Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1944, Blaðsíða 83

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1944, Blaðsíða 83
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR 73 sem standa til bóta og nákvæmari meðferðar. Ef ég ætti að geta eins atriðis sérstaklega, sem mér finnst vera gerð of lítil skil í bókinni, mundi ég nefna skinnaverkun — eða öllu heldur eina tegund hennar: verkun kálfaskinna til bókfells. Hún er sá þáttur íslenzks iðnaðar, sem afdrifaríkastur hefur orðið fyrir æðri menningu þjóðarinnar. Ef Islendingar hefðu ekki komizt á lag með að gera hana að heimilisiðnaði, svo að þeir höfðu gnótt af ódýru bókfelli að rita á, mundu fornbókmenntir þeirra aldrei hafa náð þeirri fjölbreytni, þroska og útbreiðslu meðal þjóðarinnar, sem raun varð á. Hér er rannsóknarefni (m. a. að ganga úr skugga um, hvert sé hlutfall milli kálfskinns og sauðskinns í varðveittum handritum og liversu mikil vinna liafi verið fólgin í verkun bók- fellsins), sem bíður nánari athugunar. En því miður er ekki unnt að fram- kvæma hana hér á landi, svo að hvorki höfundi greinarinnar né ritstjóra bók- arinnar er um að kenna, að rækilega hefur ekki verið farið út í hana þar. Sú skoðun hefur verið hýsna almenn á siðari tímum, að torfbæirnir gömlu með öllum þeirra löngu göngum og skotum, myrkrið, hvarflandi skíma frá grútarlömpum og týrum o. s. frv. hafi verið eitt höfuðskilyrði myrkfælni, draugatrúar og alls konar hjátrúar hér á landi. Menn hafa með öðrum orðum búizt við, vonað eða kviðið, að íslenzku draugarnir mundu fara á vonarvöl og veslast upp, þegar húsakostur og ljósfæri breyttust. Væri þar um fækkun landsbúa að ræða, sem talsvert munaði um, því að í fámenni liðinna alda hafa hinar ósýnilegu eða sjaldséðu myrkraverur, ásamt álfum og ýmsum öðr- um kynjaverum á landi og í sjó, aukið fjölbreytni lífsins, orðið mörgum til dægrastyttingar og gefið ímyndunarafli þeirra undir fótinn, — og ekki síður, þótt nokkur hrollur og uggur fylgdi trúnni. Það lilýtur að verða til mikillar huggunar öllum þeim, sem mundu sakna drauga og draugasagna og vera á báðum áttum, hvort þeir vildu skipta á þeim og steinsteypuhúsum og rafljósum, að lesa síðustu bók Þórbergs Þórðar- sonar. Þess vegna hefur hún orðið mér umhugsunarefni, sem ósjálfrátt tengd- ist Iðnsögunni og yfirlitinu um húsagerð og ýmsar aðrar verklegar fram- farir hér á landi á síðari tímum. — Viðfjarðarundrin hera því vitni, að draugar eru alls ekki svo af haki dottnir á þessari framfaraöld né óhæfir til þess að semja sig að nýju umhverfi sem dróttað hefur verið að þeim. Að vísu hafði ýmiss konar slæðingur gert vart við sig á sömu slóðum áður, en þessi undur færast ekki verulega í aukana, fyrr en gamla baðstofan er rifin og stórt steinhús reist í stað torfbæjarins. Þá kemur einhver löngu liðinn heiðurs- maður, sem áður hafði ekki verulega látið til sín taka, fram á sjónarsviðið, gerir boð á undan sér (í draumi) og tilkynnir einum heimamanna, „að hann ætli að búa með þeim í nýja húsinu“. Og „sá gamli“, sem fólkið í Viðfirði kallaði svo, er hann var orðinn þar heimilisfastur, -— lét ekki sitja við orðin tóm. Hann var á sífelldu stjái í húsinu og utan þess, hræddist ekki bezta lampaljós, honum var það leikur einn að berja kvöld eftir kvöld á glugga uppi á þriðju hæð án þess að nota stiga, — og ekki vílaði hann fyrir sér að ríða húsum, þó að járnþak hljóti að vera ólíkt óþægilegra viðkomu til slíkra hluta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.