Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2005, Qupperneq 8

Frjáls verslun - 01.04.2005, Qupperneq 8
KYNNING8 F R J Á L S V E R S L U N • 4 . T B L . 2 0 0 5 Á rið 1993 stofnuðu bræðurnir Friðrik og Jóhannes Larsen fyrirtæki sem sérhæfði sig í því að selja og merkja boli. Það fékk nafnið Bros-bolir. Fyrirtækið var fljótt að ná fótfestu og hefur verið í stöðugri sókn síðan og nú er svo komið að fyrirtækið selur og merkir nánast allan fatnað og auglýsingavörur sem fyrirtæki og félög geta notað í sínu kynningarstarfi. Nafni fyrirtækisins var breytt og heitir það nú einfaldlega Bros. Frá upphafi hefur allt kapp verið lagt á að finna erlenda framleiðendur sem bjóða vandaðar vörur og geta afgreitt þær með stuttum fyrirvara á góðu verði. Sturlaugur Þór Halldórsson er sölu- og markaðsstjóri Bross og var hann beðinn að segja frá fyrirtækinu og starfsemi þess: „Við sérhæfum okkur í að merkja vörur og með sanni má segja að mikil fjölbreytni er hjá okkur hvað þetta varðar. Við flytjum inn megnið af þeim vörum sem við merkjum og erum í dag með mikið af góðum umboðum sem bjóða uppá vandaðar vörur. Í upphafi hét fyrirtækið Bros-bolir og þá var nánast eingöngu unnið í að merkja boli og erum við leiðandi á þeim markaði enn þann dag í dag og seljum um 150 þúsund stuttermaboli á ári. Starfsemin hefur síðan víkkað jafnt og þétt eftir því sem fjölbreytnin hefur aukist.“ Miklar breytingar á stuttum tíma Bros hefur frá upphafi verið til húsa í Síðumúla 33 í Reykjavík og hefur nú yfir að ráða 1500 fermet- rum í húseigninni. Starfsmenn eru 25, þar af 5 sölumenn. Samheldinn hópur starfar hjá fyrirtækinu. Allt starfsfólkið leggst á eitt um að finna réttu lausnina þegar fyrirtæki og félög leita að gjöfum handa starfsfólki og viðskiptavinum. Ávallt er leitast við að ná fram hagstæðustu kjörum. Sturlaugur segir að stærsta breytingin á rekstri fyrirtækisins hafi orðið árið 2000. „Þá byrjuðum við í gjafavörunum. Í framhaldi af því kaupum við Fjölprent, en það fyrirtæki var aðallega í fánum og silki- prentuðum miðum. Síðar kaupum við fyrirtækið Snara sem var með auglýsinga- og hátíðarvörur og Bros stækkar enn. Þessum kaupum fylgdu umboð sem bættust við þau umboð sem Bros var með fyrir. Í framhaldi af þessum höfum við enn verið að auka við starfsemina og erum við nýlega komnir með umboð fyrir sérlega vandaðan Storm- tech útivistar- og golffatnað. Stormtech hefur 25 ára reynslu af fram- leiðslu á hágæða útivistarfatnaði fyrir kröfuharðan markað Kanada og Norður-Ameríku. Einnig hafa þeir um árabil verið leiðandi í sölu og framleiðslu á golffatnaði.“ Sérstakar gjafir Bros hefur einnig góð sambönd við fyrirtæki sem standa utan við auglýsingavörumarkaðinn þannig að flestir ættu að geta fundið vöruna sem þá vantar með þeirra hjálp. „Við leitum stöðugt að nýjum fyrirtækjum sem bjóða frambærilegar vörur á góðu verði. Og í dag horfum við sérstaklega til þeirra sem framleiða vandaðar klassískar hönnunar- og gjafavörur.“ TEXTI: HILMAR KARLSSON BROS - AUGLÝSINGAVÖRUR: VANDAÐAR VÖRUR AFGREIDDAR MEÐ STUTTUM FYRIRVARA Bros er til húsa að Síðumúla 33.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.