Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.03.2015, Blaðsíða 21

Læknablaðið - 01.03.2015, Blaðsíða 21
LÆKNAblaðið 2015/101 141 áhrif á lifun eða fyrsta takt þótt tilhneiging hafi verið til bættrar lifunar. Hlutfallið þar sem nærstaddir reyna grunnendurlífgun er með því hæsta sem gerist í heiminum í dag.3-5,13 Skýrist aukningin hugsanlega að hluta af „Hringja og hnoða“ átakinu sem hófst 2002. Hins vegar gæti hlutfallið verið mun hærra og þarf að auka vitund landsmanna um mikilvægi grunnendurlífgunar. Rannsaka þarf betur áhrif grunnendurlífgunar hér á landi til að sjá ástæður þess að grunnendurlífgun skilar sér ekki í aukinni lifun. Verið gæti að það þyrfti stærra þýði, en eins þyrfti að athuga gæði þeirrar grunnendurlífgunar sem er framkvæmd. Hlutfall þeirra sem útskrifast með vitræna skerðingu eftir heppnaða endurlífgun er svipað og í síðast uppgjöri, sjá töflu IV. Athygli vekur að 8 af þeim 11 sem voru með vitrænna skerðingu við útskrift höfðu annaðhvort ekki vitni að hjartastoppi eða fengu ekki grunnendurlífgun og að einungis einn einstaklingur var með meira en væga skerðingu á vitrænni getu. Hafa rannsóknir sýnt að færni einstaklinga með vitræna skerðingu eftir hjartastopp er þó góð og batnar þegar frá líður.24 Hlutfall þeirra sem komast lifandi inn á gjörgæslu/legudeild hefur verið að aukast miðað við fyrri uppgjör, úr 31-33% frá ár- unum 1987-96 til 41% frá árunum 1999-2002 og nú 45% frá árunum 2004-2007. Marktækur munur reyndist vera milli tímabilanna 1987- 96 og 1999-2007 (p=0,001). Virðist því árangur þjónustunnar vera að batna. Hugsanlegt er að þetta tengist betri menntun og reynslu neyðarbílslækna og fjölgun sérhæfðra sjúkraflutningamanna með bráðatæknamenntun.23 Einnig getur verið að aukin áhersla í end- urlífgunarleiðbeiningum á hjartahnoð á kostnað öndunaraðstoðar og lyfjagjafar eigi þátt í þessari þróun.8 Útkallstími milli uppgjöra er svipaður, 6,3 mínútur nú miðað við 6,1 mínútur árin 1999-2002 en hins vegar gæti aukin farsímaeign hafa stytt ómælanlega hluta af heildarviðbragðstíma frá því einstaklingur hnígur niður þar til sérhæfð hjálp berst, en farsímaeign höfuðborgarbúa var 9% árið 1996 en hátt í 100% árið 2006.25 Útkallstími hér á landi er ekki styttri miðað við erlendar niðurstöður, sem hafa verið á bilinu 5,1-7,2 mínútur.3,26,27 Er hugsanlegt að góð lifun hér á landi skýrist af háu hlutfalli grunnendurlífgunar, reynslu neyðarbílslækna og sjúkraflutningsmanna ásamt góðri þjónustu á Landspítala.20,23,27 Meiri líkur eru á að þeir sem reynast í sleglatifi/sleglahraðtakti lifi að innlögn og útskrifist miðað við fyrri rannsóknir. Af þessum hópi útskrifuðust 43% á rannsóknartímabilinu miðað við tæplega 30% í síðustu rannsóknum. Eins lifa 64% þessara einstaklinga að innlögn á gjörgæslu- eða legudeild nú, miðað við 56% í síðustu rannsókn. Veikleikar rannsóknarinnar Ekki var til staðar nákvæm tímaskráning á hjartastoppi, það er hversu langur tími leið frá hjartastoppi þar til hringt var á Neyðar- línu. Ekki var heldur hægt að meta í rannsóknargögnunum hversu langur tími leið frá komu sjúkrabíls á vettvang þar til fyrsta rafstuð var gefið. Einn helsti galli rannsóknarinnar er stærð þýðis. Vegna lítils tölfræðilegs styrks í svo smáu þýði þyrfti að stækka rannsóknar- hópinn til að geta sýnt fram á mismun í horfum ef hann er raun- verulega til staðar. Lokaorð Meginniðurstöður rannsóknarinnar eru áframhaldandi góður ár- angur endurlífgana utan sjúkrahúsa á Reykjavíkursvæðinu. Lifun sjúklinga var betri þegar vitni varð að hjartastoppinu samanborið við þau tilvik þegar ekkert vitni var til staðar. Lifun sjúklinga sem lögðust inn á gjörgæslu/legudeild med sleglatif/sleglahraðtakt sem fyrsta takt var marktækt aukin. Líklegt er að bætt þjónusta á Landspítala með stöðugri hjartaþræðingarvakt og kælingu eftir hjartastopp skýri bættan árangur. Bestu þakkir fær Bjarki Þór Elvarsson við raunvísindadeild Há- skóla Íslands, en hann sá um tölfræði við vinnslu greinarinnar. R A N N S Ó K N ENgLiSH SUMMArY introduction In the Reykjavik area, a physician staffed ambulance responded to cardiac arrests from 1982-2007. The aim of this study was to assess the outcome of attempted pre-hospital cardiac resuscitations in the period from 2004-2007 and compare to previous studies. Material and methods: All cases of attempted prehospital resus- citations in cardiac arrests of presumed cardiac etiology. Data was gat- hered according to the Utstein template. Results: of a total of 289 cases in cardiac arrest, resuscitation was attempted in 279 and 200 of those were presumed to have a cardiac etiology. Men were 76% of the patients and the average age was 67.7 years. Average response time was 6.3 min. one hundred and seven (54%) survived to hospital admission and 50 (25%) survived to disch- arge compared to 16-19% in previous studies (p=0.16). The presenting rhythm was ventricular fibrillation/ventricular tachycardia (VF/VT) in 50% of the cases, 30% was in asystole and 20% in pulseless electrical activity (PEA). of those admitted to intensive care unit/ department and had ventricular fibrillation on the first rhythm strip 70% were discharged during 2004-2007 compared to 49% during 1999-2002 (p=0.01). bystander CPR was provided in 62% of witnessed cases compared to 54% in a previous study (p=0.26). one hundred and twenty (60%) were witnessed cases of which 37 (31%) survived to hospital discharge compared to 5 (8%)of non witnessed cases (p<0.01). Conclusion: one in every four cardiac arrest patients in the Reykjavik area survives to discharge. This is similar to previous studies in the area (16-19%) and high compared to international studies 3-16%. Survival of those admitted to intensive care unit/ department and had ventricular fibrillation on the first rhythm strip was significantly higher compared to previous studies. Survival was found to be significantly higher if the cardiac arrest was witnessed. Results of pre-hospital cardiac resuscitation in the Reykjavik area 2004-2007 Mogensen bA1, bjornsson HM2, Thorgeirsson G1, Haraldsson GE2, Mogensen b2 1Department of Cardiology, Landspítali – The National University Hospital of Iceland, 2Department of Emergency Medicine, Landspítali - The National University Hospital of Iceland. key words: prehospital, cardiac arrest, resuscitation, survival. Correspondence: Brynjólfur Árni Mogensen, billimogens@gmail.com
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.