldrar þínir
eða aðrir forsjáraðilar hafi ...
gert grín að þér eða hætt þig? 961
hótað þér? 956
hafnað þér? 960
sett þig í skammarkrókinn eða einangrun? 959
hrætt þig á einhvern hátt, t.d. með Grýlu, fjörulalla, löggunni
eða öðru slíku?
960
tekið af þér eitthvað eftirsóknarvert, t.d. bannað þér að leika
við vini, horfa á sjónvarp, eða fá sælgæti eða leikföng?
955
mismunað þér gagnvart systkinum þínum, ef þú átt
systkini?
960
hótað því að segja hinu foreldrinu frá því þegar það kæmi
heim ef þú hegðaðir þér ekki vel?
870
*Svarmöguleikar voru aldrei, einu sinni, nokkrum sinnum, oft eða mjög oft. Sumir vildu
ekki svara eða svöruðu veit ekki.
Tafla II. Þátttakendur sem segja frá reynslu af andlegu ofbeldi.
Andlegt ofbeldi
n Svöruðu nei, n (%) Svöruðu já, n (%)
Yngri en 30 ára 210 34 (16) 176 (84)
30-49 ára 329 78 (24) 251 (76)
50-69 ára 328 132 (40) 196 (60)
70 ára og eldri 99 59 (60) 40 (40)
Tafla III. Reynsla þátttakenda af mismunandi formum andlegs ofbeldis.
Svöruðu já, n (%) Svör um tíðni reynslu, n (%)
Form
refsingar
Einu sinni,
n (%)
Nokkrum
sinnum, n (%)
oft eða mjög
oft, n (%)
Hræða 308 (32) 24 (2) 231 (24) 53 (6)
Hæða 143 (15) 10 (1) 98 (10) 35 (4)
Hóta 163 (17) 14 (2) 108 (11) 41 (4)
Hafna 92 (10) 19 (2) 36 (4) 37 (4)
kyrrsetja 273 (28) 30 (3) 207 (22) 36 (4)
Taka af 279 (29) 18 (2) 206 (21) 55 (6)
Mismuna 111 (12) 5 (1) 68 (7) 38 (4)
Segja frá 132 (15) 12 (1) 90 (10) 30 (4)