Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2005, Síða 33

Frjáls verslun - 01.04.2005, Síða 33
F R J Á L S V E R S L U N • 4 . T B L . 2 0 0 5 33 D A G B Ó K I N 23. maí Engey er með sjö þilför Nýjasta skip HB-Granda hf. kom til landsins þennan dag frá Póllandi og er um að ræða stærsta skip íslenska fiskveiði- flotans. Nafn skipsins er Engey RE-1 og er það um 7 þús. brútt- ótonn að stærð og 105 metra langt. Skipið er 20 metra breitt og með sjö þilför. Skipið er smíðað í Vigo á Spáni árið 1994. HB-Grandi keypti skipið í nóvem- ber og hefur það verið í umfangs- miklum breytingum í Póllandi síðastliðna mánuði. 24. maí Ásbjörn til Íslands Það þurfti ekki að bíða lengi eftir tilkynningu frá Samskipum um það hver yrði eftirmaður Knúts G. Haukssonar. Ásbjörn Gíslason, forstjóri Samskipa í Hollandi, flytur sig um set til Íslands og tekur við af Knúti á aðalskrifstofu félagsins. Hann verður forstjóri ásamt Dananum Michael F. Hassing, fyrrveranda forstjóra skipafélagsins Mærsk á Bretlandi. Hassing mun einkum sinna gámaflutningastarfsemi Samskipa erlendis og flutning- smiðlun félagsins. 25. maí Nýir stjórnar- menn í TM Á hluthafafundi Trygginga- miðstöðvarinnar hf. voru Páll Þór Magnússon og Kjartan Broddi Bragason kosnir nýir í stjórn félagsins en auk þeirra skipa stjórnina þau Geir Zoëga, Guðbjörg M. Matthíasdóttir og Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson. 26. maí Kaupþing og Nýherji verðlaunuð Kaupþing banki og Nýherji fengu verðlaunin IR Nordic Awards fyrir Íslands hönd sem afhent voru á glæsilegri verðlaunahátíð á Nordica hóteli fimmtudags- kvöldið. Þetta var galahátíð eins og hún gerist best – þar sem allir skörtuðu sínu fínasta pússi. Það er breska fagtímaritið Investor Relations Magazine sem veitir norrænum fyrirtækjum þessi verðlaun fyrir fjárfesta- tengsl en um 200 fagfjárfestar og greiningaraðilar hafa tilnefnt norræn fyrirtæki til þeirra. (Sjá nánar á bls 16.) 30. maí Hagnaður af rekstri Haga 1,3 milljarðar Hagnaður af rekstri Haga, að teknu tilliti til reiknaðra skatta nam 1.302 milljónum króna á síðasta rekstrarári félagsins sem lauk 28. febrúar. Hagnaður fyrir fjármagnsliði og skatta nam 26 milljónum króna. Hins vegar var stórfelldur söluhagnaður vegna sölu félagsins á Lyfju, sem fellur undir fjármagnstekjur, og skýrir hann hagnað fyrirtækisins. Stjórnendur telja hagnaðinn undir væntingum. Hagar reka Bónus, Hagkaup, 10-11, Skeljung, Útilíf, Zöru, Debenhams og Topshop. Samtals á félagið 81 verslun í þessum þremur löndum. Jafnframt á fyrirtækið innkaupafyrirtækið Aðföng og Grænt og vöruhótelið Hýsingu. 31. maí Þórólfur forstjóri Icelandic Group Það var nokkuð sérstakt hvernig að forstjóraskiptunum í Icelandic Group var staðið. Þórólfur Árnason, fv. borgarstjóri og forstjóri Tals, mætti til Kína og tók þar á móti forsetanum og fylgdarliði „nánast í beinni útsendingu“. Enginn fjölmiðill kom með skýringu á því daginn eftir hvers vegna Þórólfur væri þarna. Nokkrum dögum síðar fór sá kvittur í gang að hann ætti að taka við starfi forstjóra Icelandic Group af Gunnari Svavarssyni, sem verið hefur forstjóri SH frá árinu 1999. Icelandic Group varð til við sameiningu Sölumiðstöðvar hrað- frystihúsanna og Sjóvíkur. Fyrsti hluthafafundur hins nýja félags var haldinn 30. maí og þar var samþykkt að breyta nafni félags- ins í Icelandic Group og ráða Þórólf sem forstjóra. Þórólfur Árnason, forstjóri Icelandic Group. 27. maí Magnús Scheving samdi við Disney Latibær hefur gert samning við Disney fjölmiðlafyrirtækið um dreifingu á sjónvarpsþáttaröðinni í Frakklandi, Spáni og Ítalíu. Magnús Scheving, forsvarsmaður Latabæjar vinnur nú að því að koma þáttaröðinni í sýningu í sem flestum löndum, en nú þegar sýna sjónvarpsstöðvar í Bandaríkjunum, Kanada og Suður- Ameríku þættina. Þættirnir um Latabæ eru að slá í gegn á heimsvísu.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.