Tímarit Máls og menningar - 01.05.1944, Blaðsíða 21
GUÐMUNDUR BOÐVARSSON:
1943
Þú vonaðir þegar að voryrkjur haeíust á ný,
að vaknaði aítur hinn gamli íögnuður þinn
við ástríki vorsins og andvarans léttu ský
og önn hins jarðelska manns við verkahring sinn.
Og víst mundi hlæjandi heilsa þér gróðursins nál
og heimta þitt þrek, sér til liðs, á sinn mjúkláta hátt,
— og þá mundu gleymast þeir gjörningar þinni sál,
sem gjörðu þér vökur um skammdegið rökkurgrátt.
Þú snælandsins sonur við heiðar, hvað hugsaðir þú
að hlusta svo fast á þann gný, er að eyrum þér barst
úr umheimsins ijarlægð, sem væri í veði þín trú
á viðgang hins siðaða manns, er í odda skarst.
Hví fylltist ei hjarta þitt söngvum um sóldægur heið
í samræmi við þitt land þar sem ætt þín bjó,
hvað olli þeim töfrum, að tregandi dagurinn leið
og torreki sínu til þagnar hvern streng þinn sló.
Þú sagðir þó margoft við sjálfan þig, dag og nótt:
Hvort sérðu það ei, að það kemur þér ekkert við
sem gerist þar ytra, hvort gott það er eða ljótt.
Þú getur ei neitt til að veita því málefni lið,
sem hugur þinn ann. I afdrepi þagnar og tóms
þú óvirkur býrð og þakkaðu guði þann stað:
Þig skortir ei neitt, þú bíður ei bundinn þíns dóms,
þín börn hafa nægtir og frið, — og hvað er þá að?