Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.03.2015, Blaðsíða 20

Læknablaðið - 01.03.2015, Blaðsíða 20
140 LÆKNAblaðið 2015/101 sleglahraðtakt sem upphafstakt á riti en þrír voru með rafvirkni án dæluvirkni. Af þeim 11 með CPC 2-3 voru 6 einstaklingar sem fengu ekki grunnendurlífgun á staðnum en höfðu vitni að hjarta- stoppi. Tveir þeirra höfðu ekki vitni að hjartastoppi en þrír voru með vitni að hjartastoppi og fengu grunnendurlífgun. Samanburður við fyrri rannsóknir á endurlífgunum utan spítala Tvöhundruð endurlífganir voru reyndar þar sem orsök hjarta- stopps var talin vera vegna hjartasjúkdóma árin 2004-2007 miðað við 232 endurlífganir árin 1999-2002. Alls voru 86 (43%) lagðir inn á gjörgæslu/legudeild eftir hjartastopp árin 2004-2007 miðað við 96 (41%) frá síðasta uppgjöri. Ekki er marktækur munur á fjölda þeirra sem útskrifast nú eftir hjartastopp (n=50, 25%) miðað við 44 (19%) áður (p=0,16). Fimmtíu og átta prósent þeirra sem leggjast inn á gjörgæslu/legudeild lifa að útskrift árin 2004-2007 miðað við 46% við síðasta uppgjör (p=0.109). Þar sem vitni var að hjartastoppi voru 56 (47%) einstaklingar lagðir inn á gjörgæslu/legudeild og 37 (31%) útskrifuðust heim miðað við að 76 (45%) voru lagðir inn á gjörgæslu/legudeild við síðasta uppgjör og 35 (21%) voru útskrif- aðir heim (p=0,04). Af þeim sem höfðu vitni að hjartastoppi fengu 74 (62%) grunn- endurlífgun nú miðað við 70 (54%) við síðasta uppgjör (p=0,26). Af þeim sem voru með sleglatif/sleglahraðtakt sem fyrsta rit lögðust 61 (62%) inn á gjörgæslu/legudeild árin 2004-2007 og þar af útskrifuðust 43 (43%). Til samanburðar voru við síðasta uppgjör 79 (56%) lagðir inn á gjörgæslu/legudeild og þar af útskrifuðust 39 (28%), samanber töflu IV. Árin 2004-2007 útskrifuðust því 70% þeirra sem lögðust inn á gjörgæslu/legudeild og voru með sleglatif/sleglahraðtakt á fyrsta riti borið saman við 49% árin 1999-2002 (p=0,01). Umræða Árangur af endurlífgunum utan sjúkrahúsa á höfuðborgarsvæð- inu er sambærilegur við fyrri rannsóknir hér á landi, eins og sjá má í töflu IV, og er mjög góður í alþjóðlegum samanburði.3-5,13 Í þessari rannsókn útskrifuðust 25% lifandi miðað við 19% frá síðasta uppgjöri en munurinn í heildina var þó ekki marktækur. Marktækur munur reyndist á lifun þegar vitni var að hjartastoppi nú miðað við fyrri uppgjör. Einnig var marktækur munur á lifun þeirra sem leggjast inn á gjörgæslu/legudeild og voru með slegla- tif/sleglahraðtakt á fyrsta riti árin 2004-2007 því 70% þeirra út- skrifuðust samanborið við 49% árin 1999-2002 (p=0,01).1,2,14-16 Það er líklegt að stöðug þræðingarvakt og kæling eftir hjarta- stopp á Landspítala skipti máli en fjölmargar rannsóknir hafa sýnt fram á bæði betri lifun og andlega getu sjúklinga eftir kælingu.17-19 Eins minnka líkurnar á hjartastoppi verulega fyrstu sólarhringana eftir kransæðastíflu ef framkvæmd er bráð hjartaþræðing til að opna stíflaða æð.20 Endurlífgunartilraunum utan sjúkrahúss hefur fækkað hlut- fallslega miðað við fyrri rannsóknartímabil. Gæti það skýrst af lækkandi tíðni á aldursstöðluðu nýgengi á kransæðasjúkdóm- um.21,22 Aldur þýðisins er svipaður og við síðustu rannsóknir. Hins vegar hefur meðalaldur þeirra sem reynd er endurlífgun á hækkað úr 63 árum í 68 ár frá árinu 1973. Skýrist þetta væntanlega af hækk- andi meðalaldri á Íslandi.12 Einnig er líklegt að framfarir í meðferð hjartasjúkdóma leiði til þess að hjartastopp og aðrir fylgikvillar kransæðasjúkdómsins komi fram síðar á ævinni. Hlutfall tilvika þar sem nærstaddir reyna grunnendurlífgun hefur aukist úr 54% frá síðasta uppgjöri í 62% (p=0,26). Marktækur munur var á lifun og fyrsta takti einstaklinga þar sem vitni voru að atburðinum miðað við tilvik þar sem engin vitni voru. Grunn- endurlífgun fyrir komu sjúkrabíls reyndist ekki hafa marktæk R A N N S Ó K N Tafla IV. Samanburður á árangri endurlífgana utan sjúkrahúsa á Reykjavíkursvæðinu við fyrri uppgjör, fjöldi (%).1,2,12-14 1976-1979 1982-1986* 1987-1990 1991-1996 1999-2002 2004-2007 Reyndar endurlífganir 222 138 195 308 232 200 Tíðni/100.000/ári 56 31 46 39 33 27 Tíðni VF/VT 100.000/ári 23 17 15 23 20 14 Meðalaldur 63 65 66 67 68 68 Hlutfall karla 75 81 76 75 77 76 Meðal útkallstími (mínútur) 7.3 4.9 4.6 4.6 6.1 6.3 Innlagðir á gjörgæslu/legudeild 68 (31) 55 (40) 64 (33) 98 (31) 97 (41) 86 (43) Útskrifaðir 21 (9) 24 (17) 31 (16) 51 (17) 44 (19) 50 (25) Hjartsláttartruflanir VF/VT 90 (41) 73 (53) 81 (42) 176 (57) 140 (60) 99 (50) VF/VT - útskrifaðir 18 (20) 21 (29) 25 (31) 46 (26) 39 (28) 43 (43) Rafleysa 114 (51) 53 (38) 92 (47) 91 (31) 53 (23) 61 (31) Rafleysa - útskrifaðir 2 (2) 2 (4) 6 (7) 3 (3) 3 (6) 0 (0) PEA 18 (8) 12 (9) 22 (11) 41 (13) 39 (17) 40 (20) PEA - útskrifaðir 1 (6) 1 (8) 0 (0) 2 (5) 2 (5) 7 (18) Andlega skertir 1 (0) 1 (1) 2 (1) 3 (1) 9 (4) 11 (6) VF/VT: Sleglatif/sleglahraðtaktur. PEA: Rafvirkni án dæluvirkni. *Neyðarbílar með stuðtæki voru ekki starfandi allan sólarhringinn árin 1982-1986.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.