Tímarit Máls og menningar - 01.05.1944, Blaðsíða 76
66
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
hversu mikið sem gjaldeyrismagnið hreytist, en ég álít, að hér sé
of mikið' fullyrt. Hefur reynslan staðfest mitt mál (verðbólgan,
svarti markaSurinn). Hvert mannsbarn ætti og aS sjá, aS ógjörn-
ingur er aS koma í veg fyrir, að stórkostlegur vöruskortur, sem
mikil aukning peningamagns myndi hafa í för með sér að öðru
óbreyttu, valdi því að vara sú, sem skorturinn er á, sé einhvern
tíma seld hærra verði en lögákveðið er. AuSvitað er jrœðilegur
möguleiki á því, að hægt væri undir öllum kringumstæðum að halda
verðlaginu föstu með algerri og alfullkominni skömmtun, og eins
má náttúrlega segja, að fræðilegur möguleiki sé á því, að fleng-
ingar hyrfu algerlega úr sögunni, ef þær væru bannaðar með lög-
um. Dómprófasturinn og B. F. virðast báðir trúa því, að hvort
tveggja sé orðið veruleiki í Rússlandi. Ef þessi mál væru rökrædd
við dómprófastinn, má vel vera, að hann sæi og játaði, að hann
hefur hér fullyrt of mikið, en því er því miður ekki að heilsa um
B. F. I stefnu RáSstjórnarríkjanna í gjaldeyris- og verðlagsmálum
hefur og komið skýrt fram, að valdhafarnir eru engan veginn sam-
mála dómprófastinum og B. F. um það, að ekkert samband sé milli
peningamagns, vöruverðs og vöruskorts.
I öðru lagi telur B. F., að mér tjói ekki að vísa á viðskiptajöfn-
urnar máli mínu til stuðnings, því að þær skýri ekki neitt, þótt
þær séu rökréttar. Eg held því aftur á móti fram, aS nota megi
þær til þess að skýra, í hverju villa prófastsins og B. F. er fólgin.
En finnist mönnum auðveldara að skilja það á annan hátt, þá má
mig vissulega gilda það einu.
Þá er það rangt hjá B. F. hér að framan, að ég hafi í ritdónmum
lagt þann skilning í kvantitetslögmálið, að sérhver breyting á gjald-
eyrismagninu hljóti að hafa í för með sér tilsvarandi breytingu á
vöruverðinu, og sést það greinilega á þessum orðum ritdómsins:
„Sé verðmyndun ekki frjáls, en þó ekki um að ræða algera skömmt-
un, og ákveði hið opinbera hærra eða lægra verð á vöru en svarar
til markaSsaðstæðna. . . ., verður hún annað hvort óseljanleg eða
skortur verður á henni.“ Eg átti með kvantitetslögmáli við það, að
samband væri milli peningamagns, umferðahraða þess, vörumagns
og vöruverðs, þannig að til breytinga á einum þessara þátta svar-
aði breyting á öðrum, og þá sérstaklega, að aukið peningamagn