Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.03.2015, Blaðsíða 36

Læknablaðið - 01.03.2015, Blaðsíða 36
156 LÆKNAblaðið 2015/101 U M F J Ö l l U n O G G R E i n a R en hann sat við sinn keip. Svo dreymdi mig eina nóttina að ég væri að spila lögin mín með KK og þegar ég sagði konunni minni frá draumnum sagði hún að ég ætti endilega að tala við hann og leyfa honum að heyra lögin mín. Ég gerði það og KK tók mér afskaplega vel og sagði að lögin væru mjög frambærileg og hann skyldi koma mér í samband við einhvern góðan mann sem gæti hjálpað mér. Tveimur dögum seinna hringir hann og segir að hann hafi fundið rétta manninn fyrir mig, Svavar Knút að nafni. Ég hafði aldrei heyrt hann nefndan en féllst á að hitta hann og við náðum svona vel saman strax frá upp- hafi. Svavar Knútur er afskaplega vænn drengur og hann hjálpaði mér með fyrstu tvo diskana.“ Í takt við þjóðarpúlsinn Síðan hafa þrír diskar bæst við útgáfuna og óhætt að segja að Helgi sé ekki við eina fjölina felldur í tónlistinni því fyrstu tveir diskarnir voru að hans sögn blanda af þjóðlaga-, popp- og kántrítónlist. Á þriðja disknum var reggítónlist í öndvegi, þar á eftir kom blúsdiskur og svo bættist rólegur melódískur diskur í safnið síðastliðið haust. Helgi er núna að undirbúa fyrir upptökur á disk með fönktónlist. Hann er einnig að vinna að rokkdiski. „Ég fór fyrst að hafa gaman af rokki þegar yngsti sonur minn fór á kaf í það. Við rokkum og blúsum saman þegar hann kemur í heim- sókn en honum finnast lögin mín óttalega væmin og vill helst ekki vera að velta sér upp úr þeim. Hann er harður rokkari.“ Helgi kveðst eiga efni á nokkra diska í viðbót sem eru af ýmsu tagi, blús, reggí, popp, rokk og kántrí. Þrátt fyrir að sjúk- dómur Helga hafi gengið hægar fram en spáð var í upphafi hefur hann sannarlega haft sín áhrif. „Ég get ekki lengur spilað á gítarinn nema í svona klukkutíma eftir að ég tek lyfin mín. Þetta er engin spila- mennska til að hrópa húrra fyrir en nóg til þess að ég get komið frá mér hugmyndum. En ég hef nýtt mér tölvutæknina og er að semja tónlistina mína með tölvuforriti svo ég er ekki háður gítarnum til þess. Það er mikill kostur. Sjúkdómurinn birtist þannig hjá mér að vöðvar stífna og hreyfingar verða hægari. Ég fæ ekki þennan dæmigerða skjálfta sem margir tengja við Parkinson. Ég á líka erfitt með að syngja núorðið svo ég er hættur að koma fram.“ Textagerð er snar þáttur í að vinna lög- in og Helgi semur talsvert sjálfur af þeim. „Konan mín hefur líka gert mjög góða texta fyrir mig og einnig hefur Sigurður Albertsson skurðlæknir á Akureyri verið mér drjúgur. Ég sem yfirleitt lögin fyrst og svo verða textarnir til á eftir. Ég hef sára- lítið gert af því að semja lög við texta.“ Með tilkomu Helga í tónlistarlíf lands- ins hefur borið svolítið á umræðu um það hvort læknar sem stétt séu músíkalskari en aðrir. Helgi vill ekki tjá sig mikið um það, en hefur þó komið á fót tónleikaröð sem hefur verið haldin á Kaffi Rósenberg. Þar hafa komið fram hinir ýmsu læknar og áhangandi tónlistarmenn. Þetta framtak hefur mælst vel fyrir og tónleikarnir verið vel sóttir. „Ég ætla að leggja áherslu á að fá yngri kynslóðirnar með úr röðum ung- lækna og læknanema á þessu ári.“ Helgi segir líka að hann sé í góðri samvinnu við aðra tónlistarmenn úr læknastétt, til dæmis Hauk Heiðar, Michael Clausen, Svein Rúnar og fleiri. Tónlist Helga hefur sannarlega hitt á þjóðarpúlsinn því tvö lög af þriðja diski hans, Kominn heim, urðu gríðarvinsæl; hrunlagið hans, Stöndum saman, sungið af Valdimar Guðmundssyni, var eitt vinsæl- asta og mest spilaða lagið á Rás tvö árið 2012. Lagið Þú ert mín var valið vinsælasta lagið á Bylgjunni sama ár. Ég spyr Helga í lokin hvort honum hafi aldrei dottið í hug að senda lag inn í Júró- visjónkeppni RÚV. Hann hristir höfuðið og segir alla umgjörð þeirrar keppni með þeim hætti að hann sjái ekki tilgang með því. „Þetta er vinsældakeppni og gæði laganna eru nánast aukaatriði. Það er verið að velja krúttlegasta flytjandann og stórir hópar vina og ættingja sameinast um að hringja inn atkvæði til stuðnings sínum manni. Þetta er fyrirkomulag sem höfðar ekki til mín. Enda hef ég nóg að gera í tón- listinni án þess,“ segir hann að lokum og framundan er lokahnykkurinn við frágang sjötta disksins sem inniheldur fönkaða popptónlist. HÖRPA 11-12 APRÍL. Heimildir: 1. Lyxumia SPC 22.10.2014. Ábending: Lyxumia er ætlað til meðferðar fullorðinna með sykursýki af tegund 2, til þess að ná stjórn á blóðsykri í samsettri meðferð með sykursýkilyfjum til inntöku og/eða grunninsúlíni, þegar þau lyf ásamt sértæku fæði og hreyfingu hafa ekki nægt til þess að ná viðunandi blóðsykursstjórn.1 For spørsmål om våre penner og produkter kontakt Sanofis diabetestelefon på 800 36 444 sanofi-aventis Norge AS Strandveien 15 1366 Lysaker Telefon (+47) 67 10 71 00 Fax (+47) 67 10 71 01 www.sanofi.no Þegar sjúklingar með sykursýki tegund 2 ná ekki tilsettum markmiðum með notkun grunninsúlíns getur GLP-1-viðtakaörvi verið valkostur í stað skjótvirks insúlíns1 – lækkar blóðsykur eftir máltíð 1– Þarf einungis að nota einu sinni á dag 1 Viltu bæta GLP-1-viðtakaörva við insúlínmeðferðina? Veldu Lyxumia1 IS-LIX-14-12-01
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.