Læknablaðið - 01.03.2015, Blaðsíða 52
172 LÆKNAblaðið 2015/101
Ö l D U n G a D E i l D
Stjórn Öldungadeildar
Magnús b. Einarson formaður, Þórarinn
Sveinsson ritari, Hörður Alfreðsson gjaldkeri,
Guðrún Agnarsdóttir, kristrún benediktsdóttir.
Öldungaráð
bergþóra Ragnarsdóttir, jóhann Gunnar
Þorbergsson, jón Hilmar Alfreðsson, Sigurður
E. Þorvaldsson, Tryggvi Ásmundsson, Valgarður
Egilsson.
Umsjón síðu
Páll Ásmundsson
Vefsíða: http://innri.lis.is/oldungadeild-li
Á útskriftardegi þann 6. febrúar 1965 lét
prófessor Sigurður Samúelsson þessi orð
falla í hátíðlegu ávarpi: „Jæja, nú eruð þið
tilbúnir að sinna læknisstörfum. Ykkur er
hér með hleypt á sjúklingana.“ Þetta var
okkar vegarnesti.
Eftir prófið var ég aðstoðarlæknir hjá
Sigursteini Guðmundssyni á Blönduósi.
Það var góður skóli, þessa þrjá mánuði.
Ég fékk að vinna sjálfstætt, en naut
ráðlegginga Sigursteins, sem var 10 árum
eldri og reyndur héraðslæknir með þjálfun
í kvenlækningum frá Giesen í Þýskalandi.
Halla konan mín fékk afnot af tann-
læknatækjum, komin með hálfs árs
reynslu hjá Jónasi Thorarensen. Ef draga
þurfti tennur, fór fólk frekar til okkar en
Höllu sem var bundin taxta tannlækna-
félagsins. Okkar þjónusta var niðurgreidd.
Vitjun upp í Blöndudal varð mér
minnisstæð. Sem ég ek í hlað stendur
bóndinn þar yfir dauðri kind. Dánarorsök
var honum ókunn og engir áverkar sáust.
Ég stakk upp á að kanna þetta nánar. Við
krufðum hana á staðnum. Lungun voru
bjúgsollin, hjartað stækkað og vinstri
slegill næfurþunnur.
Síðan gengum við í bæinn og þágum
kaffi. Ég skoðaði konuna, ekki mösulbeina,
og við hlustun hafði hún lungnabjúg og
háþrýsting.
Ég setti hana á viðeigandi lyf. Ég fékk
ekki af mér að tala um svipmót einkenna
hennar við dánarorsök ærinnar.
Síðar var ég kallaður út í sveit. Þar var
maður með ákafan höfuðverk. Skoðaði
ég hann, en fékk ekki haldgóða skýringu
utan háþrýsting, sem ég meðhöndlaði.
Seinna um daginn var hringt, honum
hafði versnað. Sigursteinn lagði hann
inn, sendi suður í sjúkraflugi eftir að hafa
ráðgast við lækna Landspítala. Var hann
í framhaldi sendur til Kaupmannahafnar,
skorinn vegna heilablæðingar og bjargað-
ist.
Bóndi leitaði til mín vegna kindar sem
hafði rekið löppina milli rimla í fjárhúsinu
og leggbrotnað. Bjóst hann við að þurfa
að farga henni, lambfullri þarna á útmán-
uðum. Ég brá við, setti brotið, steypti löpp-
ina í gips upp fyrir hækil. Eftir sex vikur
tókum við gipsið með nokkurri eftirvænt-
ingu. Ekki er hægt að meta blóðvæðingu
klaufa eins og fingra, hvort tveggja við-
kvæmt fyrir þröngu gipsi. Löppin var í
fínasta lagi, hún stakk varla við.
Á frídegi fórum við í heimsókn til
Þórarins Ólafssonar læknis á Hvamms-
tanga og þágum góðar veitingar hjá þeim
Guðrúnu Katrínu.
Við ókum fyrir Vatnsnes með viðkomu
hjá séra Sigurði Norland í Hindisvík.
Þágum þar kaffi og meðlæti sem ráðskona
hans reiddi fram. Presturinn gaf mér að
skilnaði kvæðabók sína.
Það herjaði flensufaraldur sem bar upp
á tíma Húnavökunnar. Ég fór út á Skaga
að bólusetja. Íbúum var smalað saman
að Höfnum og Hofi. Fólkið þusti hvaðan-
æva að, en það skipti engum togum, viku
seinna var allur Skaginn lagstur í flensu.
Fengum nú lítið þakklæti fyrir þessa
læknisþjónustu. Það kom upp álitamál
hvort halda ætti Húnavökuna á þessum
tíma. Ég talaði við landlækni. Eins og ég
Frá prófborði í hérað
Sigurgeir
kjartansson er
fæddur 7. mars
1938 í Þórisholti
í Mýrdal. Hann
lauk stúdents-
prófi frá Mennta-
skólanum á
Laugarvatni 1958
og varð cand.
med. frá Háskóla
Íslands í febrúar
1965. Hann
stundaði sérnám í almennum skurðlækn-
ingum og æðaskurðlækningum við Memori-
al Hospital í Worcester og Massachusetts
General Hospital í Boston í Massachusetts.
Sérfræðingsleyfi í almennum skurðlækn-
ingum 1972 og æðaskurðlækningum 1973.
Starfaði á Landakotsspítala, Borgarspítala
og síðan Landspítala til ársins 2007. Þá var
hann dósent í klínískri handlæknisfræði við
HÍ 1977-94. Í kaffi hjá læknishjónunum á Hvammstanga. Frá vinstri: Erla Þórarinsdóttir, Sigursteinn Guðmundsson, Birgitte D.
Vilhelmsdóttir, Halla Sigurjóns, Sigurgeir Kjartansson, Þórarinn Ólafsson (hægra auga), Guðrún Katrín Þorbergs-
dóttir, síðar forsetafrú og Þóra Þórarinsdóttir. Ljósmyndari: Björn Blöndal.