Læknablaðið - 01.03.2015, Blaðsíða 19
LÆKNAblaðið 2015/101 139
staklingur var í bíl eða vinnu og af þeim útskrifuðust fjórir (19%)
heim af spítala. Ellefu fóru í hjartastopp utandyra og útskrifuðust
fjórir þeirra (36%) af spítala. Tíu einstaklingar voru á heilbrigðis-
stofnun (öldrunarheimilum og endurhæfingardeildum) og út-
skrifaðist einn af þeim heim (10%). Átján voru flokkaðir undir
annað eða óskráð og útskrifuðust fimm af þeim (28%) heim. Tutt-
ugu einstaklingar fóru í hjartastopp í sjúkrabíl og útskrifuðust
átta af þeim (40%) heim.
Nærstödd vitni
Í 120 tilvikum (60%) voru vitni að hjartastoppi samkvæmt endur-
lífgunarskýrslu. Sextíu voru ekki með vitni að hjartastoppi og 20
tilfelli urðu í sjúkrabíl. Af þeim 120 einstaklingum sem höfðu
vitni að hjartastoppinu voru 79 (66%) í sleglatifi/sleglahraðtakti, 21
(18%) í rafvirkni án dæluvirkni og 20 (17%) með rafleysu. Af þeim
60 einstaklingum sem höfðu ekki vitni voru 11 (18%) í sleglatifi/
sleglahraðtakti, 9 (15%) í rafvirkni án dæluvirkni og 40 (67%) í raf-
leysu. Marktækur munur var á tegund fyrsta takts eftir því hvort
vitni var að hjartastoppi eða ekki (p<0,01). Sjötíu og tveir (60%)
lifðu við komu á bráðadeild þegar vitni var að hjartastoppi en 19
(32%) þegar ekki var vitni að hjartastoppi. Marktækur munur var
á lifun inn á gjörgæslu/legudeild eftir því hvort vitni var að hjarta-
stoppi, 56 (47%) lögðust inn á gjörgæslu/legudeild þegar vitni var
að hjartastoppi en 18 (30%) þegar ekki var vitni að hjartastoppi
(p<0,05). Einnig var marktækur munur á lifun við útskrift en 37
(31%) útskrifuðust af sjúkrahúsi ef vitni var að hjartastoppi á móti
5 (8%) ef ekki var vitni að hjartastoppi (p<0,01), samanber töflu I.
Meðalaldur þegar vitni var að hjartastoppi var 66,7 ár en 69,1 ár
þegar ekki var vitni og reyndist aldursmunurinn ekki marktækur
(p=0,22).
Áhrif grunnendurlífgunar
Samkvæmt Utstein-staðli var einungis litið á áhrif grunnendur-
lífgunar ef vitni var að hjartastoppi. Af 120 einstaklingum þar sem
vitni var að hjartastoppi reyndist grunnendurlífgun hafin fyrir
komu sjúkrabíls í 74 tilvikum, eða 62%. Af þeim voru 52 (70%)
með sleglatif/sleglahraðtakt sem upphafstakt, 14 (19%) voru með
rafvirkni án dæluvirkni og 8 (11%) með rafleysu sem upphafstakt
(tafla II). Fjörutíu og sex (62%) komust inn á bráðamóttöku af þeim
sem grunnendurlífgun var hafin hjá miðað við 26 (57%) þeirra
sem fengu ekki grunnendurlífgun. Ekki var marktækur munur
á fjölda þeirra sem var lagður inn á gjörgæslu/legudeild af þeim
sem grunnendurlífgun var hafin hjá (n=37, 50%) miðað við 19 (41%)
sem fengu ekki grunnendurlífgun (p=0,47). Tuttugu og sex (35%)
lifðu fram að útskrift af þeim sem hafin var grunnendurlífgun hjá,
en 11 (24%) lifðu að útskrift af þeim sem ekki fengu grunnendur-
lífgun (p=0,28), samanber töflu III. Meðalaldur þeirra sem fengu
grunnendurlífgun var 64,6 ár en 69,9 ár hjá þeim sem ekki fengu
grunnendurlífgun (p=0,07).
Kælingarhlutfall og ástand við útskrift
Alls voru 62 (72%) einstaklingar kældir af þeim 86 einstaklingum
sem lögðust inn á gjörgæslu/legudeild.
Af þeim 50 manns sem útskrifuðust af sjúkrahúsi reyndust 39
(78%) vera með óskerta vitræna getu samkvæmt CPC-skala. Tíu
(20%) voru með væga vitræna skerðingu, CPC tveir við útskrift af
spítala. Einn einstaklingur var með miðlungs vitræna skerðingu,
CPC þrír, en enginn var með CPC fjóra eða fimm. Af þeim 50 ein-
staklingum sem lifðu að útskrift voru 48 (96%) á lífi ári eftir hjarta-
stopp. Af þeim 11 sem voru með CPC-skor 2-3 voru 8 með sleglatif/
R A N N S Ó K N
Tafla I. Samanburður á árangri endurlífgana utan sjúkrahúsa eftir því hvort vitni
var að hjartastoppi eða ekki, fjöldi (%).
Vitni Ekki vitni p-gildi
Heildarfjöldi 120 60
Meðalaldur (ár) 67 69 0,22
karlar/konur 95/25 45/15 0,58
Lifun á bráðadeild 72 (60) 19 (32) <0,01
Innlögn á gjörgæslu/legudeild 56 (47) 18 (30) 0,05
Útskrifaðir 37 (31) 5 (8) <0,01
Útkallstími - mínútur 6,42 6,11 0,15
Lifun á bráðadeild: Merki um blóðflæði, það er mælanlegur blóðþrýstingur eða púls og
merki um öndun, við komu á bráðadeild.
Tafla II. Samanburður á upphafstakti eftir því hvort vitni var að hjartastoppi eða
ekki, fjöldi (%).
Vitni Ekki vitni P-gildi
Upphafstaktur <0,01
VF/VT 79 (66) 11 (18) 0,01
VF/VT - útskrifaðir 33 (42) 3 (27)
Rafleysa 20 (17) 40 (67) 0,01
Rafleysa - útskrifaðir 0 0
PEA 21 (18) 9 (15) 0,52
PEA - útskrifaðir 4 (19) 2 (22)
VF/VT: Sleglatif/sleglahraðtaktur. PEA: Rafvirkni án dæluvirkni. P-gildi mælir hvort það
sé marktækur munur á takti eftir því hvort vitni hafi verið að hjartastoppi eða ekki.
Tafla III. Samanburður á árangri endurlífgana utan sjúkrahúsa í vitna viðurvist
eftir því hvort grunnendurlífgun var beitt eða ekki, fjöldi (%).
Grunnendurlífgun
Ekki
grunnendurlífgun P-gildi
Heildarfjöldi 74 46
Meðalaldur (ár) 65 70 0,07
karlar/konur 56/18 38/8 0,50
Útkallstími 6,38 6,5 0,38
Lifun á bráðadeild 46 (62) 26 (57) 0,67
Innlögn á gjörgæslu/
legudeild
37 (50) 19 (41) 0,47
Útskrifaðir 26 (35) 11 (24) 0,28
Upphafstaktur 0,09
VF/VT 52 (70) 27 (59) 0,25
VF/VT - útskrifaðir 23 (44) 10 (37)
Rafleysa 8 (11) 12 (26) 0,14
Rafleysa - útskrifaðir 0 0
PEA 14 (19) 7 (15) 0,47
PEA - útskrifaðir 3 (21) 1
VF/VT: Sleglatif/sleglahraðtaktur. PEA: Rafvirkni án dæluvirkni. Lifun á bráðadeild: Merki
um blóðflæði það er mælanlegur blóðþrýstingur eða púls og merki um öndun við komu
á bráðadeild.