Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1944, Blaðsíða 87

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1944, Blaðsíða 87
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR 77 einna nauðsynlegast að nema af stíl íslendingasagna. Það er líka nokkuð öruggt til að ná réttum áhrifum með óbundnu máli að hugsa sér, að maður sé að semja símskeyti og eigi að borga fyrir hvert orð. Eg held að af tveim- ur jafnöldrum höf. í hinum enska heimi, sem báðir eru eins og hann: litlir vinir dramans, væri honum hollara að leggja sig eftir aðferð Isherwoods en Saroyans. Mætti ég vekja athygli höfundarir.s á því, að í óbundnu máli er varasamt að nota sjaldgæf orð nema í ákveðnum listrænum tilgangi, og helzt ekki nema ekkert orð sé hægt að nota annað, og því aðeins staðurinn sé svo þýðingar- mikill, að lesarinn finni sig til knúðan að komast fyrir merkingu orðsins þó hann þekki það ekki. Annars verða sjaldgæf orð aðeins dauðir hlettir í stílnum. Það er misskilningur, að hægt sé að nota sjaldgæf orð til að lyfta máttlausri setningu eða efla hálfa hugsun, •— öðru nær, hið sjaldgæfa orð verður aðeins til að vekja sérstaka athygli á linku setningarinnar og hálfleik hugsunarinnar, og þá er ver farið en heima setið. Enn er annað sízt viðurhlutaminna en notkun sjaldgæfra orða, og með öllu fyrirboðið, nema listrænar kröfur geri það óhjákvæmilegt á þýðingarmikl- um stöðum verksins, og þetta er notkun bannhelgra orða og lýsing bannhelgra atvika. Þvílík orð og atvik geta verið nauðsynleg einu sinni eða tvisvar í stóru verki; sá er til, að listrænar kröfur heimti blátt áfram, að viðurkennd- ir mannasiðir og velsæmi verði að lúta eitt andartak. En jafnvel bannhelgi- brot krefur háttvísi. Micturitio hunda og rnanna og atvik í því sambandi koma oft fyrir í þessari bók án þess að þjóna óhjákvæmilegri Iistrænni nauð- syn, svo ég nefni dæmi. Einnig má höfundur vara sig á ýmsum áhrifsbrögðum, sem eru freistandi sakir þess hve ódýr þau eru. Ég skal nefna sem dæmi þá aðferð að gefa lítilsvirtum ldutum mikilsvirt nöfn í spotti, eins og t. d. að nefna köttinn helzt ekki annað en kardínála eða jafnvel páfa, sem höf. gerði í öðru verki; eða kalla hálfbjána Benjamín Franklín, sem er því aðeins listræn nauðsyn, að höfundur hafi einhverja sannanlega ástæðu til að gera lítið úr nafni Benjamíns Franklíns. Afkáralegir hlutir, sem geta átt heima í smekklausri revíu eða skrípaleik, eru að jafnaði hið gagnstæða við fyndni í listrænu skáldverki. A vandvirkni höfundarins í því, sem snertir skrifstofulegt handbragð, her að Ijúka hinu mesta lofsorði. Hann er gott fordæmi þeim rithöfundum og skáldum, sem eru svo gáfaðir að vera yfir það hafnir að læra greinarnterkja- setningu og réttritun, honum skjátlast sjaldan í réttri notkun máls. Eitt er það í anda bókarinnar, sem verkar dálítið óviðkunnanlega á mig, en það er óljós tilhneiging höfundarins til menntafjandskapar; hann sætir færis að nauðsynjalausu til að gera lítið úr fólki, sem eitthvað er hendlað við mennt- un; það er t. d. liaft í flimtingum, að maður skuli kunna hebresku. Prestur, sem hefur tekið próf við erlendan háskóla, er látinn bora þumalfingrinum upp í aðra nösina. Það má búast við allskonar sérvizku af manni, þó mennt-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.