Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2005, Page 32

Frjáls verslun - 01.04.2005, Page 32
32 F R J Á L S V E R S L U N • 4 . T B L . 2 0 0 5 D A G B Ó K I N Fram kemur að Actavis nái með kaupunum fótfestu á markaði í Bandaríkjunum og geti markaðssett lyf sín á stærsta lyfjamarkaði heims í gegnum sölustarfsemi Amide. Þannig gefist tækifæri til að auka tekjur félagsins og framlegð og styrkja stöðu Actavis-samstæðunnar. Þá gefist tækifæri til að mark- aðssetja lyf Amide á núverandi mörkuðum Actavis í Evrópu. Allir lykilstjórnendur Amide um að halda áfram störfum hjá félaginu en forstjóri félagsins, Divya C. Patel, tekur sæti í framkvæmdastjórn Actavis. Starfsmenn Amide eru um 200 talsins. 21. maí Þórunn selur AVIS Það kom nokkuð flatt upp á menn þegar það var tilkynnt að Þórunn Reynisdóttir, forstjóri bílaleigunnar Avis og annar eigenda fyrirtækis, væri búin að selja fyrirtækið. Kaupandi var bílaleigan ALP, sem einnig rekur Budget- bílaleiguna. Seljandi var fyrirtækið Auto Reykjavík en einungis bíla- leigurekstur Avis á Íslandi var seldur út úr félaginu. Þórunn Reynisdóttir, fráfarandi forstjóri AVIS og annar eigenda, sagði í Morgunblaðinu, að sl. ár hafi ítrekað verið óskað eftir því að kaupa reksturinn. „Svo kom álitlegt tilboð sem við gengum að,“ sagði Þórunn og bætti því við að hún væri búin að vera í þessum rekstri í 15 ár. „Nú er góður tími til að hætta. Kominn tími til að gera nýja hluti og fara í útrás.“ Hún hefur átt Avis-bílaleiguna í félagi við Bandaríkjamann. Knútur G. Hauksson, forstjóri Heklu. 23. maí Knútur með bíladellu Knútur G. Hauksson, fyrrverandi forstjóri Samskipa, tók við starfi forstjóra Heklu um mánaðamótin um leið og Tryggvi Jónsson varð starfandi stjórnarformaður. Knútur eignast jafnframt hlut í Heklu. Hjörleifur Jakobsson, for- stjóri Olíufélagsins, hætti sem stjórnarformaður en hann situr áfram í stjórn Heklu. Knútur er verkfræðingur að mennt og að eigin sögn með „mikla bíla- dellu“. Það hefur vakið athygli margra að Knútur og Hjörleifur, tveir af nánustu samstarfs- mönnum Ólafs Ólafssonar, stjórnarformanns Samskipa, séu í forystusveit Heklu. Það var mikil spenna í lofti þennan dag. Einkavæðingarnefnd sendi frá sér tilkynningu um að 12 af 14 hópum sem hefðu sent inn óbindandi tilboð í Símann fengju að halda áfram og taka áfram þátt í útboðinu. Með öðrum orðum: 12 fjár- festahópar fá að afla sér frekari upplýsinga um Símann í gegnum kynningar, heimsóknir og áreiðan- leikakannanir í því augnamiði að gera bindandi tilboð í hlut ríkis- ins í Símanum í júlílok. Sex þessara fjárfestahópa eru skipaðir erlendum aðilum eingöngu og þrír hópar einungis innlendum fjárfestum. Þeir hópar, sem fá að taka þátt í ferlinu áfram, eru eftir- farandi: 1. Advent International, Bretlandi 2. Breski fjárfestahópurinn Altia sem í eru: David Ross Capricorn Ventures BVI Sun Capital TDR Capital 3. Apollo Management V, L.P, Bandaríkjunum 4. Fjárfestahópur sem í eru: Atorka Group hf. Frosti Bergsson Jón Helgi Guðmundsson Jón Snorrason Sturla Snorrason 5. Fjárfestahópur sem í eru: Burðarás hf. Kaupfélag Eyfirðinga svf. Ólafur Jóhann Ólafsson LLC Talsímafélagið ehf. Tryggingamiðstöðin hf. 6. Fjárfestahópur sem í eru: Cinven Limited, Bretlandi Straumur fjárfestingarbanki 7. Fjárfestahópur sem í eru: Exista ehf. Kaupþing Banki hf. Lífeyrissjóður verslunar- manna Lífeyrissjóður sjómanna Sameinaði lífeyrissjóðurinn Samvinnulífeyrissjóðurinn MP fjárfestingarbanki Skúli Þorvaldsson 8. Fjárfestahópur sem í eru: Hellman og Friedman Europe Limited, Bretlandi Warburg Pincus LLC, Bandaríkjunum D8 ehf. 9. Madison Dearborn Partners LLC, Bandaríkjunum 10. Providence Equity Partners Ltd., Bretlandi 11. Fjárfestahópur sem í eru: Ripplewood, Bandaríkjunum MidOcean, Bandaríkjunum Íslandsbanki 12. Thomas H. Lee Partners L.P., Bandaríkjunum Þeir hópar, sem lögðu fram tilboð en er ekki boðið að halda áfram, eru Summit Partners Ltd. í Bretlandi og Telesonique S.A. í Sviss. 25. maí Hver þeirra fær Símann í júlílok? Þórunn Reynisdóttir
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.