Frjáls verslun - 01.04.2005, Page 100
100 F R J Á L S V E R S L U N • 4 . T B L . 2 0 0 5
ÚR EINU Í ANNAÐ
TEXTI: SVAVA JÓNSDÓTTIR
MYNDIR: GEIR ÓLAFSSON o.fl.
Æskumyndin
Æskumyndin er af Úlfari Antonssyni, forstöðu-
manni rekstrarsviðs hjá Íslandsferðum.
Úlfar skorar á Kristján Pétur Guðnason,
framkvæmdastjóra Skyggnu-Myndverks
ehf., að láta birta af sér næstu æskumynd.
Þeir hafa þekkst í um áratug; kynntust í
Árbæjarlaug og hafa verið saman í heilsuátaki
hjá Planet Pulse/Nordica Spa – í „spinning“.
Þá þykir þeim gaman að þeysast um borgina á
fjallahjólum og fara í veiðiferðir.
Úlfar Antonsson,
forstöðumaður
rekstrarsviðs hjá
Íslandsferðum.
„Við hönnun rýmisins var lögð áhersla á að skapa stílhreint og látlaust umhverfi.“
Arkitektúr:
HLÝLEGT UMHVERFI
Björgvin Snæbjörnsson
arkitekt hannaði hina
nýju Saga Class biðstofu í
suðurbyggingu Flugstöðvar
Leifs Eiríkssonar. Þar geta
um 135 manns setið.
Leitast var við að hafa
allt fyrsta flokks, bæði
hvað varðar hönnun og
tækjabúnað.
„Við hönnun rýmisins
var lögð áhersla á að
skapa stílhreint og látlaust
umhverfi,“ segir Björgvin.
,,Rýminu var skipt niður
í þrjú svæði; barsvæði
með „léttu og afslöpp-
uðu“ umhverfi, setsvæði í
kringum arin og bókasafn
þar sem rólegri stemmning
ríkir og veitingasvæði þar
sem leitast var við að ná
fram stemmningu líkt og á
veitingastað.“
Við hönnunina var auk
þess lögð áhersla á lýsingu
til að ná fram mismunandi
andrúmslofti. „Gler er
mikið notað til að stúka af
svæði og hólfa af rými án
þess að skerða dagsbirtu.“
Hvað efnisval varðar má
nefna að í biðstofunni er
parket úr hnotu auk þess
sem innréttingar eru spón-
lagðar – og er hnotan þar
í aðalhlutverki. Steinflísar
eru líka á gólfinu og skil-
veggir eru úr sýruböðuðu
gleri. ,,Með þessu efnisvali
skapast hlýlegt en þó
nýtískulegt andrúmsloft
sem sker sig frá efnis-
vali í öðrum hlutum flug-
stöðvarinnar.”
Að sögn Björgvins
er besti mögulegi tækja-
búnaður í fundarherbergi
og gestir geta hlustað á
tónlist og horft á sjónvarp.
Þá má geta þess að
ferðalangar, sem bíða
eftir flugi í Saga Class bið-
stofunni, geta skellt sér í
sturtu áður en þeir fljúga
út í heim.
Frjáls verslun fyrir 25 árum
„Þetta númer hefur verið í ættinni um aldaraðir.“