Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1944, Blaðsíða 28

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1944, Blaðsíða 28
18 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR öfl lífsins, aflið, er dregur klukku lífverunnar upp jafnóðum og hún er að ganga út; afl fiskjarins í sjónum, sem á betri tæki að knýja sig áfram með en sjálf Mauretania; þróttur lífveranna til þess að auk- ast og margfaldast, svo að ein einasta ósýnileg sóttkveikja getur á fáeinum klukkustundum orðið að milljónaher skaðsamlegra óvina. Annað, raunar mjög gamalt undrunarefni má finna í óendan- leika tíma og rúms. Það tekur ljósið 8 mínútur að komast til vor alla leið frá sólu, og fer það þó með 300.000 km. hraða á sekúndu. Þannig sjáum vér og hina næstu sólstjörnu þar fyrir utan í ljósi því, sem frá henni leið fyrir 4 árum, og sjálfa Vegu eins og hún var fyrir 27 árum; en flestar þær stjörnur, er vér sjáum berum augum nú, eins og þær voru í byrjun 17. aldar, þá er Galileó Galilei tók að horfa á þær í kíki sínum. Þannig er það ekki neitt smáræðis ríki, sem vér erum þegnar í. Þriðja tilefnið til skynsamlegrar undrunar er það, hve hlutirnir eru fíngerðir og þó margbrotnir. Oss tekur að gruna, að til séu ó- endanlegir möguleikar á því að skapa margbrotna einstaklinga. Fyrir meira en tvö þúsund árum gat Aristóteles talið upp um fimm hundruð tegundir dýra, en nú eru taldar og nefndar tuttugu og fimm þúsund mismunandi tegundir hryggdýra, og fjórðungur úr milljón, eða eins og sumir fullyrða, hálf milljón hryggleysingja ó- líkra tegunda. Því að „allt hold er ekki hið sarna hold, heldur er ein tegund holds í mönnum, önnur í dýrum, annað í fiskum og enn annað í fuglum.“ Það er annað blóð í hestinum en í asnanum, og oft má þekkja fugl á einni fjöður og fisk af hreistri hans. Menn eru sennilega ekki mjög upp með sér af þeirri staðreynd, að í blóði meðalmanns séu tuttugu og fimm billjónir súrefnis-fíkinna rauðra blóðkorna, sem ef þau væru flött út myndu þekja 3300 fermetra; en það er mikilvæg staðreynd, að í heila manns, sem er aðalstarf- færi anda hans, eru níu þúsund milljónir heilafruma, þ. e. allt að fimm sinnum fleiri en allir íbúar jarðar og vissulega miklu fleiri en sá sami heili nokkuru sinni færir sér í nyt. Þannig hljótum vér að kannast við, að vér erum geigvænlega og undursamlega gerðir. Líkami vor er orðinn til úr milljónum fruma, og þó er svo mikil einfeldni í margfeldninni, að hver fruma er í aðalatriðum af svipaðri gerð og allar hinar. Innan hins slím-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.