Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.03.2015, Blaðsíða 40

Læknablaðið - 01.03.2015, Blaðsíða 40
160 LÆKNAblaðið 2015/101 U M F J Ö l l U n O G G R E i n a R skráningu berklatilfella og upplýsinga- gjöfin er betri en áður. Dauðsföllum af völdum berkla hefur einnig fækkað. Aðal- áhyggjuefnið í dag er uppgangur lyfja- ónæmra stofna berklabaktería og þar er ekkert land stikkfrí. Þrátt fyrir einangrun landsins höfum við fengið nokkra ein- staklinga hingað til lands sem eru sýktir af lyfjaónæmum berklum og þurfum að vera áfram á varðbergi fyrir slíku. Eystrasalts- ríkin hafa verið að berjast við lyfjaónæma berkla og staðið sig vel með aðstoð al- þjóðasamfélagsins, meðal annars í gegnum sjóðinn Global Fund sem styður baráttuna gegn HIV, berklum og malaríu á heims- vísu.“ Magnús hefur nýlega tekið þátt í að meta árangurinn af þessu starfi á vegum WHO. Hann fór í lok síðasta árs til Aserbaídsjan til að taka út greiningu og meðferð þar í landi á HIV-smituðum. „Það var mjög lærdómsríkt að koma þangað og meðal annars heimsóttum við risastórt fangelsi sem hýsti nokkur þúsund fanga. Þar var berklasmit svo útbreitt að fangelsið rekur sinn eigin berklaspítala. Á berkla- spítalanum þar voru nærri 70 sjúklingar í meðferð vegna virkra berkla, sem er ansi há tala ef við berum saman við Ísland, en hér á landi erum við að jafnaði með einn eða tvo berklasjúklinga á spítalanum og geta jafnvel liðið vikur og mánuðir á milli tilfella. Af þessum 70 sjúklingum voru um þriðjungur með fjölónæma berkla sem ekki er hægt að meðhöndla með venjulegum hætti og jafnframt voru tveir sjúklingar með ofurónæma berkla sem engin meðferð bítur á. Í slíkum tilfellum hverfur læknisfræðin aftur til upphafs síð- ustu aldar þegar nánast engin virk úrræði stóðu til boða.“ Alvara málsins er augljós og varla hægt að hugsa það til enda ef slíkar ofur- bakteríur leika lausum hala í samfélaginu, en samkvæmt WHO dó um ein og hálf milljón manna úr berklum í heiminum árið 2013. Vel upplýst fólk tekur óupplýstar ákvarðanir Magnús segir að í heimsókninni hafi einnig komið fram menningarmunur á viðhorfi til HIV-smitaðra og hvernig best sé að ná til þeirra sem eru í smithættu. Eins og þekkt er viðurkennir Rússland og sum fyrrum Sovétlýðveldi ekki samkyn- hneigð og þar er beitt gamaldags úrræðum þegar kemur að forvörnum og meðferð fíkniefnaneytenda. Lönd í slíkri stöðu eru því berskjaldaðri fyrir útbreiðslu HIV. „Þannig er tilhneiging til að líta fram hjá veigamiklum smitleiðum og sjúkdómurinn getur breiðist hratt út. Það er líka rétt að minna á að HIV er ólæknandi þó komin séu fram lyf sem halda sjúkdómnum mun betur niðri en áður var. Í dag eru um 30 milljónir manna í heiminum smitaðar af HIV. Afar jákvætt er að í fyrsta skipti í mörg undanfarin ár hefur alþjóðasamfé- laginu tekist að stöðva vaxandi nýgengi HIV-smits. Þar munar fyrst og fremst um samræmdar aðgerðir í löndum Afríku sunnan Sahara.“ Mikilvægasta dæmið um sjúkdóm sem tekist hefur að útrýma er bólusótt en Magnús nefnir lömunarveiki sem annan sjúkdóm sem vel hafi gengið að ráða niðurlögum á. „Það hafa þó verið blikur á lofti varðandi lömunarveikina en ný til- felli hafa greinst á stríðshrjáðum svæðum í heiminum og svæðum sem eru í höndum trúarofstækismanna.“ Að endingu beinist talið að andstöðu við bólusetningar á Vesturlöndum, sem nokkuð hefur verið fjallað um undanfarin ár. „Ýmsir slæmir sjúkdómar sem bólusett hefur verið gegn með góðum árangri hafa blossað upp í nágrannalöndum okkar vegna þess að fólk hefur látið blekkjast af óprúttnum og rakalausum áróðri sem beinist meðal annars að ungbarnabólu- setningum. Þar má nefna mislingafaraldra sem komið hafa upp í Bretlandi, Þýska- landi, Frakklandi og nú síðast í Kaliforníu í Bandaríkjunum og stafar eingöngu af andstöðu foreldra við að bólusetja börn sín. Þarna er oft um að ræða vel menntað, tekjuhátt forréttindafólk sem hefur þó tekið mark á ósönnum fullyrðingum um tengsl bólusetninga við einhverfu og valið að láta ekki bólusetja börnin sín. Mislingar eru gríðarlega smitandi og geta valdið var- anlegum heilaskemmdum með krömpum og heilabólgu. Þarna stöndum við frammi fyrir andstæðu þess sem ég nefndi áður um hrun innviðanna í samfélaginu, því ekki er hægt að kvarta yfir heilbrigðiskerfi þessara landa eða skorti á upplýsingum. Þetta sýnir að minni kynslóðanna hrekkur mjög skammt þegar um sjúkdóma af þessu tagi er að ræða, fólk þekkir ekki lengur alvöru málsins ef það hefur ekki þurft að horfast í augu við afleiðingar sjúkdómanna og kannski þurfum við að brenna okkur á þessu með reglulegu millibili. Sorglegt ef það er raunin.“ & Victoza (líraglútíð) leiðir til allt að:1 1,5% lækkunar á HbA1c frá 8,4 % HbA1c til 6,9 % HbA1c 3,7 kg þyngdartaps Magi Victoza seinkar magatæmingu og veitir því aukna mettunartilnningu. 2,3 Briskirtill Victoza virkjar betafrumurnar sem losa insúlín þegar blóðsykur er hár. 2,3 Lifur Victoza hamlar seytingu glúkagons og dregur úr útskilnaði glúkósa frá lifur. 2,3 Matarlyst Victoza dregur úr matarlyst, sem leiðir til minnkaðrar fæðuneyslu. 2 líraglútíð Sykursýki tegund 2 IS /L R/ 04 14 /0 17 9 Til leigu 120 fm húsnæði í Skipholti 50C. Hentar vel til heilbrigðisþjónustu. Leiguverð 250 þús./mán. Nánari upplýsingar í síma 898 5595 eða 499 0212. Til leigu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.