Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.03.2015, Blaðsíða 35

Læknablaðið - 01.03.2015, Blaðsíða 35
LÆKNAblaðið 2015/101 155 U M F J Ö l l U n O G G R E i n a R sem ég gæti hugsað mér að gera meðan ég gæti, en hann dró upp fremur dökka mynd af sjúkdómshorfum mínum þar sem almenna reglan um Parkinson mun vera sú að ef fólk fær greiningu fyrir fimm- tugt fær sjúkdómurinn yfirleitt hraðan framgang og margir eru komnir í hjólastól innan 10 ára. Þetta leit því alls ekki vel út. En ég var þó vel settur að því leyti að hafa tryggt mig nokkuð vel fyrir svona áföllum og gat því hætt að vinna sæmilega áhyggjulaus um afkomu mína.“ Helgi lýsir því sposkur hvernig hann þráaðist við að kaupa þessa tryggingu á sínum tíma og það hafi í rauninni verið þrjóska tryggingasalans sem réði úrslitum á endanum. „Hann þurfti beinlínis að nauða í mér til að fá mig til að kaupa sjúkdómatryggingu og ég svaraði alltaf að ég væri svo hraustur að þetta væri algjör óþarfi. Hann kvaðst hafa heyrt það áður og sjúkdómatrygging væri mun skynsam- legri ráðstöfun en líftrygging. Á endanum lét ég undan og sé svo sannarlega ekki eftir því. Þetta var nokkuð dýr trygging og meðan allt lék í lyndi fann ég vel fyrir því að greiða iðgjaldið mánaðarlega. En það kom að því að það borgaði sig.“ Hefur gefið út 5 hljómdiska Sjúkdómurinn kemur þó ekki veg fyrir að Helgi sinni lækningum í öðru sam- hengi og hann hefur á síðustu árum leyst af á heilsugæslustöðvum á Austur- landi í stuttan tíma í senn. „Konan mín, Bjarngerður Björnsdóttir, er ættuð úr Skriðdalnum og við höfum haft ánægju af því að dvelja endrum og sinnum fyrir austan. Fyrst eftir að ég kom heim tók ég líka þátt í segulómskoðun á hjarta sem var alger sjálfboðavinna og gert fyrst og fremst fyrir ánægjuna.“ Tónlistin hefur alltaf blundað í Helga þó hún hafi lengst af setið á hakanum vegna anna við læknisstörfin. „Móðir mín keypti handa mér gítar þegar ég var 8 ára og setti mig í nám til Jóns Páls jassista. Hann var svakalega kröfuharður og ég var alveg að guggna á þessu námi þegar hann tók sig upp og flutti til Svíþjóðar. Þá sá ég mér leik á borði og lýsti því yfir að ég vildi engan annan kennara en hann og myndi ekki hefja gítarnám aftur fyrr en hann flytti heim frá Svíþjóð. Sannleikurinn var sá að ég var búinn að fá miklu meira en nóg af tímunum hjá Jóni Páli. Lengra varð því gítarnámið ekki. Svo fór ég að gutla við gítarinn aftur á gagnfræðaskólaárun- um, sérstaklega þegar ég áttaði mig á því það hafði visst aðdráttarafl gagnvart stelp- unum að getað spilað á gítar í partíum. Ég var þó ekki að semja nein lög að ráði, eitt- hvað þó á menntaskólaárunum.“ Hljómsveitarbransinn heillaði Helga ekki svo hann var aldrei í rokkhljómsveit. „Ég var bara ekkert hrifinn af rokktónlist. Hlustaði aðallega á melódíska popptónlist, Bítlana og Stevie Wonder. Í dag hlusta ég mest á jass og klassíska tónlist. Í lækna- deildinni var lítill tími til að stunda tónlist og ég notaði helst gítarinn til að fá útrás eftir langar setur við lestur.“ Það var því ekki fyrr en örlögin settu Helga stólinn fyrir dyrnar við læknisstarf- ið að hann tók aftur til við tónlistina. „Allt í einu hafði ég tíma, í fyrsta sinn frá því ég var tvítugur. Ég kunni ekki að skrifa nótur svo ég samdi beint á gítarinn. Ég keypti mér lítið upptökutæki og byrjaði að taka upp melódíurnar sem ég var að semja. Þetta var skemmtilegt og lögin byrjuðu að hrannast upp. Frændi minn sem er klass- ískur tónlistarmaður heyrði lögin hjá mér og hvatti mig til að gefa þau út. Ég spurði bara hvort hann kynni annan brandara Örlögin settu Helga stólinn fyrir dyrnar við læknisstarfið er hann greindist með Parkinson svo hann tók aftur til við tónlistina. „Allt í einu hafði ég tíma í fyrsta sinn frá því ég var tvítugur,“ segir Helgi sem hefur sent frá sér 5 geisladiska með eigin músík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.