Frjáls verslun - 01.04.2005, Page 57
F R J Á L S V E R S L U N • 4 . T B L . 2 0 0 5 57
góð“, en þarf ekki að halda því áfram og
auglýsa jafnvel „Mjólk er best!?“
„Því miður mun Samkeppnisstofnun ekki
samþykkja að við auglýstum þannig. Það er
hins vegar athyglisvert að inni í sölutölum
um gosdrykki er einnig átappað vatn og
ávaxtasafi. Þessi markaður er að vaxa um
1% á ári, þ.e. svipað og fjölgun landsmanna.
Þessir þrír flokkar, þ.e. mjólk, ávaxtasafi og
gosdrykkir, eru að keppa um markaðinn
en við teljum að það sé mjög heilsusam-
legt fyrir fólk að drekka ákveðið magn af
mjólk á hverjum degi. Þó svo að við höfum
ekki náð að halda okkar hlutdeild í neyslu-
mjólk hefur verið góð aukning bæði í ostum
og ekki síður mjólkurréttum. Þannig erum
við að sjá góða söluaukningu í heildina
síðustu 12 mánuði ef salan er umreiknuð
yfir í mjólkurlítra, og í rauninni mun meiri
aukningu en sést hefur undanfarin ár. Þar
hafa skarað fram úr heilsusamlegir mjólkur-
réttir á borð við skyr.is sem er markaðsfærð
bæði sem spónamatur og drykkur.“
Lífvirk efni sem hafa heilsubætandi efni
Guðbrandur segir að þegar umræðan um
innflutning á norskum kúm stóð sem hæst
hafi verið haldið á loft kenningum um
að íslenska kúamjólkin mundi draga úr
sykursýki í börnum. Því sé eðlilegt að velta
vöngum yfir hvort í mjólkinni séu einhver
lífvirk efni sem hafi heilsubætandi áhrif.
Benda má á LGG sem býr til jákvæðari
þarmaflóru og stemmir af meltinguna og
Benecol sem er afurð sem dregur úr kolester-
oli, og er að koma sterk inn á markaðinn.
Þetta eru dæmi um að lífvirk efni í mjólkinni
hafi mjög góð áhrif.
-Hefur góð eða slæm ímynd bændastéttar-
innar einhver áhrif á neyslu mjólkurvara?
„Það má velta því fyrir sér en ég tel
að ímynd bænda hafi verið að batna hjá
þjóðinni, ekki síst vegna þess að það
hefur átt sér stað mikil og jákvæð þróun í
greininni, bændum hefur fækkað en bú að
sama skapi stækkað. Ég held hins vegar að
sú kynslóð, sem nú er að vaxa úr grasi og
hefur ekki mikla reynslu af sveitastörfum,
sé ekki mikið að spá í þetta.“
-Faðir þinn, Sigurður Markússon, var
mjög áberandi í starfi Sambandsins
meðan það var og hét og var um tíma
stjórnarformaður. Er sonurinn að hefja
samvinnuhreyfinguna til vegs og virð-
ingar á nýjan leik?
„Samvinnufélög í dag eru allt öðru vísi
en samvinnufélög á árum áður. Samvinnu-
reksturinn eins og hann var gekk sér til
húðar. En samvinnurekstur á mikinn rétt á
sér enn, og gagnvart mjólkurbændum, sem
eru að ná miklum árangri, er þetta mjög
hentugt félagsform. Þarna eru margir öflugir
atvinnurekendur, þ.e bændur með stór bú,
og þeir vilja bara sjá fagleg og vönduð vinnu-
brögð rétt eins og í hlutafélagarekstri. Ég
held að sú þróun haldi áfram að bú stækki
og bændum fækki.
Jarðarverð hefur farið hækkandi og
verðlagning framleiðsluréttar hefur einnig
farið hækkandi. Þetta tel ég góðar fréttir fyrir
bændur og endurspegla bætta afkomu þeirra
auk þess sem þetta ýtir undir hagræðingu í
greininni og gerir bændum kleift að bregða
búi ef þeir svo vilja.“
- Á í auknu mæli að auglýsa íslenskar
landbúnaðarvörur erlendis sem sjálf-
bærar og ómengaðar ef útflutningur á
þeim eykst í nánustu framtíð?
„Það væri örugglega sterkt, en við
þurfum þá að athuga bæði hvaða afurðir
og markaðir henta best fyrir okkur. Ef ná
á góðum árangri í útflutningi landbúnaðar-
vara þarf samstillt átak sem mun örugglega
taka nokkur ár.“
Guðbrandur segir, þegar talið berst að
tómstundagamni, að hans helsta tómstunda-
gaman sé fjölskyldan. Þau hjónin eigi þrjú
börn, Önnu Katrínu 17 ára, Rögnu Kristínu 4
ára og Inga Hrafn 2 ára. Að frátalinni vinnu
og fjölskyldu gefist lítill tími til annarra
verka.
Guðbrandur segist hafa séð allt of lítið
af Íslandi, og það væri gaman af bæta úr
því. Göngutúrar eru einnig vinsælir sem
og veiðiskapur í hófi, og þar séu Víði-
dalsá og Laxá í Þingeyjarsýslu í talsverðu
uppáhaldi.
M J Ó L K U R I Ð N A Ð U R
„Ég tel að ímynd bænda hafi
verið að batna hjá þjóðinni,
ekki síst vegna þess að það
hefur átt sér stað mikil og
jákvæð þróun í greininni.“
Guðbrandur fær sér vænan mjólkursopa.