Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2005, Page 53

Frjáls verslun - 01.04.2005, Page 53
F R J Á L S V E R S L U N • 4 . T B L . 2 0 0 5 53 S V E I T A R S T J Ó R N A R M Á L G unnar Birgisson tók við af Hansínu Björgvinsdóttur sem bæjarstjóri í Kópavogi hinn 1. júní sl. Gunnar hefur verið oddviti sjálfstæðismanna í Kópa- vogi og formaður bæjarráðs frá árinu 1990 og er því ekki ókunnugur starfsumhverfinu. En hvernig hyggst hann stjórna Kópavogi? „Með nýjum mönnum koma nýir siðir, það er alltaf þannig,“ segir Gunnar og vill ekki gefa upp hvort hann hafi einhverjar ákveðnar breytingar í huga. „Það verður bara að koma í ljós. Við vinnum náttúrlega eftir ákveðnum meirihlutasamningi og þar er að finna áherslumál beggja flokkanna. Samstarf sem þetta byggir á sameiginlegri niðurstöðu sem nær til allra bæjarmálanna, og eftir því fer ég.“ Gunnar segir samstarfið við Framsóknar- flokkinn ganga vel. „Það er búið að ganga í 15 ár og árangurinn sjá allir. Það voru rúmlega 16.000 íbúar í bænum þegar við tókum við, en nú eru þeir orðnir 27.000. Að sama skapi vorum við það sveitarfélag sem hafði læg- star tekjur á íbúa, nú erum við að verða það hæsta, þegar til skatttekna er litið. Þannig að samsetningin í bænum hefur breyst.“ Til marks um góða samvinnu flokkanna tveggja nefnir Gunnar að Kópavogur stendur framarlega í menningu og listum og státar af glæsilegum íþróttamannvirkjum og skólum. Ekki sameining við Reykjavík Þrátt fyrir að samstarf við nágrannasveitar- félögin gangi vel, segir Gunnar að samstarf við Reykjavíkurborg sé skrykkjótt. Gunnar þvertekur því fyrir nokkurn möguleika á sameiningu við borgina að minnsta kosti næstu 20 árin. „Ég veit heldur ekki til hvers það ætti að vera. Fólk er að flykkjast úr Reykjavík í Kópavog. Við höfum engan áhuga á að vera að sameinast Reykjavík sem er skuldug upp fyrir haus. Það er mjög merkilegt að borgarstjóri segir að Reykjavík skuldi helmingi minna en Kópavogur og tekur þá bara fyrir borgarsjóð, ekki fyrir- tækin. En við verðum náttúrlega að taka alla samstæðuna og þá skuldum við ríf- lega helmingi minna heldur en borgin, sem skuldar núorðið meira en 1.000.000 á íbúa. Við skuldum aðeins 450.000 á íbúa. Þannig að við höfum ekkert með það að gera að sameinast skuldugu og illa reknu sveitar- félagi.“ Gunnar sér heldur ekki fram á sam- einingu við önnur nágrannasveitarfélög og segir Kópavog vera í góðri stærð. „Þegar Kópavogur verður fullbyggður, eftir um það bil 20 ár, verður þetta 40.000 – 50.000 manna samfélag. Það er ekkert bákn og aðgangur að pólitískt kjörnum fulltrúum og embættis- mönnum verður greiður. Það er einmitt það sem við höfum kappkostað í gegnum árin, ásamt því að hafa stjórnkerfið opið.“ Kópavogur er í örum vexti og Gunnar bendir á aðeins á næstu sex árum muni fjölga um allt að 8.000 manns í bænum. „Og þá eigum enn eftir mikið af óbyggðu landi, meðal annars uppi við Vatnsenda, auk þess sem víða er hægt að þétta byggðina en það mun gerast í öllum sveitarfélögum. Landið er dýrt og nú er til dæmis töluvert um að fyllt sé undir byggð úti í sjó, eins og til dæmis í Bryggjuhverfinu í Reykjavík og í Garðabæ. Hér á einnig að fara að byggja bryggjuhverfi vestur á Kársnesi og þar munu búa um 1.000 manns.“ Gunnar bendir á að fjölgunin á höfuð- borgarsvæðinu hafi verið hvað mest á suður- svæðinu og hann telur að fjölgunin verði mikil á þessu svæði næstu 20 árin. Hann telur þó að eftir 2 – 3 ár muni hægja verulega á þessari þenslu á svæðinu og að hún verði ekki jafn mikið á kostnað landsbyggðar- innar og verið hefur. Stefnt er að byggingu nýs framhaldsskóla í Kópavogi árið 2007. Gunnar telur að ef fram fer sem horfir verði Menntaskólinn í Kópavogi sprunginn innan þriggja ára. Nýi skólinn og íþróttamannvirki honum tengd muni rísa við Vatnsenda í samvinnu við Knattspyrnuakademíu Íslands og þjóna efri byggðum Kópavogs og nágrennis. „Við höfum látið innviði samfélagsins vaxa með byggðinni þannig að við byggjum til dæmis grunnskólana, leikskólana, göngu- stíga og opin svæði um leið og hverfið bygg- ist upp. Þannig að þegar hverfið er fullbyggt þá eru venjulega grunn- og leikskólarnir tilbúnir og íþróttamannvirkin koma þá í humátt á eftir.“ Gunnar segir lykilinn að þeirri miklu eftirspurn sem er eftir húsnæði í Kópavogi vera skipulega uppbyggingu sem gangi hratt og vel fyrir sig. GUNNAR BIRGISSON „Fólk er að flykkjast úr Reykjavík í Kópavog. Við höfum engan áhuga á að vera að sameinast Reykjavík sem er skuldug upp fyrir haus.“ – Gunnar Birgisson, bæjarstjóri Kópavogs.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.