Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1944, Blaðsíða 96

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1944, Blaðsíða 96
86 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAH sinni, en milli hans og þjónustufólksins er hvorki málfrið'ur né önnur mann- leg kennsl. Brezkur hástéttarmaður og lágstéttar geta ekki drukkið úr tebolla við sama borð. Utþurrkun stéttamunarins er ekki til sem grundvöllur fyrir félagslegu öryggi í hinu nýja Bretlandi hjá Beveridge. Það á að vera áfram ein stétt, sem græðir, og önnur, sem fær að vinna, meðan gróðastéttinni er akkur í; annars ekki. Þó er Beveridge fullkomlega ljóst, að allar tillögur hans um félagslegt öryggi eru óframkvæmanlegar sé um mikið atvinnuleysi að ræða. Ef ekki er múgatvinnuleysi verður hægt að afla fjár í tryggingarsjóði, annars ekki, segir hann. Atvinnuleysi eins og varð upp úr auðvaldskreppunni 1929 sprengir alla sjóði og gerir alla tryggingarlöggjöf, alla drauma um félagslegt öryggi að hindurvitni. Þannig miðar „félagslegt öryggi" hjá Beveridge að því fyrst og fremst, þegar öllu er á botninn hvolft,_ að tryggja auðvaldsþjóðfélagið fyrir óeirðum og byltingarhættu, með því að skipuleggja þjáningalítið atvinnuleysi upp að ákveðnu marki ár og síð, — í þessu tilfelli handa einni milljón og 500 þús. mönnum á Bretlandi. Hann segir að áætlun, sem miði að umbótum af þessu tagi, sé í „brezkum anda“. Það vantar ekki að maðurinn er velmeinandi innan sinna takmarka; hann er svo velmeinandi á mynd, að manni finnst liann ætti að hafa nátthúfu. Að- eins sér hann ekki, að það eru engar umbætur á neinu að útvega hálfri annarri milljón manna peninga til að hjara við atvinnuleysi; slíkt er ekki öllu meiri velgerningur en útvega þeini kúlu í hausinn. Hinar einu ráðstafanir sem hægt er að tala um í alvöru er útrýming skilyrða fyrir atvinnuleysi. Allt annað er viðvaningsháttur og skottulækningar og kratismi. Þess vegna er það öfug- mæli að kalla tillögur Beveridges „trausta hornsteina"; þær eru veikar til- raunir til að gera hinni snöruðu, rambandi og hriktandi þjóðfélagsbyggingu auðvaldsins stoðir utanfrá, hornsteinar þeirrar hyggingar eru molnaðir. I Ráðstjórnarríkjunum, sem hvað sem öðru líður voru ekki grundvölluð af skottulæknum eða viðvaningum, er sérhverjum þjóðfélagseinstaklingi í stjórn- arskránni tryggð atvinna fyrst allra lýðréttinda. Samvirkt þjóðfélag bygg- ist blátt áfram á þeirri höfuðgrein, að allir menn séu vinnandi, slíkt eru ekki aðeins frumréttindi manna samkvæmt stjómarskrá ríkisins, heldur eðlis- rök hins samvirka ríkis; hugtakið atvinnuleysi er þar óþekkt og óhugsan- legt, enda engar atvinnuleysistryggingar til. Ef þar kæmi fram hátíðlegur nátthúfumaður og segði: ég er háskólamaður og þess vegna veit ég ekkert ráð til að koma í veg fyrir volæði og atvinnuleysi, þá rnundu allir svara: Flón. H. K. L.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.