Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2005, Qupperneq 98

Frjáls verslun - 01.04.2005, Qupperneq 98
98 F R J Á L S V E R S L U N • 4 . T B L . 2 0 0 5 Hvað gerir ung leikkona sem nýbúinn er að fá Óskarsverðlaunin í annað sinn. Hillary Swank var ekki í vafa, hún valdi að leika unga kennslukonu í kvikmynd sem heitir The Freedom Writers og er leikstýrt af Richard LaGar- vanese, sem er þekktur handrita- höfundur og skrifaði meðal annars handritin að The Fisher King og The Bridges of Madison County, en hefur ekki náð sömu hæðum sem leikstjóri. Myndin er byggð á sönnum atburðum sem lýst er í bókinni The Freedom Writer’s Diaries og er skrifuð af enskukennara og nemendum hennar. Í bókinni segir frá kennslukonu, Erin Gruwell, sem er að stíga sín fyrstu spor í starfinu. Hún kemst að því á fyrsta degi að enginn nemenda hennar hefur heyrt minnst á hel- förina gegn gyðingum, auk þess sem hún finnur fyrir mikilli óþolin- mæði hjá nemendum sínum. Hún kastar öllum kennsluforritum frá sér og fer í söguskoðum með nem- endum sínum með því að láta þau lesa Dagbók Önnu Frank og sjá Schindler’s List. Hún hrífur nem- endur sína með sér og í lok annar- innar fá þau það verkefni að skrifa ritgerð um það sem þau hafa lært og setja það í samhengi við eigið líf. Í bókinni eru síðan þessar ritgerðir. (Þess má geta að nem- endurnir hittu Steven Spielberg og ræddu við hann um myndina.) Ekki verður hægt að hefja tökur strax þar sem Hillary Swank hafði samþykkt að leika í tveimur kvikmyndum áður en hún fékk óskarinn fyrir Billion Dollar Baby, The Black Dahlia, sem Brian de Palma leikstýrir og verið er að kvikmynda og The Reaping, sem Stephen Hopkins leikstýrir. Sjálf- sagt byrja tökur á The Freedom Writers ekki fyrr en seint á þessu ári. Átta ár eru liðin síðan Batman and Robin var tekin til sýningar. Héldu flestir að sú mynd myndi ganga af Batman seríunni dauðri, enda um einstaklega slaka mynd að ræða. Svo var þó ekki og 12. júní mun nýjasta Bat- man-myndin, Batman Begins, líta dagsins ljós og eru væntingar miklar hjá þeim sem að henni koma. Er sú mynd allt öðruvísi en hinar myndirnar, ekki aðeins að nýr leikari, Christian Bale, klæðist svarta búningnum, heldur má segja að farið sé á byrjunarreit. Myndin hefst á því að Bruce Wayne horfir á með hryllingi þegar foreldrar hans eru myrtir. Hann fyllist reiði og ákveður að hefna sín, en örlögin koma í veg fyrir að af því geti orðið. Hann flýr til Austurlanda þar sem hann kemst í kynni við ninja-regl- una, aðhyllist hana og vingast við foringja hennar. Þegar hann kemur aftur til Gotham borgar er allt í niðurníðslu og borgin á valdi glæpamanna. Foreldrar Waynes voru mjög ríkir og nú er verið að reyna að gera hann eignalausan. Af tilviljun finnur hann helli undir heimili foreldra sinna þar sem hann sér búning, vopn og farartæki. Þegar hann hefur klæðst þessum búningi verður hann að annarri persónu, Batman. Frægir leikarar Leikstjóri myndarinnar, Christopher Nolan, sem einnig er handrits- höfundur ásamt David S. Goyer, gerði hina snjöllu Memento, og fylgdi henni eftir með lítið síðri kvikmynd, Insomnia. Það var í raun tilviljun að hann tók að sér að leikstýra Bat- man Begins. Nolan var með fullbúið handrit að kvikmynd um Howard Hughes og hafði fengið Jim Carrey til að leika aðalhlutverkið, þegar það fréttist að Martin Scorsese væri kominn lengra áleiðis með Aviator, sem einnig er byggð á ævi Hughes. Hann setti því handrit sitt upp í hillu og tók tilboði um að leikstýra Batman Begins. Fjöldinn allur af frægum leikurum eru í myndinni. Fyrir utan Christian Bale má nefna Michael Caine, Liam Neeson, Morgan Freeman, Gary Oldman, Ken Watanabe, Katie Holmes, Tom Wilkinson, Rutger Hauer og Linus Roach. Þess má svo geta að Batman-myndin er að hluta til tekin á Íslandi, eins og flestum er í fersku minni, en er einnig tekin á Bret- landseyjum og í Bandaríkjunum. Spielberg valdi Bale Christian Bale er fæddur í Wales og hafði leikið í þremur sjón- varpsmyndum og slegið í gegn á leiksviði í London þegar Steven Spielberg valdi hann í aðalhlutverkið í Empire of the Sun. Þá var Bale 13 ára gamall. Eftir að Bale komst á fullorðinsár hefur hann leikið jöfnum höndum í kvikmyndum og leikhúsi. Stóra stökkið var árið 2000 þegar hann sýndi magnaðan leik í hlutverki hins kolbrjálaða morðingja, Patrick Bateman. Bale tekur leiklistina alvarlega og má geta þess að í nýjustu kvikmynd sinni The Machinist, létti hann sig niður í 59 kíló til að líta sannfærandi út. Hann þurfti svo að þyngja sig heilmikið og fara í ræktina fyrir Batman Begins. KVIKMYNDIR TEXTI: HILMAR KARLSSON BATMAN Á BYRJUNARREIT Hillary í hlutverki kennslukonu Hillary Swank í hlutverki sínu í Billion Dollar Baby, sem færði henni Óskarsverðlaunin í annað sinn.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.