Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1944, Page 99

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1944, Page 99
TIMARIT MALS OG MENNINGAR 89 bóka og það sem meira er um vert, skilið hvers virði það er að eiga góðar bækur. Þetta er mikill árangur, en þyrfti þó að verða meiri. Enn stendur múrinn óbrotinn á milli fólksins og flestra þess beztu höfunda, iifandi sem látinna. Enginn höfundur hefur þó verið jafngrátt leikinn af útgefendunum og Kiljan. Jafnframt því sem bækur hans eru gefnar út af meira smekkleysi en bækur annarra höfunda, (og er þó víða pottur brotinn), eru þær dvrastar bóka, sem út eru gefnar á landi hér. Það er eitt af mörgum verkefnum, sem bíða Máls og menningar að gefa út öll verk IJ. K. L. Með því eina móti fengi bann í lifenda lífi skipað þann sess meðal þjóðarinnar, sem honum ber. Og með því eina móti fengi þjóðin tækifæri til að eignast verk hans og kynnast þeim af eigin sjón og raun. Þyrfti hún þá ekki lengur að láta óprúttna blaðasnápa ljúga sig fulla um það, hvað þau hefðu inni að halda. Utgáfa á vegum annarra, hvort sem hún yrði skírð Landnáma, Helgafell eða eitthvað enn fínna, yrði aldrei annað en skrautlegur smyrlingur, nokkrum efnuðum borgurum til augnayndis. Ef Mál og menning tæki þessa útgáfu að sér, myndi bezt á því fara, að hún yrði sjálfstætt fyrirtæki innan vébanda félagsins, líkt og Arfur Islend- inga. Félagsmenn, sem gerðust áskrifendur, myndu þá fá safnið fyrir kostn- aðarverð. Ekki skal því að óreyndu trúað, að höfundinum yrði ekki ljúfara að koma verkum sínum út til fólksins eftir þeirri leið, sem að ofan greinir, en að láta einstaka menn nota þau til þess að safna sér fjársjóðum á jörðu. Ég get ekki lagt frá mér pennann, án þess að varpa fram einni spurningu enn: Getur Mál og menning ekki orðið aðaltengiliðurinn milli höfunda og lesenda á landi hér? Ég skal ekki ræða þessa hugmynd frekar að þessu sinni. Það gæti orðið efni í sérstaka ritgerð. Aðeins skal á það bent, að til þess þarf Mál og rnenn- ing að breyta nokkuð um starfshætti og skipulag frá því sem nú er. Skúli Guðjónsson. Hækkun árgjaldsins Brennu, 13. jan. 1944 í nýútkomnu Tímariti Máls og menningar er minnzt á það sjónarmið, hvort betra sé að hækka árgjaldið og gefa út fleiri bækur. Ég vil að félagið gefi sem mest út af bókum og hækki árgjaldið um helming. En ef það þykir of mikið þá finnst mér að árgjaldið þyrfti að hækka svo, að hægt væri að gefa út þrjár bækur fyrir utan Tímaritið og að heftuin þess væri fjölgað um eitt, svo það gæti komið ársfjórðungslega. Þegar búið er að ráðstafa bókum félagsins til langs tíma, þá virðist mér útgáfan vera ofskorðuð. Og þar sem ég vil hvorki missa Mannkynssöguna, skáldsöguna eða Tímaritið, þá þarf bókunum að fjölga.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.