Frjáls verslun - 01.04.2005, Side 11
F R J Á L S V E R S L U N • 4 . T B L . 2 0 0 5 11
Því er fagnað um þessar mundir
að fimmtíu ár eru frá því að
fyrsta flugvél Loftleiða flaug
til Lúxemborgar, en þá hófst
nýr kafli í íslenskri flugsögu.
Mikið var mikið um dýrðir á
Lúxemborgarflugvelli þegar
fyrsta vél Loftleiða lenti þar 22.
maí 1955.
Tildrög flugsins voru þau að
Loftleiðum, sem var fyrsta lág-
fargjaldaflugfélagið í heiminum,
höfðu smátt og smátt verið
settir afarkostir varðandi far-
gjöld til verndar ríkisflugfélögum
í þeim löndum í Evrópu sem
Loftleiðir höfðu flogið frá vestur
um haf, með viðkomu á Íslandi.
Í Lúxemborg var ekkert
flugfélag starfandi, enda var
Loftleiðum tekið þar opnum
örmum. Í upphafi var umfang
Lúxemborgarflugsins takmarkað.
Notaðar voru DC-4 flugvélar með
aðeins 54 sæti. Flugvélarnar
voru án jafnþrýstibúnaðar, hæg-
gengar og óhagkvæmar. Með
tilkomu DC-6B flugvéla árið
1960, sem voru hraðskreiðari
og með jafnþrýstibúnaði, jókst
framboð sæta stórlega, enda
mun hagkvæmari flugvélar. Frá
1964 voru notaðar Rolls Royce
400 flugvélar, skrúfuþotur
með 189 sæti. Um tíma voru
Loftleiðir þá með stærstu flug-
vélar á Atlantshafinu. Frá árinu
1970 voru teknar í notkun DC-8
flugvélar með 249 sæti. Þá var
umfang Lúxemborgarflugsins
mest, komst upp í 4-5 ferðir
daglega. Þegar fluginu var hætt
1999 voru notaðar Boeing 757
í flugið. Hafði áætlunarflugi frá
Lúxemborg þá fækkað verulega.
Lúxemborgarflugið var vendi-
punktur í starfsemi Loftleiða
í byrjun sjöunda áratugarins.
Mikill hagnaður myndaðist á
næstu árum og byggt var fyrir
eigið fé, fyrst skrifstofu-
byggingin 1964 og Hótel
Loftleiðir 1966.
FRÉTTIR
Þeir stýra Samskipum. Ólafur Ólafsson, starfandi stjórnarformaður, og forstjórarnir Michael F. Hassing og Ásbjörn Gíslason. Fimmtíu ár frá fyrsta flugi Loftleiða til Lúxemborgar
Móttökuathöfn á flugvellinum í Lúxemborg 22. maí 1955.
Ingólfur Jónsson samgöngumálaráðherra flytur ávarp við móttöku-
athöfnina. Fréttaritari frá Luxemborg heldur á hljóðnema og hægra
megin við Ingólf er Pierre Hamer, flugmálastjóri í Lúxemborg
Fulltrúar Loftleiða og íslenskir embættismenn ganga frá borði
við komuna til Lúxemborgar Talið frá vinstri: Alfreð Elíasson
forstjóri, Kristján Guðlaugsson stjórnarformaður, Sigurður
Magnússon blaðafulltrúi, Sigurður Helgason, varaformaður
stjórnar, Kristinn Olsen flugstjóri, Agnar Kofoed-Hansen flug-
málastjóri og Ingólfur Jónsson, samgöngumálaráðherra.