Tímarit Máls og menningar - 01.05.1944, Blaðsíða 53
TIMARIT MALS OG MENNINGAR
43
kynnti okkur stúlkuna, sem hét Bóza Ravníkar, og piltinn, son sinn,
sem hann kallaði gælunafninu Ba-tsje.
En í þetta skipti gafst okkur Stellu ekki tækifæri til að kynnast
þessum unglingum nánar. Bílstjórinn gaf merki til brottfarar. Oton
Zúpantsjitsj hafði naumast tíma til að bjóða okkur að heimsækja
þau í sumarhýsi hans við Bled-vatnið, skamma leið frá Bóhin.
Næsta hálfan mánuð hittum við oft feðgana og Bózu litlu Ravn-
íkar, sem dvaldist hjá þeim í sumarleyfi sínu. Og seinna heimsótt-
um við nokkrum sinnum skáldið í íbúð hans í Lúbljana, og þar var
Bóza í hvert skipti sem Ba-tsje var heima. Þau voru óaðskiljanleg.
Ég hafði þekkt Ba-tsje áður en ég sá hann. Hann var fyrir-
myndin að æringjanum og snarráða drengnum, sem var hetjan í
Tsí-tsí-ban, kvæðaflokki, sem faðir hans hafði ort handa börnum,
og þjóðkunnur var um alla Slóveníu. Og við komumst að raun um,
að hann var frábær sundmaður, leikinn í skíðaíþrótt og djarfur
klettamaður.
í flestum þessum íþróttum var Bóza jafningi hans, hún var hug-
rökk eins og hann, lipur og þolin, þótt hana skorti líkamskrafta á
við hann. Síðustu tvö árin höfðu þau sameiginlega klifið nokkra
hæstu fjallatinda Slóveníu, synt þvert og endilangt yfir stærstu
vötnin og farið á skíðum niður marga hættulega brekku, og kynnzt
til hlítar fjallabreiðum lands síns.
Okkur kom saman um það, þegar við kynntumst nánar þessu
unga fólki, að eins og Ba-tsje var sannur sonur skáldsins, mátti
segja, að hún væri skáldskapurinn sjálfur, brum hinnar Ijóðrær.u
Slóveníu, persónugervingur kvæða Otons, hugmyndaflugs og form-
fegurðar. Hún var ekki falleg í venjulegum skilningi orðsins.
Skyndimynd af henni mundi hafa sýnt óreglulega andlitsdrætti.
Stundum var hún svo utan við sig, svo gersamlega á valdi innri
tilfinninga og áhuga, að hún kom manni fyrir sjónir eins og niður-
bælt, kúgað barn. Væri þá Oton skáld nærstaddur og snerti hár
hennar eða hönd, glaðvaknaði hún til þessa lífs, kvik eins og fugl,
og ekkert í umhverfi hennar fór fram hjá vakandi athygli hennar.
En andlitssvipur Ba-tsje ljómaði af aðdáun og bliðu.
Þegar við Stella kynntumst þeim, höfðu þau verið heitbundin í
tvö ár. Hegðun þeirra og viðmót gagnvart hvoru öðru bar með