Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.2006, Blaðsíða 104

Frjáls verslun - 01.11.2006, Blaðsíða 104
104 F R J Á L S V E R S L U N • 1 1 . T B L . 2 0 0 6 BESTU HERFERÐIRNAR „Ímyndarherferð Glitnis tókst að minni hyggju afar vel, enda voru stjórnendur bankans einhuga að baki breytingunni sem er algjört skil- yrði þess að endurmörkun takist. Í kjölfar þess að nýtt nafn var tekið upp var farið í viðamikla herferð og öfluga innri markaðssetningu. Að fá starfsfólk til virkrar þátttöku skipti miklu, enda er hlutverk þeirra að skila þeim gildum sem fyrirtækið setur sér,“ segir Sverrir Björnsson, framkvæmdastjóri hönnunarsviðs Hvíta hússins. Íslandsbanki var settur á laggirnar árið 1990 og hafði allt frá upp- hafi sterkari samkeppnisímynd en aðrir bankar. Hún dalaði hins vegar þegar gömlu ríkisbankarnir voru seldir til einkaaðila sem aftur leiddi til þess að þeir urðu virkari gerendur á markaði en verið hafði. Á sama tíma var Íslandsbanki í örum vexti erlendis og skilgreindi sig nú sem íslensk-norskan banka. Þetta kallaði á endurmörkun bankans og nýtt heiti. Eins árs ferli Nýja Glitnisnafnið var kynnt 10. mars sl. á samkomu með öllum starfsmönnum bankans, en þá var liðið um það bil eitt ár frá því vinna við nýja stefnumótun, endurmörkun og útlitsbreytingar hófst. „Í samstarfi við Loewy group í London voru eiginleikar bankans og viðhorf viðskiptavina til hans kannað ofan í kjölinn og þegar nið- urstöður lágu fyrir voru lagðar línur um framhaldið, bæði innra starf og auglýsingaherferðina,“ segir Sverrir. Samkeppnisímynd Glitnis hefur síðustu mánuði styrkst til muna og hefur bankinn nú afgerandi forystu á því sviði. Um 31% stjórn- enda í mælingu Capacent Gallup í júní sl. taldi bankann í fararbroddi á markaðnum sem setur hann í efsta sætið í þeirri mælingu. Auglýs- ingaeftirtekt mælist mun hærri í samanburði við aðra banka og stöðu bankans sjálfs fyrir ári, áður en honum var breytt og rautt gert að einkennislit bankans, en samkvæmt fræðunum stendur hann fyrir frumkvæði og drift, gildi sem Glitnir hefur gert að sínum og lagt áherslu á eins og sjá mátti til dæmis í Reykjavíkurmaraþoninu, en bankinn var og er helsti bakhjarl þess. Glitnir í fararbroddi „Höfuðmarkmið herferðarinnar var að Glitnir yrði haustið 2007 í efsta sæti mælingar Capacent Gallup á því hvaða banki væri í far- arbroddi hvað varðar samkeppnisímynd. Það takmark náðist hins vegar strax nú í haust, ári fyrr en vænst var. Það er frábær árangur sem ekki verður skýrður öðruvísi en svo að allt hafi gengið upp, það er undirbúningur, stefnumótun og skapandi herferð,“ segir Sverrir Björnsson að síðustu. Frumkvæði og drift Sverrir Björnsson, framkvæmdastjóri hönnunarsviðs Hvíta hússins. Herferð Glitnis leiddi til þess að bankinn náði að nýju sterkustu sam- keppnisímynd bankanna. Hvíta húsið / Glitnir Flokkur: Þjónusta Verðlaun: Silfur Titill: Ímyndarherferð Glitnis
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.