Tímarit Máls og menningar - 01.05.1944, Blaðsíða 90
80
TIMARIT MALS OG MENNINGAR
lega hafi höfundurinn eitthvað af hontun lært sem öðrum skáldum. Helzt
minnir sagan Spyrjum að leikslokum ofurlítið á sögur Guðmundar.
Höfundur mun að ýmsu leyti hafa örðugar aðstæður til ritstarfa, hlaðinn
kennslustörfum á útkjálka lands, en vafalaust á hann eftir að taka framför-
um, og er vonandi, að hann leggi ekki árar í bát og láti fleira frá sér fara.
Því miður hef ég rekizt á nokkrar ritvillur í bókinni, en sennilega eru það
prentvillur, sem höfundurinn á ekki sök á, því hann hefur sjálfsagt verið víðs
fjarri, þegar bókin var sett. Af röngum beygingum hef ég tekið eftir, að orðið
hringur kemur fyrir í flt. hringir í stað hringar og sögnin ráða er í fram-
söguhætti þátíðar í miðmynd réðist í stað réðst. Sennilega eru þetta líka
prentvillur, og varla trúi ég jafngóðum íslenzkumanni og höfundur er til að
beygja þetta skakkt.
Jóhann Sveinsson.
Hornstrendingabók
Þorleijur Bjarnason: HORNSTRENDINGABÓK.
Akureyri 1943. Þorsteinn M. Jónsson gaf út.
Ókunnugum sýnist sitt hverjum um Hornstrendinga. Þrjár þeirra skoðana
eru efstar í flestum:
1. Hornstrendingar eru mestir frummenn allra Islendinga, fornmenn og þó
öllu heldur villimenn. Rök: Þeir hafa lifað af sínu einangraðir í þúsund ár,
frumbændur án þéttbýlisvenja, lítt háðir verzlun og aldrei á valdi selstöðu-
kaupmanna, yfirboðara né presta sinna, sem þeir léku suma grátt.
2. Hornstrendingar eru guðhræddastir íslendinga. Skýring: Háski þeirra
við að sækja sér björg í sjó og hamra var svo óviðráðanlegur og duttlunga-
fullur og skammdegið svo kveljandi og hjátrúarmyrkt, að þeir hlutu að leita
á náðir trúar.
3. Hornstrendingar eru viðsjálsgripir, fara hægt, hamrammir í forneskju
sinni, afrendir í átökum, ósigranlegri þó, ef þeir gripu til galdranna, og ekki
þarf þeim fólskunnar að frýja, ef þumbaldaskapurinn í þeim er þreyttur til
reiði.
Bók Þorleifs, sem er Hornstrendingur, leiðir mann í allan sannleika um
það, sem rétt er í þesstim landlægu skoðunum, en rekur sérhvert einkenni
betur til rótar og sýnir Hornstrandir og íbúa þeirra í eðlilegra ljósi. Þegar í
upphafi grípur bókin mann tökum sínum:
„Harðir, miskunnarlausir vetur nteð langvinnum hríðarbyljum, snjóalögum,
hamförum hafsins og ískrandi náhljóðum hafíssins gerðu Hornstrendinga
þögula og innibyrgða, seina til þess að blanda geði við guma. Þeir urðu stór-
brotnir í skapi og háttum, lausir við kveifarskap, ef þeir ekki hrotnuðu undan
álögum umhverfisins og urðu brákaður reyr, blaktandi strá í gjörningaveðrum
grályndrar náttúru. En fæstum fór svo. Þeir skapminnstu hertust til þan-