Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2005, Page 6

Frjáls verslun - 01.04.2005, Page 6
6 F R J Á L S V E R S L U N • 4 . T B L . 2 0 0 5 DANSKA FRÉTTASTOFAN RITZAU sagði frá fundi fulltrúa 20 íslenskra fyrirtækja í Kaupmannahöfn í síðustu viku og hafði eftir Hreiðari Má Sigurðssyni, forstjóra Kaupþings banka, að íslenska útrásin hefði staðið yfir í meira en 10 ár og kannski væru timbur- mennirnir í nánd: „Gleðskapurinn getur ekki haldið áfram,“ sagði Hreiðar. Ekki veit ég hvort þetta er rétt haft eftir honum. Reynslan hefur kennt okkur að það er ekki alltaf hægt að treysta því sem stendur í erlendum blöðum um Íslendinga. Ritzau hefur eftir Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, forstjóra Baugs, að hann sé sannfærður um að Íslendingar eigi eftir að kaupa fleiri fyrirtæki í Danmörku. Hann telur því að partýið sé ekki búið og að „veislan geti haldið áfram“. Ég heyrði raunar Jón Ásgeir segja við RÚV eftir þennan fund í Kaup- mannahöfn að eftir kaup Íslendinga á Magasin du Nord í nóvember sl. væri viðmótið öðruvísi af hálfu ýmissa forkólfa í dönsku viðskiptalífi, en að við- skiptavinir Magasin du Nord tækju Íslendingum vel – og það skipti Baug auðvitað mestu máli. ERLENDIR FRÉTTAMENN eru mjög tor- tryggnir út í útrás Íslendinga. Það sem þeir skilja ekki – og lái þeim hver sem vill – er hvernig það megi vera að lítil, 290 þúsund manna þjóð norður á hjara veraldar, fari að því að kaupa hvert fyrirtækið af öðru í Bretlandi og á Norðurlöndum. Eða eins og einn sagði: „Það er ekki einu sinni hægt að bera nöfn þessara manna og fyrirtækja fram.“ Erlendir fréttamenn spyrja alltaf sömu spurningar: Hvaðan kemur allt þetta fé Íslendinga? Síðan hrista þeir höfuðið. Þarna eiga þeir að vita betur. Þeir þyrfti einungis að skoða aðrar fréttir á síðum dagblaða sinna til að fá svarið – og sjá að yfir- tökur Íslendinga eru ævinlega í samvinnu við stóra og þekkta banka í Evrópu, eins og Bank of Scotland, HBOS, Barclays og Deutsche Bank, svo nokkrir séu nefndir. Bankarnir fjármagna þessi viðskipti, „ausa í Íslendingana fé“, eins og einhver orðaði það. Annað fjármagn til kaupanna kemur úr eigin vasa fjárfesta, þótt það sé að vísu oft líka lánsfé. VEÐ ERLENDU BANKANNA liggja langoftast einungis í hluta- bréfunum sjálfum. Þeir eru ekki með „belti, axlabönd og fallhlíf“ sem tryggingar þegar svo háar fjárhæðir eru lánaðar, eins og bankarnir eru með þegar þeir lána okkur smælingjunum. En á mannamáli þýðir þetta, að það eru erlendu bankarnir sem taka mesta áhættu af útrás „ungu ljónanna“ frá Íslandi sem og fjárfestarnir sjálfir, þ.e. ljónin sjálf. Þetta er ekkert nýtt, svona hefur þetta alltaf verið í hluta- bréfaviðskiptum. Ef allt fer til fjandans eru það fjárfestarnir sjálfir og bankarnir sem tapa. Þó það nú væri, það eru þeir sem taka áhætt- una. Íslenska þjóðin tapar ekki nema óbeint. Það væri þá einna helst í formi þess að íslensku fyrirtækin í útrásinni greiða hér skatta og skyldur, arðgreiðslurnar að utan „koma heim“ sem og ávinningurinn af hækkandi gengi bréfanna sem að lokum þýðir væntanlega sölu- hagnað. Ennfremur myndu íslensku bankarnir missa spón úr aski sínum vegna lána, þjónustu og ráðgjöf. ÞAÐ FER HINS VEGAR ekki á milli mála að það er mikil viður- kenning fyrir íslensku kaupsýslumennina hvað stóru, erlendu bank- arnir hafa mikla trú á viðskiptahugmyndum þeirra – sem og þeim sjálfum. Það lánar enginn banki manni 30 til 100 milljarða án þess að trúa á fjárfestingu hans og treysta honum prívat og persónulega. NÝLEGA LAS ÉG grein í Financial Times þar sem því var haldið fram að sumum úti þættu Íslendingar svolítið barnalegir í vinnubrögðum og sýndu ekki nægilega þolinmæði við samningaborðið. Það sæist langar leiðir á þeim að þeir ætluðu sér að kaupa og yfirtaka viðkomandi fyrirtæki, nánast hvað sem það kostaði. Þeir yrðu trúverðugari ef þeir sýndu að þeir gætu einhvern tíma gengið frá samningaborði án samnings. FINANCIAL TIMES velti því sömuleiðis upp hvort íslensku fjárfestarnir væru jafn snjallir við að reka fyrirtækin og að kaupa þau. Það væri sitthvað að vera snjall í að reka stórt fyrirtæki með hagnaði og sýna alla þá stjórnkænsku sem til þess þyrfti eða vera snillingur í að kaupa fyrirtæki. Þetta er skemmtileg hugsun. Það verður t.d. mjög fróðlegt að sjá hvernig Jóni Ásgeiri tekst að snúa rekstrinum við hjá Magasin du Nord sem tilkynnti einmitt í síðustu viku að fyrirtækið hefði tapað 3,4 milljörðum kr. á síðasta rekstrarári sem lauk 28. febrúar sl. og að tapið hefði tvöfaldast frá árinu áður. Auðvitað var tapið eitthvað sem íslensku fjárfestarnir vissu um þegar þeir keyptu fyrirtækið. En Baugur á greinilega mikið verk fyrir höndum í Kaupmannahöfn. GALDURINN Á BAK við allar fjárfestingar er að kaupa eitthvað sem mun bera sig. Þess vegna er talað um v/h hlutfall, þ.e. verðmæti fyrirtækis deilt með hagnaði þess. Þetta hlutfall merkir hversu mörg ár hagnaðurinn er að greiða upp fjárfestinguna. Sumir gefa sér 10 ár til þess, aðrir 20 eða 25. En það sem skiptir öllu máli; það er hagn- aðurinn af fjárfestingunni sem greiðir hana upp að lokum. Það er svarið við hinni þrálátu spurningu erlendra fréttamanna: Hvernig fara þeir að því að kaupa öll þessi fyrirtæki? EN ER PARTÝIÐ BÚIÐ? Er útrásinni að ljúka? Svarið er einfalt. Ekki ef íslensku fjárfestarnir eru jafn snjallir við að reka fyrirtækin og að kaupa þau. Þá verður „veislunni margt í“ áfram. Jón G. Hauksson RITSTJÓRNARGREIN ER ÚTRÁSINNI AÐ LJÚKA? „Veislan getur ekki haldið áfram“ Er partýið búið? Ekki ef íslensku fjárfestarnir eru jafn snjallir við að reka fyrirtækin og að kaupa þau.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.