Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1944, Síða 53

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1944, Síða 53
TIMARIT MALS OG MENNINGAR 43 kynnti okkur stúlkuna, sem hét Bóza Ravníkar, og piltinn, son sinn, sem hann kallaði gælunafninu Ba-tsje. En í þetta skipti gafst okkur Stellu ekki tækifæri til að kynnast þessum unglingum nánar. Bílstjórinn gaf merki til brottfarar. Oton Zúpantsjitsj hafði naumast tíma til að bjóða okkur að heimsækja þau í sumarhýsi hans við Bled-vatnið, skamma leið frá Bóhin. Næsta hálfan mánuð hittum við oft feðgana og Bózu litlu Ravn- íkar, sem dvaldist hjá þeim í sumarleyfi sínu. Og seinna heimsótt- um við nokkrum sinnum skáldið í íbúð hans í Lúbljana, og þar var Bóza í hvert skipti sem Ba-tsje var heima. Þau voru óaðskiljanleg. Ég hafði þekkt Ba-tsje áður en ég sá hann. Hann var fyrir- myndin að æringjanum og snarráða drengnum, sem var hetjan í Tsí-tsí-ban, kvæðaflokki, sem faðir hans hafði ort handa börnum, og þjóðkunnur var um alla Slóveníu. Og við komumst að raun um, að hann var frábær sundmaður, leikinn í skíðaíþrótt og djarfur klettamaður. í flestum þessum íþróttum var Bóza jafningi hans, hún var hug- rökk eins og hann, lipur og þolin, þótt hana skorti líkamskrafta á við hann. Síðustu tvö árin höfðu þau sameiginlega klifið nokkra hæstu fjallatinda Slóveníu, synt þvert og endilangt yfir stærstu vötnin og farið á skíðum niður marga hættulega brekku, og kynnzt til hlítar fjallabreiðum lands síns. Okkur kom saman um það, þegar við kynntumst nánar þessu unga fólki, að eins og Ba-tsje var sannur sonur skáldsins, mátti segja, að hún væri skáldskapurinn sjálfur, brum hinnar Ijóðrær.u Slóveníu, persónugervingur kvæða Otons, hugmyndaflugs og form- fegurðar. Hún var ekki falleg í venjulegum skilningi orðsins. Skyndimynd af henni mundi hafa sýnt óreglulega andlitsdrætti. Stundum var hún svo utan við sig, svo gersamlega á valdi innri tilfinninga og áhuga, að hún kom manni fyrir sjónir eins og niður- bælt, kúgað barn. Væri þá Oton skáld nærstaddur og snerti hár hennar eða hönd, glaðvaknaði hún til þessa lífs, kvik eins og fugl, og ekkert í umhverfi hennar fór fram hjá vakandi athygli hennar. En andlitssvipur Ba-tsje ljómaði af aðdáun og bliðu. Þegar við Stella kynntumst þeim, höfðu þau verið heitbundin í tvö ár. Hegðun þeirra og viðmót gagnvart hvoru öðru bar með
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.