Frjáls verslun - 01.04.2005, Page 51
F R J Á L S V E R S L U N • 4 . T B L . 2 0 0 5 51
Þ
að telst til tíðinda þegar tvö af
stærstu bæjarfélögum landsins fá
á sama tíma nýja bæjarstjóra. Það
sem meira er; þeir bera báðir nafnið
Gunnar. En þannig er þessu núna
farið í Kópavogi og Garðabæ. Fyrrverandi
forseti bæjarstjórnar Kópavogs, alþingis-
maðurinn Gunnar Birgisson, hefur tekið við
sem bæjarstjóri í Kópavogi. Gunnar Einars-
son, forstöðumaður fræðslu- og menningar-
sviðs Garðabæjar síðastliðin tíu ár, hefur
tekið við sem bæjarstjóri í Garðabæ.
Báðir eru þekktir menn, þó hvor á sínu
sviði. Gunnar Birgisson hefur verið oddviti
sjálfstæðismanna í Kópavogi undanfarin
kjörtímabil og löngu kunnur fyrir setningu
sína: „Það er gott að búa í Kópavogi.“ Það
varð úr eftir síðustu sveitarstjórnarkosning-
arnar 2002 að Sjálfstæðisflokkurinn fengi
embætti bæjarstjórans í Kópavogi vorið
2005 og að Gunnar tæki þá við af Sigurði
Geirdal. Sigurður lést á síðasta ári fyrir
aldur fram og tók Hansína Björgvinsdóttir
við bæjarstjórastarfinu af honum. Hún
afhendir núna keflið til Gunnars Birgis-
sonar.
Gunnar Einarsson var á yngri árum einn
þekktasti handknattleiksmaður landsins.
Lék með FH og hélt síðan í víking til Þýska-
lands þar sem hann spilaði með Göppingen.
Gunnar varð mjög óvænt bæjarstjóri á dög-
unum þegar Ásdís Halla Bragadóttir var
ráðin forstjóri Byko. Það er athyglisvert að
í annað sinn á tiltölulega skömmum tíma
hefur bæjarstjórinn í Garðabæ verið ráðinn
til stórfyrirtækis. Ingimundur Sigurpálsson
var ráðinn forstjóri Eimskips haustið 2000
eftir að hafa gegnt starfi bæjarstjóra í
Garðabæ í þrettán ár, eða frá árinu 1987.
Ásdís Halla tók við af Ingimundi og leiddi
lista Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ í síð-
ustu kosningum, vorið 2002.