Tímarit Máls og menningar - 01.05.1944, Blaðsíða 58
43
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
Andlit Bózu ljómaði, þegar hún talaði uin Oton og starfsáætlanir
Ba-tsje og hennar. Svo þagði hún, og snögg breyting varð á svip
hennar. Hún sýndist miklu eldri en seytján ára, alvarleg og gröm.
Rödd hennar, sem verið hafði full af fögnuði, varð hörð og hnit-
miðuð.
Við Slóvenar erum ekki eins og við ættum að vera, ekki eins og
við gætum verið. Land okkar er fagurt; eftir því sem ég veit bezt,
finnst varla fegurri staður á jörðu hér — en það er búr. Við lif-
um hér, þessi litla þjóð, umkringd stærri og sterkari þjóðum, eins
og í búri. Andleg verðmæti okkar standast ekki samanburð við
mikilleik og fegurð Bóhin- og Bled-vatnanna og Tríglaf-fjallsins,
svo að við erum ekki verð þeirra. Sum okkar eru sannarlega aumar
verur.
Saga okkar er saga erlendrar harðstjórnar og áþjánar. Nú, á
þessari stundu, lifa fjögur hundruð þúsundir Slóvena undir ítalskri
fasistastjórn. Menn okkar hafa orðið að heyja marga tugi styrj-
alda á liðnum öldum, ekki fyrir sjálfa sig, heldur fyrir menn, sem
þeir áttu ekkert sameiginlegt með. Og um langt skeið hefur fólk
hér varla átt til linífs og skeiðar, og fjöldi Slóvena liefur flutzt til
Bandaríkjanna eða Suður-Ameríku. .. . Jafnvel fólk eins og við,
sem talið er efnað, verður að gæta ýtrasta sparnaðar og hagsýni
til að geta fullnægt fátæklegum metnaði sínum í því að „verða
eitthvað“ og eignast þá hluti, sem við í tálvon okkar teljum öryggi,
og „embætti“ og „menningu“. ... Já, ég veit, að þessa sömu sögu
hafa flestar Evrópuþjóðir að segja, ef til vill fólk, hvar sem er í
heiminum, en það er þó kannski einna átakanlegast um okkur
Slóvena, okkur Júgóslava. Við erum svo fá og megum við svo litlu.
Bóza reyndi að brosa og bætti við: „Mér þykir fyrir, að ég skyldi
fara að tala um þetta, ég ætlaði ekki að gera það. Þú ert bráðum
á förum frá Júgóslavíu, og það er ekki rétt af mér, að stuÖla að
því, að þú verðir fyrir óskemmtilegum áhrifum hér. En það sem
ég sagði, er satt, og það sakar þig ekki, þótt þú vitir, hvernig sum-
um okkar er innanbrjósts. Á hinn bóginn skaltu ekki halda, að mér
hafi ekki verið alvara áðan. Það er unaðslegt að vera Júgóslavi, að
vera Slóveni, að lifa í þessu landi, jafnvel á þessum tímum — en