Frjáls verslun - 01.04.2005, Blaðsíða 22
FORSÍÐUGREIN
„Við bjuggum okkur einfaldlega til rými og nýjan hóp viðskipta-
vina. Greifinn er fjölskylduvænn staður, umhverfið þægilegt,
þjónustan hröð en góð og matseðilinn alþjóðlegur og fjölbreyttur.
Þjóðvegur eitt liggur einnig fram hjá okkur og því vorum við að
mörgu leyti nær hjartanu heldur en í miðbænum, auk þess sem við
þurftum ekki að glíma við bílastæðaskort eins og veitingahúsin
þar.Það er fyrst og fremst heimamarkaðurinn
sem við höfum einbeitt okkur að og hann er allt
kjördæmið. Við erum stoltir af því að geta sagt
að Greifinn er uppáhaldsstaður Akureyringa,“
segir Sigurbjörn Sveinsson, framkvæmdastjóri
Veitingahússins Greifans, og sýnir kannanir
þar að lútandi.
„Aðsókn og velta Greifans hafa vaxið jafnt
og þétt og við höfum tvisvar sinnum stækkað
staðinn, fyrst árið 1991 þegar við opnuðum 50
manna sal í sama húsnæði og svo árið 1996
þegar við festum kaup á allri jarðhæðinni að
Glerárgötu 20 svo nú telur hann 600 fermetra og tekur um 150
manns í sæti. Árleg velta veitingahússins fór úr fáeinum milljónum
króna á stofnárinu og í um 130 milljónir árið 1998. Þá tókum við
yfir veitingarekstur Hótels Kea, en við það urðu kaflaskil í rekstri
fyrirtækisins.“
Fýsilegur hótelrekstur
„Við vorum beðnir um að taka að okkur Hótel Kea og gerðum það.
Fosshótel var þá að taka yfir gistireksturinn. Það er því ekki hægt
að segja að þetta hafi verið úthugsuð framrás af okkar hálfu. Hér
lágu hins vegar leiðir okkar og Páls Lárusar saman en hann var þá
hótelstjóri á Hótel Kea og Hótel Hörpu,“ segir Hlynur og Páll Lárus
bætir við: „Vorið 2000, þegar við höfðum unnið hér saman í tvö ár
og átt mjög farsælt samstarf, var rekstur Fosshótela á Hótel KEA og
Hótel Hörpu til sölu. Ég lagði þá til við þá félaga að við sameiginlega
myndum kaupa reksturinn og að vandlega íhuguðu máli ákváðum
við að slá til.“
Það var svo hinn 1. janúar árið 2000 sem
Veitingahúsinu Greifanum hf. var breytt í Eignar-
haldsfélagið Greifann hf. og um leið stofnuð tvö
dótturfélög, Veitingahúsið Greifinn ehf., sem rekur
samnefndan veitingastað, og Keahótel ehf., sem
annast rekstur allra hótelanna.
- Hótelrekstur hefur löngum þótt erfiður og
sveiflurnar miklar í rekstri og afkomu eins og í
fleiri greinum ferðaþjónustunnar. Hvað var það
sem að ykkar mati gerði hótelrekstur skyndilega
að fýsilegum fjárfestingarkosti?
„Reynslan af þessum rekstri, sem við vorum búnir að afla
okkur, skipti auðvitað afar miklu máli. Við höfðum fulla trú á því
að slíkur rekstur gæti gengið upp og gátum líka sýnt fram á það.
Við höfðum einnig trú á að með fjölgun hótela yrði samlegðin
meiri og reksturinn fengi styrkari stoðir. Við erum með tiltölulega
litla yfirstjórn. Öll markaðs- og sölumál eru sameiginleg sem og
bókhald og fleira. Það eykur hagræðið í rekstrinum,“ segir Páll
Lárus.
Næstu kaflaskil urðu í rekstrinum einu og hálfu ári síðar þegar
Eignarhaldsfélagið Greifinn ákvað að nýta forkaupsrétt sinn á
húseignum Hótel KEA og Hótel Hörpu, þ.e. Hafnarstræti 87-89 og
22 F R J Á L S V E R S L U N • 4 . T B L . 2 0 0 5
HVERJIR ERU GREIFARNIR?
HLYNUR JÓNSSON
38 ára. Framkvæmda- og fjár-
málastjóri Eignarhaldsfélagsins
Greifinn hf. Hlynur stofnaði
fyrirtækið 29. janúar árið 1989.
Hann er með grunnskólapróf,
hóf nám í matreiðslu en lauk
ekki og hefur sótt námskeið
í stjórnun og rekstri. Hann er
fæddur á Akureyri og uppalinn í
Eyjafjarðarsveit.
„Á yfirstandandi ári
gerum við ráð fyrir að
veltan verði nálægt 800
milljónum og á því næsta
um 900 milljónir. Hjá
okkur starfa um 150-
160 manns í um 100
stöðugildum.“
PÁLL L. SIGURJÓNSSON
43 ára. Framkvæmdastjóri
Keahótela hf. Hann er raf-
virki að mennt og gengur inn í
félagið þegar Eignarhaldsfélagið
Greifinn hefur hótelrekstur á
Hótel Kea og Hótel Hörpu árið
2000. Hann er fæddur og upp-
alinn í Neskaupstað en flutti til
Akureyrar árið 1997.