Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.03.2015, Blaðsíða 14

Læknablaðið - 01.03.2015, Blaðsíða 14
134 LÆKNAblaðið 2015/101 Umræða Alls voru 45,6% barnanna með einhver meltingarfæraeinkenni sem gætu bent til magavélindabakflæðis. Þetta er mjög hátt hlutfall miðað við margar erlendar rannsóknir þar sem algengi slíkra ein- kenna hjá börnum er um 5-10%.12-14 Það er þó ekki eindæmi því að 40% unglinga 13-18 ára í bandarískri rannsókn voru með einhver einkenni um bakflæði.22 Þetta háa hlutfall barna með meltingar- færaeinkenni í okkar rannsókn kann að skýrast af því að Europre- vall-rannsóknin snerist um fæðuofnæmi en magavélindabakflæði er algengara hjá þeim sem hafa fæðuofnæmi.23 Þegar skoðuð eru einstök einkenni eins og uppköst og ælur, voru 17,2% barnanna í rannsókninni með þau einkenni. Í norskri rannsókn á börnum þar sem borin voru saman einkenni um bak- flæði og niðurstöður úr sýrustigsmælingum í vélinda, höfðu upp- köst og ælur besta forspárgildi fyrir jákvæða sýrustigsmælingu.13 Súr uppgangur eða nábítur og ógleði voru algeng einkenni meðal barnanna í okkar rannsókn (24,5% og 30%). Þetta er einnig mun hærra hlutfall en sést í öðrum rannsóknum.14 Af börnum með píp eða surg í brjósti á síðustu 12 mánuðum höfðu 63,6% einhver ein- kenni um bakflæði og 56,4% barna með astmaeinkenni höfðu slík einkenni. Þetta eru mjög sambærilegar niðurstöður og aðrir rann- sakendur hafa fundið.6,7 Í bandarískri rannsókn á 5-12 ára börnum með þrálátan hósta, sem voru rannsökuð ítarlega vegna hóstans, voru bakflæði, ofnæmi og astmi langalgengustu skýringarnar á hóstanum.10 Í okkar rannsókn var brjóstsviði það einkenni sem hafði marktækustu tengslin við surg og astma. Meltingarfæraeinkenni voru til staðar hjá 60,2% þeirra barna er höfðu haft nefeinkenni síðastliðna 12 mánuði án þess að vera með kvefpest og voru tengslin marktækust við brjóstsviða og súrt eða ælubragð í munni (p<0,001) (tafla IV). Margir rannsakendur hafa fundið tengsl milli einkenna frá nefi og magavélindabakflæðis. Það eru þó ónógar sannanir fyrir því að súrt bakflæði sé orsaka- þáttur í langvinnum nefholubólgum.24 Rannsóknir benda samt til þess að taugaboð fari á milli vélinda og nefs, sem gæti haft áhrif á slímframleiðslu og valdið slímrennsli aftur í kok og hósta.25 Veikleiki þessarar rannsóknar byggist á nokkrum þáttum. Þátt- takendur voru ekki valdir með slembiúrtaki heldur var hér um fæðuofnæmisrannsókn að ræða og þátttakendur valdir með tilliti til þess. Ætla má að einkenni frá meltingarfærum séu algengari hjá þeim sem hafa fæðuofnæmi. Hins vegar telja mun fleiri að þeir hafi fæðuofnæmi en eru raunverulega með það. Auk þess geta einkenni fæðuofnæmis verið frá öðrum líffærakerfum en melt- ingar- eða öndunarvegi. Þar sem hópurinn sem svaraði ítarlega spurningalistanum sem rannsóknin byggir á var ekki sérstaklega valinn með tilliti til öndunarfæra- né meltingarfæraeinkenna, líta höfundar svo á að tengslin milli meltingarfæra- og öndunarfæra- einkenna í rannsókninni séu rétt. Þar við bætist að þegar viðmið- unarhópurinn, það er þeir sem neituðu því að sér yrði illt af ein- hverjum mat, er skoðaður sérstaklega, fást nánast sömu marktæku niðurstöður og þegar tengsl öndunar- og meltingarfæraeinkenna eru skoðuð hjá öllum hópnum. Rannsóknin byggist eingöngu á spurningalistum en ekki á hlutlægum athugunum rannsakenda. Spurningarnar um ein- kenni frá nefi og neðri öndunarvegum hafa þó verið gagnreyndar í stórum fjölþjóðlegum rannsóknum og áreiðanleiki þeirra hefur verið metinn og telst ásættanlegur.26,27 Efast hefur verið um áreið- anleika spurningalista til að greina magavélindabakflæði sé það borið saman við sýrustigsmælingar í vélinda. Allmörg börn með dæmigerð einkenni um bakflæði eru með eðlilega sýrustigsmæl- ingu í vélinda og sömuleiðis eru sum börn með jákvæða sýrustigs- mælingu án einkenna.13,28 Það kann að skýrast að einhverju leyti af því að einkennin eru ættuð utan meltingarvegar eða mælitíminn er ekki nægilega langur til þess að fanga bakflæðisatburðinn. Einnig getur bakflæði verið basískt, og greinist þá aðeins með viðnámsmælingu í vélinda, þó að það geti valdið einkennum frá öndunarfærum.29 Þessi rannsókn sýnir að tengsl eru milli einkenna sem benda til magavélindabakflæðis hjá 7-10 ára börnum í Reykjavík og surgs fyrir brjósti og viðvarandi astmaeinkenna. Sömuleiðis eru tengsl milli þessara einkenna og viðvarandi einkenna frá nefi. Höfundar telja mikilvægt að hafa magavélindabakflæði í huga hjá börnum með astma- og nefeinkenni, þegar aðrar greinilegar ástæður liggja ekki fyrir. ENgLiSH SUMMArY introduction: Asthma and rhinitis are common diseases in children often but not always caused by allergy. Gastroesophageal reflux is also prevalent in children and relationship with respiratory symptoms has been suggested. The aim of this study was to investigate this relations- hip in schoolchildren. Material and methods: As a part of multi-centre cross-sectional food allergy study (Europrevall), a short questionnaire was sent out to 2895 schoolchildren in Reykjavik 7-10 year old. of the 2346 (81%) children we received answers from we selected those that answered positively to questions regarding common foods and a random sample of those who denied any symptoms related to food. The selected children were invited to further study where they answered an extensive questionnaire that included questions regarding respiratory and gastrointestinal symptoms. Results: A significant correlation was found between a history of wheezing over the previous year and vomiting, (p<0.001) and feeling nauseous (p<0.001) in the past 6 months. There was also a correlation between asthma in the previous year and feeling nauseous (p<0.05), having a a burning or painful feeling in the middle of the chest (p<0.001) as well as nasal symptoms and vomiting (p<0.01), feeling nauseous (p<0.01), having a burning or painful feeling in the middle of the chest (p<0.01) and having a sour taste, like a taste of vomit in the mouth (p<0.001). Conclusion: This study shows a significant correlation between symp- toms of gastroesophageal reflux and respiratory and nasal symptoms. Clinicians should be aware of this association though the nature and direction of this association is still unclear. ¹University of Iceland Faculty of Medicine, ²Landspitali University Hospital, Dept. of Medicine, 3Childrens Hospital. key words: gastroesophageal reflux, wheezing, asthma, nasal symptoms, EuroPrevall. Correspondence: Michael Clausen, mc@landspitali.is Respiratory and gastrointestinal symptoms in 7-10 year old children in Reykjavík, iceland Michael Clausen1,2,3, Thorarinn Gislason¹٫², Svala Adalsteinsdottir¹, David Gislason¹٫² R A N N S Ó K N
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.