Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.03.2015, Blaðsíða 34

Læknablaðið - 01.03.2015, Blaðsíða 34
154 LÆKNAblaðið 2015/101 ■ ■ ■ Hávar Sigurjónsson U M F J Ö l l U n O G G R E i n a R Helgi Júlíus Óskarsson sérfræðingur í hjartaþræðingum og kransæðaútvíkk- unum hefur verið búsettur í Banda- ríkjunum allt frá árinu 1986. Glæsilegur læknisferill hans tók óvænta stefnu fyrir 9 árum þegar hann greindist með Parkin- sonsjúkdóminn. Helgi lagði þó ekki árar í bát heldur sneri sér að tónlistinni og hefur á undanförnum árum gefið út 5 hljómdiska með tónlist sinni og vakið verðskuldaða athygli. Helgi útskrifaðist úr læknadeild HÍ árið 1983 og var að eigin sögn óákveðinn með val á sérgrein. „Ég var eitt ár á Akur- eyri og tvö ár á Landspítalanum sem súperkandídat eins og það var kallað en 1986 hóf ég sérfræðinám í lyflækningum á Loyola University Medical Centre í Chicago. Þar var ég í þrjú ár, en fór síðan til sérnáms í hjartalækningum og hjartaþræðingum við University of Iowa Hospitals and Clinics í Iowa. Þar var ég í fjögur ár en þurfti að færa mig til Ne- braska í tvö ár til að fá græna kortið en fór síðan aftur til Iowa þar sem ég vann næstu þjú ár. Haustið 1998 fluttist ég síðan til High Point í Norður-Karólínu þar sem ég og félagi minn frá Iowa settum á stofn einkaklíník í hjartalækningum auk þess að vinna á sjúkrahúsi borgarinnar. Meðan ég dvaldi í Iowa og Nebraska varði ég miklum tíma í rannsóknavinnu og kennslu. Vann þó ávallt mikla klíníska vinnu með, þá sérstaklega við hjartaþræð- ingar og kransæðaútvíkkanir. Eftir að ég flutti til Norður-Karólínu vann ég mikið við almennar hjartalækningar. Síðustu fjögur árin í starfi kynnti ég mér nýjustu tækni í myndgreiningu hjarta og setti á stofn og stýrði myndgreiningarþjónustu sem bauð upp á segulómskoðun af hjarta og tölvusneiðmyndir af kransæðum. Þessi ár í Bandaríkjunum voru pökkuð með svakalegri vinnu, en þetta var geysilega skemmtilegur tími. Þegar ég greinist síðan með Parkinsonsjúkdóminn árið 2006 urðu breytingar sem urðu á endanum til þess að ég hætti að vinna við hjartalækningar.“ „Sjúkdómatryggingin bjargaði mér“ Dvalartími Helga og fjölskyldu hans í Bandaríkjunum spannar nær 25 ár, frá 1986 til 2010, en þá fluttu þau í raunar heimili sitt til Íslands en verða þó að dvelja ákveðinn lágmarkstíma á hverju ári í Bandaríkjunum til að viðhalda ríkis- borgararétti og tryggingaréttindum. „Ég greindist með Parkinson árið 2006, 48 ára gamall. Í fyrstu hafði þetta lítil áhrif á vinnugetu mína en þegar komið var fram á árið 2009 ákvað ég að hætta. Mín aðalsérgrein var hjartaþræðingar, þar sem aðgerðir voru oft gerðar undir miklu álagi. Ég fór að taka eftir því að þegar spenna kom upp við aðgerð fór ég að skjálfa í hnjánum og í höndunum. Ég var farinn að þurfa að einbeita mér að því að stjórna höndunum sem höfðu áður unnið sína vinnu sjálfkrafa. Mér fannst líka að ég væri ekki með fulla athygli við það sem ég var að gera við sjúklinginn. Þegar svona var komið vissi ég að þetta væri búið. Ef eitthvað hefði komið fyrir í aðgerð hjá mér eftir að sjúkdómsgreiningin lá fyrir hefði lögsókn gert algerlega útaf við mig. Ég steinhætti því að gera aðgerðir. Taugalæknirinn minn hafði strax í upp- hafi ráðlagt mér að hætta að vinna þar sem vinnuálagið og spennan sem fylgir hjartalækningum hefði slæm áhrif á fram- gang sjúkdómsins. Hann spurði hvort það væri ekki eitthvað annað skemmtilegt Tónlistin tók við af læknisferlinum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.