Tímarit Máls og menningar - 01.05.1944, Side 17
TIMARIT MALS OG MENNINGAR
7
við sama kost á þessu sviði og fyrir 40 árum, ættum við nú að' liafa sæti fyrir
meira en 8000 manns. Séu bíóin talin, en þau liafa 1500 sæti öll, höfum við
nú samkomuhús fyrir rúmlega tvö þúsund manns, þ. e. aðeins helmingi fleiri
en um aldamótin, þótt bærinn hafa áttfaldazt. Ef við drögum bíóin frá, höfum
við í samkomuhúsum einn sextándahluta úr sæti nú móti einu sæti um alda-
mótin.
I meira en áratug hefur „þjóðleikhúsið" svokallaða verið ein aðalhindrun
þess, að við eignuðumst samkomuhús. Agætur rithöfundur sagði fyrir nokkr-
um árum, á prenti, um þessa einkennilegu byggingu, að hún stæði þarna sem
minnisvarði yfirborðsmennskunnar í íslenzkum menningarmálum síðasta ára-
tugar; allt miðað við að sýnast, ekkert að vera. Vegna þessarar byggingar
hefur ekki verið hafizt handa um að byggja nothæft leikhús, þannig að leik-
list, leikritagerð og önnur sú menning, sem þroskast kringum leikhús, hefur
dregizt aftur úr á tímabili þegar aðrar listir voru í uppgangi.
Nú er rætt um að fullgera þetta hús, og byggingameistarinn lét hafa eftir
sér í blöðum nýlega, að hann hefði pantað bækur frá Ameríku til að lesa
um hvernig leikhús eigi að vera að innan. Um það er ekki nema gott að
segja; þó hefði hann mátt fá sér slíkar bækur fyrr, helzt áður en hann gerði
uppdráttinn og ákvað tilhögun hússins.
Stórfé hefur nú staðið á annan áratug óvaxtað í þessu dauða hákni, en hús-
ið drabbast niður að innan, járnverk ryðbrennur, leiðslur eyðileggjast. Það
er einkennilegt að kunna ekki að geyma fé betur. Nú þegar fullsmíðun liúss-
ins er í ráðagerð, kemur bæði kostnaðarhliðin og nothæfið aftur til umræðu.
Árið 1935 var í verkfiteðilegum útreikningi áætlað, að kostnaður við inn-
réttingu hússins yrði h. u. b. 800 þúsund krónur. Sérfróðum mönnum ber
saman um, að með verðlagi nú sé ekki ofílagt að sexfalda þá tölu. Þannig má
gera ráð fyrir því, að það kosti nú allt að 5 milljónum króna að innrétta þetta
hús. 1935 mátti gera hentugt nýtízkuleikhús hér með sama sætafjölda, 800
sætum, fyrir jafn mikið og þá kostaði að fullgera „þjóðleikhúsið“, og hefði
þó verið fé aflögu til að hreinsa lóðina austan við Þjóðminjasafnið.
Þetta „þjóðleikhús" hefur fáa kosti góðrar leikhússbyggingar, en marga
galla. Plani leikhússins, hugmynd og tilhögun, svipar lítið til nútímaleikhúsa,
heldur virðist vera sniðið eftir leikhúsum fyrri tíma, þar sem m. a. er gert
ráð fyrir ákaflega miklu starfsmannahaldi, en slíkt fer mjög í bága við nú-
tímaviðleitni í rekstri leikhúsa. Þótt rúm sé furðu mikið í húsinu, notast illa
að því, mikið fer í ganga og fatageymslur, auk alls konar króka og kima,
eins og jafnan vill verða unt „facade-arkiteklur", þar sem fyrst og fremst er
hugsað um ytra útlit, án tillits til nákvæmrar innanskipunar.
Til er í húsinu „herbergi“ í laginu eins og bókstafurinn vaff lagður á hlið-
ina, og önnur þar sem aðeins rönd af glugga gægist upp yfir gólfbrún. Allir,
sem eitthvert skyn hera á leikhús, sjá vanhæfi hússins til þeirrar notkunar,
sem því er ætluð. Eitt fyrir sig er hinn mikli mismunur á gæðum sæta, sem
er eitt dæmi urn miðaldafyrirkomulag í tilhögun leikhúsa. Nútímaleikhús eru