Læknablaðið - 01.03.2015, Blaðsíða 17
LÆKNAblaðið 2015/101 137
Inngangur
Endurlífgunartilraunir í hjartastoppum utan spítala á
höfuðborgarsvæðinu hafa verið vel rannsakaðar allt frá
árinu 1976.
Ef miðað er við erlendar rannsóknir hefur árangur
af endurlífgunum utan spítala á höfuðborgarsvæðinu
verið góður frá því farið var að veita þessa þjónustu.1,2 Í
Bandaríkjunum hefur lifun inni á gjörgæslu/legudeild
víðast verið milli 20-27% en þetta hlutfall hefur reynst
vera á bilinu 31-41% á Íslandi. Hlutfall þeirra sem lent
hafa í hjartastoppi og útskrifast lifandi hefur víðast
hvar verið á bilinu 3-16% í Bandaríkjunum en 9-19%
hér á landi.3-5 Rannsóknir hafa einnig sýnt að hlutfall
grunnendurlífgunar í meðhöndlun hjartastoppa á vett-
vangi hefur einnig verið hátt á Íslandi, eða 54% við síð-
asta uppgjör, en algengt er að þetta hlutfall sé á bilinu
30-35% í Bandaríkjunum.1-5
Á höfuðborgarsvæðinu var starfræktur neyðarbíll
með lækni samfellt á árunum 1982-2007. Þjónustusvæði
hans nær nú til Reykjavíkur, Kópavogs, Seltjarnarness,
Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Mosfellsbæjar og Álftaness.
Góðan árangur endurlífgunartilrauna á höfuð-
borgarsvæðinu í fyrri uppgjörum má líklega rekja til
margra þátta eins og samræmdrar neyðarsímsvörunar
Neyðarlínunnar, læknisþjónustu á neyðarbíl og þjálf-
unar sjúkraflutningamanna.1,2
inngangur: Á Reykjavíkursvæðinu sinnti neyðarbíll með lækni hjarta-
stoppum á árunum 1982-2007. Markmið rannsóknarinnar var að kanna
árangur endurlífgunar utan sjúkrahúsa á höfuðborgarsvæðinu árin 2004-
2007 og bera saman við niðurstöður fyrri rannsókna.
Efniviður og aðferðir: Þýði rannsóknarinnar náði til allra einstaklinga sem
fóru í hjartastopp árin 2004-2007 utan sjúkrahúsa á höfuðborgarsvæðinu
af völdum hjartasjúkdóma þar sem endurlífgun var reynd. Gögn voru
skráð samkvæmt Utstein-staðli um grunnþætti endurlífgunar.
niðurstöður: Á rannsóknartímabilinu höfðu 289 einstaklingar farið í
hjartastopp. Var endurlífgun reynd hjá 279 (97%) og hjartasjúkdómur talin
orsök hjartastopps í 200 tilvikum. Meðalaldur rannsóknarþýðisins var
67,7 ár og 76% voru karlar. Meðaltal útkallstíma var 6,3 mínútur. Lifandi á
sjúkrahús komust 107 (54%) og 50 (25%) útskrifuðust af sjúkrahúsi miðað
við 16-19% í fyrri uppgjörum (p=0,16). Hlutfall sleglatifs/sleglahraðtakts
var 50%, rafleysu 30% og rafvirkni án dæluvirkni 20%.
Árin 2004-2007 útskrifuðust 70% þeirra sem lögðust inn á gjörgæslu/
legudeild og voru með sleglatif/sleglahraðtakt á fyrsta riti borið saman
við 49% árin 1999-2002 (p=0,01). Í 120 (60%) tilvikum var vitni að hjarta-
stoppi og í 62% af þeim tilvikum var grunnendurlífgun beitt fyrir komu
neyðarbíls miðað við 54% í síðasta uppgjöri (p=0,26). Marktækur munur
var á lifun ef vitni var að hjartastoppi 37 (31%) á móti 5 (8%) ef ekki var
vitni (p<0,01).
Ályktanir: Fjórðungur þeirra sem reynt er að endurlífga úr hjartastoppi
útskrifast lifandi af sjúkrahúsi. Er árangurinn sambærilegur við síðustu
uppgjör á höfuðborgarsvæðinu (16-19%) en mjög góður samanborið
við erlendar niðurstöður (3-16%). Lifun sjúklinga sem lögðust inn á
gjörgæslu/legudeild med sleglatif/sleglahraðtakt sem fyrsta takt var
marktækt aukin miðað við fyrri uppgjör. Lifun var marktækt betri ef vitni
var að hjartastoppi.
Ágrip
Frá síðasta uppgjöri á árangri endurlífgunarþjón-
ustunnar hafa margvíslegar breytingar verið gerðar
á henni til að reyna að auka árangurinn enn frekar.
Tekin var upp stöðug vakt á hjartaþræðingarstofu Land-
spítala árið 2003 og á svipuðum tíma var farið að beita
kælingarmeðferð á gjörgæslu hjá meðvitundarlausum
sjúklingum sem lagðir voru inn eftir endurlífgun. Þá tók
endurlífgunarráð til starfa árið 2002 sem hefur unnið að
aukinni þekkingu og kennslu í endurlífgun á Íslandi.6,7
Starfsmenn neyðarbílsins hafa unnið samkvæmt al-
þjóðlegum leiðbeiningum um sérhæfða endurlífgun frá
árinu 2000. Hafa leiðbeiningarnar verið í endurskoðun
og voru þær uppfærðar árið 2005, með aukinni áherslu
á rafstuð og hjartahnoð á kostnað öndunaraðstoðar og
lyfja.8 Tilgangur rannsóknarinnar var að meta árangur
endurlífgunartilrauna vegna hjartastoppa af völdum
hjartasjúkdóma utan sjúkrahúsa á höfuðborgarsvæðinu
árin 2004-2007 og bera saman við fyrri rannsóknir.
Efniviður og aðferðir
Þýði rannsóknarinnar voru allar endurlífgunartilraunir
vegna hjartasjúkdóma utan sjúkrahúsa á höfuðborgar-
svæðinu á tímabilinu 1. janúar 2004 til 31. desember 2007.
Upplýsingar um endurlífgunartilraunir voru fengnar úr
Greinin barst
7. júlí 2014,
samþykkt til birtingar
23. janúar 2015.
Höfundur hefur
útfyllt eyðublað um
hagsmunatengsl.
Árangur endurlífgunartilrauna
utan spítala á Reykjavíkursvæðinu
árin 2004-2007
Brynjólfur Árni Mogensen2 læknir, Hjalti Már Björnsson1,3 læknir, Gestur Þorgeirsson2,3 læknir, Gísli Engilbert Haraldsson1 læknir,
Brynjólfur Mogensen1,3 læknir
1Bráðamóttöku,
2lyflækningasviði
Landspítala, 3læknadeild
Háskóla Íslands.
Fyrirspurnir:
brynjólfur Árni Mogensen
billimogens
@gmail.com
R A N N S Ó K N
Spiriva Respimat (tíórópíum)
Að minnsta kosti 40% astmasjúklinga
sem eru á meðferð með ICS/LABA
hafa viðvarandi einkenni og geta
haft gagn af frekari meðferð
1,2
Fyrir fullorðna astmasjúklinga
með viðvarandi einkenni þrátt
fyrir meðferð með ICS/LABA***
Auglýsingin er samþykkt af ENLIIS1
0
-1
1
-2
0
1
4
NÝTT
!
1. LA
MA**
til m
eðfer
ðar
við a
stma
Ábendingar: Berkjuvíkkandi viðhaldsmeðferð til að lina einkenni hjá sjúklingum með langvinna lungnateppu (LLT) og jafnframt sem
viðbót við berkjuvíkkandi viðhaldsmeðferð hjá fullorðnum sjúklingum með astma sem fá viðhaldsmeðferð með samsetningu af
innöndunarstera (>800 míkróg budesonid/sólarhring eða jafngildum innöndunarstera) og langverkandi β2-örva og sem hafa fengið
eina eða fleiri alvarlegar versnanir undangengið ár.3
** LAMA - langverkandi andkólínvirkt lyf
***(innöndunarstera/langverkandi β2-örva)
Heimild:
1. Rabe KF et al. Clinical management of asthma in 1999: the Asthma Insights
and Reality in Europe (AIRE) study. Eur Respir J. 2000;16(5):802-807.
2. Bateman ED et al. Can guideline defined asthma control be achieved?
Am J Respir Crit Care Med. 2004;170(8):836-844.
3. Samantekt á eiginleikum Spiriva Respimat www.serlyfjaskra.is