Tímarit Máls og menningar - 01.05.1944, Blaðsíða 48
38
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
niÖur og boröa af nestinu sínu, hún hefur ekkert veriö að flýta sér,
því það var í dag, sem karlinn hann faðir hennar ætlaði að koma
á móti henni.
En loksins á móts við Snók kemur hann haltrandi utan í Skriðu.
— Sæll, faðir minn, segir hún, ég er fegin, að þú kemur. Mér
var farið að leiðast að rölta þetta ein á milli fjallanna.
— Sæl, dótturkind, anzar karlinn, ekki þó uggur í unga, vænti ég?
— Nei, segir hún, við hvað ætti ég að vera hrædd?
— Kunn þú fótum þínum forráð, segir karlinn, þetta er versta
þýfi. Þýfi, já, og snarbratt að auki, rýjan.
— Nú kann ég fótum mínum forráð, anzar hún.
Þau ganga þögul lítinn spöl. Þá hefur karlinn máls á ný:
— Höndin þín ekki eins lómjúk og í sumar, sé ég. Erfið vinna,
vænti ég?
— Já, segir hún, vinnan var erfið.
— Það eru blautar engjar í Brokey.
— Já, segir hún og andvarpar, það eru blautar engjar í Brokey.
— Sagði föðurmyndin þér satt, þegar hann varaði þig við Brok-
eyjarsyni?
— Já, segir hún, þú sagðir satt.
Hann nemur staðar og lítur á hana. — Þú hefur breytzt, segir
hann, blíðdóttir, ert öðru vísi en í sumar. Ekki neitt komið fyrir,
vænti ég? Ekki neitt, ha?
— Nei, svarar hún, yppir öxlum og heldur áfram, bara það, að
ég er ekkert barn lengur. Nú þekki ég mig, nú þekki ég hann....
og samt skil ég ekki....
— Skilur ekki? segir hann eftir andartak, það þarf mikið til að
skilja. Ég var aldrei hvítvoðungur, enginn blessaður engill, samt
varla vondur, hvað? Þú hefur enga ástæðu til að vera hnuggin,
enga ærna ástæðu, dóttir sæl. Svona er fólkið, og lífið.
— Jæja, segir hún, en ég er þreytt.
— Þú ferð ekki að Brokey framar, ekki næsta sumar? Þú sækir
enga gæfu þangað, ha?
— Nei, segir hún, ég sæki enga gæfu þangað. Nei, líklega ekki
að Brokey framar. Ég verð heima hjá mömmu í vetur.
— Þú ættir að koma til mín næsta vor, svona upp úr þorranum,