Frjáls verslun - 01.04.2005, Qupperneq 94
94 F R J Á L S V E R S L U N • 4 . T B L . 2 0 0 5
SUMARIÐ ER TÍMINN
The Activity Group býður viðskiptavinum fjölbreyt-tar afþreyingarferðir, þar sem ætlast er til að þátt-takendur séu virkir og eigi þess kost að upplifa
ævintýri. „Spennan er undirliggjandi í öllu okkar ferða-
framboði enda höfum við skynjað að sá markaður er
afar stór og fer mjög vaxandi,“ segir Halldór Kristjáns-
son, framkvæmdastjóri Activity Group, en rúm tvö ár
eru síðan fyrirtækið var sett á laggirnar.
Rómaðar jöklaferðir „Við sérhæfum okkur í ferðum
á mikið breyttum farartækjum, á til dæmis sex til 14
farþega jeppum eða 19 til 30 farþega aldrifstrukkum.
Stærsti bíllinn okkar er 50 farþega 8 hjóla risa trukkur sem við erum
með uppi á Langjökli og förum við í útsýnisferðir um jökulinn á
honum, að auki bjóðum við upp á vélsleða- og hundasleðaferðir.
Alls eru sleðarnir okkar rúmlega sextíu, en lagt er upp í Langjökuls-
ferðir bæði frá skálanum Jaka ofan við Húsafell og frá Skálpanesi
á Biskupstungnaafrétti sem liggur að jöklinum austanverðum. Þeir
sem koma með okkur í ferðir inn á jökul róma þær og segjast sumir
aldrei myndu hafa trúað hve stórkostlegt ævintýri það er að fara um
jökulinn beinan og breiðan þegar gott er skyggni. Þær slóðirnar sem
við förum eru í 1.400 metra hæð og útsýnið
stórkostlegt,� segir Halldór.
Langstærstur hópur viðskiptavina Activity
Group eru útlendingar eða nokkuð yfir 90%. Þar eru
Þjóðverj ar fjölmennastir, en einnig eru margir Bretar
og Norðurlandabúar. „Sá þáttur starfsemi okkar sem
Íslendingar þekkja hvað best eru flúðasiglingar í Hvítá
í Biskups tungum. Þær hófust fyrir allmörgum árum
undir merkjum Bátafólksins og á þeim grunni byggjum
við. Farið er niður Hvítá frá Brúarhlöðum, um það bil
klukkustundar langa siglingu að Drumboddsstöðum
þar sem við höfum ágæta aðstöðu. Þessar ferðir eru
mjög vinsælar og sífellt meira sóttar.“
Hópeflisleikir ómissandi Halldór Kristjánsson segir þátttakendur í
ferðum Activity Group á öllum aldri – og flóra þeirra verði sífellt
fjölbreyttari. „Við erum með á okkar dagskrá skemmtilegar fjórhjóla-
ferðir um Haukadalsskóg ofan við Geysi. Ekki alls fyrir löngu fórum
við í frábæra ferð þar, m.a. með áttræða konu frá Svíþjóð, sem hafði
átt sér þann draum alla tíð að keyra mótorhjól. Hún varð ekki fyrir
vonbrigðum þegar sá draumur loks varð að veruleika.“
Activity Group er með fastar dagsferðir. Lagt er upp frá Reykja vík
árla morguns og haldið meðal annars upp í Borgarfjörð eða austur
fyrir fjall – hvort sem er í jöklaferð eða siglingu.
Ferðaúrvalið er mikið og allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi.
Markmið okkar er að geta boðið okkar viðskiptavinum uppá heildar-
lausnir í hverskyns afþreyingu.
Fyrirtækið er einnig með sérferðir sem eru sniðnar að þörfum og
óskum hvers viðskiptavinar. „Við setjum saman pakka í sam-
ræmi við óskir hvers viðskiptavinar. Starfsmannahópar
taka sig gjarnan saman og fara í ferðalög og þá eru
ýmiss konar hópeflisleikir ómissandi. Mörgum
finnst líka gaman að fara í hestaferðir – og
meðal okkar viðskiptavina hefur slegið
í gegn að fara í útreiðartúr frá Skógar-
hólum í þjóðgarðinum á Þingvöllum.
Þræða þar slóð gömlu eyðibýlanna
þar sem sagan er við hvert fótmál.“
Activity Group
Spennan er undirliggjandi
Vélsleðar, flúða-
sigl ingar og
fjórhjól. Activity
Group býður fjöl-
breyttar ferðir þar
sem þátttakend ur
eru virkir og
upplifa ævintýri.
„Heildarlausnir í hvers kyns
afþreyingu,“ segir Halldór
Kristjánsson, framkvæmda-
stjóri Activity Group.