Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.03.2015, Blaðsíða 42

Læknablaðið - 01.03.2015, Blaðsíða 42
162 LÆKNAblaðið 2015/101 U M F J Ö l l U n O G G R E i n a R Golfferðir íslenskra lækna til Skotlands Saga golfsins á Íslandi er ekki ýkja löng, fyrstu golfklúbbarnir voru Golfklúbbur Reykjavíkur 1934, Golfklúbbur Akureyrar 1935 og Golfklúbbur Vestmannaeyja 1938. Nýlega hafa verið gefnar út bækur um sögu golfsins hér og kemur þar fram að það voru tveir læknar, þeir Valtýr Alberts- son og Gunnlaugur Einarsson, sem voru forvígismenn að stofnun GR og frum- kvöðlar í uppbyggingu golfsins hérlendis.1 Þeir kynntust golfinu á námsárum í Dan- mörku og fluttu golfáhugann með sér til Íslands. Saga golfsins á Íslandi tengist því nokkuð læknum bæði fyrr og nú. Tilgangur þessarar greinar er ekki að rekja þá sögu heldur að fjalla um tiltekinn þátt en það eru golfferðir íslenskra lækna til Skotlands. Golfið er upprunnið í Skot- landi og heimildir segja að fyrst hafi verið leikið golf þar í námunda við Edinborg á átjándu öld. Í Skotlandi er því mikil golf- hefð og þar eru margir af frægustu golf- völlum heims. Fyrstu skipulögðu golfferðir Íslendinga til útlanda voru og til Skotlands í kringum 1970 en þá flaug Flugfélag Íslands til Glas- gow og Kaupmannahafnar. Læknar voru ekki upphafsmenn þessara ferða heldur aðrir áhugamenn um golf, meðal annarra bræðurnir Vilhjálmur og Tómas Árnasynir lögfræðingar, og aðilar í ferðaþjónustunni, þeir Birgir Þorgilsson sem þá starfaði hjá FÍ og Sigurður Matthíasson hjá Loftleiðum. Læknar tóku snemma þátt í þessum ferðum en meðal þeirra fyrstu sem fóru til Skotlands til að spila golf voru Sigurður Þ. Guðmundsson og Jón Þorgeir Hall- grímsson. Á þessum fyrstu árum var gist á Hotel Marine sem er frægt kennileiti í strandbænum North Berwick skammt frá Edinborg. Frá árinu 1987 hefur hópur lækna farið árvisst í golf til Skotlands í fyrstu viku maímánaðar. Meðal eftirminnilegustu manna í fyrstu ferðunum var Knútur Björnsson lýtalæknir sem var um árabil einn fremsti kylfingur af eldri kynslóð á landinu. Knútur var ættaður úr Vest- mannaeyjum og náfrændi Sveins Ársæls- sonar fyrrverandi Íslandsmeistara í golfi. Knútur var mjög flinkur golfari og var Íslandsmeistari eldri kylfinga um tíma. Hann var sérstaklega góður í stutta spilinu, þ.e. vippum og púttum, og fáir höfðu roð við honum á því sviði. Margt skemmtilegt er haft eftir Knúti á golfvellinum en hans frægasta setning er þó vafalaust: „Golfið byrjar við annað högg.“ Þessi regla vísar til þess að ekki sé allt fengið með löngu upphafshöggi heldur skipti oft meira máli að annað högg sé nákvæmt og komi boltanum inn á flöt. Önnur gullvæg regla Knúts var: „Taktu alltaf járninu meira en þú heldur að þú þurfir.“ Þessi regla er umdeild en þýðir að golfarinn geti ekki reiknað með að til- tekið járn skili alltaf hámarkshögglengd. Að lokum mun Knútur hafa haft þá reglu þegar taka þyrfti víti að: „Maður bakkar aldrei lengra en maður þarf.“ Knútur var eftirminnilegur læknir og golfsnillingur en hann lést árið 2014, 84 ára að aldri. Kristinn Jóhannsson hjartaskurðlæknir hefur lengi verið meðal fremstu golfara í læknastétt og var um tíma í landsliði Íslands eldri en 55 ára. Kristinn hefur undanfarin ár verið fararstjóri í golfferðum lækna til Skotlands og séð um að útvega hópnum rástíma á frægum völlum. Ís- lenski læknahópurinn er þekktur á East Lothian svæðinu undir nafninu The Johannsson group. Í golfferðum lækna eru alltaf fjórir í holli og keppa tveir á móti tveimur í punktakeppni án forgjafar, gjarnan upp á bjór eða eitthvað þaðan af betra. Kristinn er mikill keppnismaður og tapar sjaldan slíkri keppni. Þó man ég að eitt sinn gekk hálfilla hjá Kidda, mikið krafs í glompum, og gerðist hann þá þögull en sagði svo loksins á bílastæðinu eftir hringinn: „Ég er farinn héðan og kem aldrei hingað aftur.“ Svavar Haraldsson bæklunarskurð- læknir er einn af tryggustu Skotlands- förum í hópi lækna og fór fyrst í golf þar 1974. Hann kynntist golfinu á Akureyri þar sem hann byrjaði sem kylfusveinn og vallarstarfsmaður hjá GA á unglingsárum og spilaði þá á Íslandsmótum í lands- liðsflokki. Svavar er mjög högglangur og „klappar létt 250 metra“ í upphafshögg- unum. Svavar hefur mikið dálæti á Skot- landi og skoskum golfhefðum og þekkir betur til þar en flestir. Það svæði sem íslenskir læknar hafa farið á er eins og áður segir East Lothian svæðið sem er suðaustur af Edinborg og sunnan við Firth of Forth. Oftast hefur verið haldið til í North Berwick. Helstu vellir þar um slóðir sem við leikum á eru North Berwick West Links, Glen (áður East Links), Royal Dunbar, Gullane, Longnidd- rie, Kilspindie, Haddington og að lokum Muirfield þar sem British Open er haldið með reglulegu millibili. Muirfield er talinn einn af erfiðustu völlum í heimi og það þykir toppurinn í atvinnumannaheimi golfsins að vinna British Open á Muirfield. Hinum megin við flóann eru svo St. Andrews og Carnustie frægastir valla en ekki hefur verið spilað á þeim í þessum ferðum. Á kvöldin er farið út að borða á fínum veitingahúsum í North Berwick og nágrannabæjum þar sem veitingamenn taka fagnandi á móti okkur fastagestum sínum. Í fyrsta sinn sem undirritaður fór til Skotlands vorið 1996 voru margir góðir kylfingar með í ferðinni. Má þar nefna auk Knúts, Kristins og Svavars þá Guð- mund Arason, Hörð Bergsteinsson, Þráin Rósmundsson, Brynjólf Mogensen, Ársæl Jónsson, Ásgeir Jónsson, Ólaf Örn Steinn Jónsson lungnalæknir, formaður Golfklúbbsins Borgar á Landspítala steinnj@landspitali.is Ræðuhöld í lokahófi. Sigurður Þ. Guðmundsson lætur ljós sitt skína. Jón Þ. Hallgrímsson situr við hlið hans.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.